„Sjáum að hlutirnir eru að þróast í rétta átt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 14:30 Arnar Þór Viðarsson segist ánægður með landsleikjagluggann hingað til. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum blaðamanna í Laugardalnum í dag, en íslenska liðið tekur á móti Ísrael í Þjóðadeildinni á morgun. Ísland hefur gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum landsleikjaglugga og Arnar segist ánægður með liðið. Íslenska liðið hefur þurft að hlusta á háværar gagnrýnisraddir undanfarnar vikur og Arnar var spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu í sínu starfi. Hann sagði svo ekki vera, heldur hafi hann verið ánægður með liðið í glugganum sem nú er að líða. „Nei af því að ég er nefnilega búinn að vera mjög ánægður með gluggann,“ sagði Arnar Þór. „Við byrjuðum í Danmörku og það er eins og það séu þrír mánuðir síðan. Þetta er búið að vera rosalega langt. En ég er búinn að vera mjög sáttur við það hvernig við, ekki bara sem lið, heldur leikmennirnir, rosalega stoltur af þeim, staffið frábært, KSÍ hvernig þeir hafa höndlað ferðalögin og allt þetta.“ „Það er svona það súrrealíska í þessu að við erum búnir að spila þrjá leiki. Gerðum jafntefli úti á móti Ísrael, gerðum jafntefli heima á móti Albaníu og unnum síðan þriðja leikinn [á móti San Marínó]. Þá finnst mér mjög skrítið að umræðan sé stundum eins og við höfum tapað þrem leikjum í röð.“ „Þannig að ég finn enn fyrir orku hjá mér, hjá staffinu og leikmönnum og miklum vilja að halda okkur inni í þessari keppni.“ Leikstíllinn mjakast í rétta átt en vantar mörkin Eins og Arnar segir þá hefur liðið gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum glugga. Jafnteflin tvö voru í Þjóðadeildinni og íslenska liðið á því enn góðan möguleika á að vinna riðilinn og koma sér þar með aftur upp í A-deild. „Við erum að fara í hálfgerðan undanúrslitaleik á morgun og ég er bara rosalega spenntur og mótiveraður að fara í þann leik. Af því að ég finn og ég sé hvað er að gerast. Þegar ég og staffið erum að kíkja yfir leikina okkar og greina leikplanið þá sjáum við að hlutirnir eru að þróast í rétta átt. Við sjáum að liðið sem við erum með í höndunum, þessir ungu leikmenn í bland við eldri leikmenn eins og Birki [Bjarnason], að þessi leikstíll sem við erum að leitast eftir er bara á mjög góðri leið.“ „Þannig að ég er bara mjög spenntur og í rauninni mjög ánægður með gluggann hingað til. Það er bara þetta eina box sem við gleymdum að tikka í - að skora fleiri mörk. En við reynum að tikka í það á morgun,“ sagði Arnar léttur að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Sjá meira
Íslenska liðið hefur þurft að hlusta á háværar gagnrýnisraddir undanfarnar vikur og Arnar var spurður að því hvort hann væri farinn að finna fyrir pressu í sínu starfi. Hann sagði svo ekki vera, heldur hafi hann verið ánægður með liðið í glugganum sem nú er að líða. „Nei af því að ég er nefnilega búinn að vera mjög ánægður með gluggann,“ sagði Arnar Þór. „Við byrjuðum í Danmörku og það er eins og það séu þrír mánuðir síðan. Þetta er búið að vera rosalega langt. En ég er búinn að vera mjög sáttur við það hvernig við, ekki bara sem lið, heldur leikmennirnir, rosalega stoltur af þeim, staffið frábært, KSÍ hvernig þeir hafa höndlað ferðalögin og allt þetta.“ „Það er svona það súrrealíska í þessu að við erum búnir að spila þrjá leiki. Gerðum jafntefli úti á móti Ísrael, gerðum jafntefli heima á móti Albaníu og unnum síðan þriðja leikinn [á móti San Marínó]. Þá finnst mér mjög skrítið að umræðan sé stundum eins og við höfum tapað þrem leikjum í röð.“ „Þannig að ég finn enn fyrir orku hjá mér, hjá staffinu og leikmönnum og miklum vilja að halda okkur inni í þessari keppni.“ Leikstíllinn mjakast í rétta átt en vantar mörkin Eins og Arnar segir þá hefur liðið gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum glugga. Jafnteflin tvö voru í Þjóðadeildinni og íslenska liðið á því enn góðan möguleika á að vinna riðilinn og koma sér þar með aftur upp í A-deild. „Við erum að fara í hálfgerðan undanúrslitaleik á morgun og ég er bara rosalega spenntur og mótiveraður að fara í þann leik. Af því að ég finn og ég sé hvað er að gerast. Þegar ég og staffið erum að kíkja yfir leikina okkar og greina leikplanið þá sjáum við að hlutirnir eru að þróast í rétta átt. Við sjáum að liðið sem við erum með í höndunum, þessir ungu leikmenn í bland við eldri leikmenn eins og Birki [Bjarnason], að þessi leikstíll sem við erum að leitast eftir er bara á mjög góðri leið.“ „Þannig að ég er bara mjög spenntur og í rauninni mjög ánægður með gluggann hingað til. Það er bara þetta eina box sem við gleymdum að tikka í - að skora fleiri mörk. En við reynum að tikka í það á morgun,“ sagði Arnar léttur að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Sjá meira