„Sjáum að hlutirnir eru að þróast í rétta átt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 14:30 Arnar Þór Viðarsson segist ánægður með landsleikjagluggann hingað til. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum blaðamanna í Laugardalnum í dag, en íslenska liðið tekur á móti Ísrael í Þjóðadeildinni á morgun. Ísland hefur gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum landsleikjaglugga og Arnar segist ánægður með liðið. Íslenska liðið hefur þurft að hlusta á háværar gagnrýnisraddir undanfarnar vikur og Arnar var spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu í sínu starfi. Hann sagði svo ekki vera, heldur hafi hann verið ánægður með liðið í glugganum sem nú er að líða. „Nei af því að ég er nefnilega búinn að vera mjög ánægður með gluggann,“ sagði Arnar Þór. „Við byrjuðum í Danmörku og það er eins og það séu þrír mánuðir síðan. Þetta er búið að vera rosalega langt. En ég er búinn að vera mjög sáttur við það hvernig við, ekki bara sem lið, heldur leikmennirnir, rosalega stoltur af þeim, staffið frábært, KSÍ hvernig þeir hafa höndlað ferðalögin og allt þetta.“ „Það er svona það súrrealíska í þessu að við erum búnir að spila þrjá leiki. Gerðum jafntefli úti á móti Ísrael, gerðum jafntefli heima á móti Albaníu og unnum síðan þriðja leikinn [á móti San Marínó]. Þá finnst mér mjög skrítið að umræðan sé stundum eins og við höfum tapað þrem leikjum í röð.“ „Þannig að ég finn enn fyrir orku hjá mér, hjá staffinu og leikmönnum og miklum vilja að halda okkur inni í þessari keppni.“ Leikstíllinn mjakast í rétta átt en vantar mörkin Eins og Arnar segir þá hefur liðið gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum glugga. Jafnteflin tvö voru í Þjóðadeildinni og íslenska liðið á því enn góðan möguleika á að vinna riðilinn og koma sér þar með aftur upp í A-deild. „Við erum að fara í hálfgerðan undanúrslitaleik á morgun og ég er bara rosalega spenntur og mótiveraður að fara í þann leik. Af því að ég finn og ég sé hvað er að gerast. Þegar ég og staffið erum að kíkja yfir leikina okkar og greina leikplanið þá sjáum við að hlutirnir eru að þróast í rétta átt. Við sjáum að liðið sem við erum með í höndunum, þessir ungu leikmenn í bland við eldri leikmenn eins og Birki [Bjarnason], að þessi leikstíll sem við erum að leitast eftir er bara á mjög góðri leið.“ „Þannig að ég er bara mjög spenntur og í rauninni mjög ánægður með gluggann hingað til. Það er bara þetta eina box sem við gleymdum að tikka í - að skora fleiri mörk. En við reynum að tikka í það á morgun,“ sagði Arnar léttur að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
Íslenska liðið hefur þurft að hlusta á háværar gagnrýnisraddir undanfarnar vikur og Arnar var spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu í sínu starfi. Hann sagði svo ekki vera, heldur hafi hann verið ánægður með liðið í glugganum sem nú er að líða. „Nei af því að ég er nefnilega búinn að vera mjög ánægður með gluggann,“ sagði Arnar Þór. „Við byrjuðum í Danmörku og það er eins og það séu þrír mánuðir síðan. Þetta er búið að vera rosalega langt. En ég er búinn að vera mjög sáttur við það hvernig við, ekki bara sem lið, heldur leikmennirnir, rosalega stoltur af þeim, staffið frábært, KSÍ hvernig þeir hafa höndlað ferðalögin og allt þetta.“ „Það er svona það súrrealíska í þessu að við erum búnir að spila þrjá leiki. Gerðum jafntefli úti á móti Ísrael, gerðum jafntefli heima á móti Albaníu og unnum síðan þriðja leikinn [á móti San Marínó]. Þá finnst mér mjög skrítið að umræðan sé stundum eins og við höfum tapað þrem leikjum í röð.“ „Þannig að ég finn enn fyrir orku hjá mér, hjá staffinu og leikmönnum og miklum vilja að halda okkur inni í þessari keppni.“ Leikstíllinn mjakast í rétta átt en vantar mörkin Eins og Arnar segir þá hefur liðið gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum glugga. Jafnteflin tvö voru í Þjóðadeildinni og íslenska liðið á því enn góðan möguleika á að vinna riðilinn og koma sér þar með aftur upp í A-deild. „Við erum að fara í hálfgerðan undanúrslitaleik á morgun og ég er bara rosalega spenntur og mótiveraður að fara í þann leik. Af því að ég finn og ég sé hvað er að gerast. Þegar ég og staffið erum að kíkja yfir leikina okkar og greina leikplanið þá sjáum við að hlutirnir eru að þróast í rétta átt. Við sjáum að liðið sem við erum með í höndunum, þessir ungu leikmenn í bland við eldri leikmenn eins og Birki [Bjarnason], að þessi leikstíll sem við erum að leitast eftir er bara á mjög góðri leið.“ „Þannig að ég er bara mjög spenntur og í rauninni mjög ánægður með gluggann hingað til. Það er bara þetta eina box sem við gleymdum að tikka í - að skora fleiri mörk. En við reynum að tikka í það á morgun,“ sagði Arnar léttur að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira