Segja að Barcelona hafi hafnað tilboði United í De Jong Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 11:01 Frenkie de Jong hefur verið orðaður við Manchester United í nokkrar vikur. Burak Akbulut/Anadolu Agency via Getty Images Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa átt í samtali við Barcelona um möguleg kaup félagsins á miðjumanninum Frenkie de Jong. Erik ten Hag, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verk að vinna í félagsskiptaglugganum. Svo virðist sem hann vilji ólmur fá Frenkie de Jong til Menchester-borgar, en De Jong lék undir stjórn Ten Hag hjá Ajax á sínum tíma. Ef marka má greinar frá The Guardian og Sky Sports var fyrsta tilboði United í leikmanninn hafnað af forráðamönnum Barcelona. The Guardian segir að United hafi boðið tæplega 60 milljónir punda í leikmanninn. Aðrir miðlar, svo sem BBC, segja þó að ekkert boð í leikmanninn hafi borist frá United. Ekki enn í það minnsta. Félagsskiptamógúllinn Fabrizio Romano segir einnig frá því að fyrsta boði United í leikmanninn hafi verið hafnað. Samkvæmt hans heimildum bauð United tæplega 60 milljónir punda í leikmanninn, þar af væru tæplega tíu milljónir í árangurstengda bónusa. Manchester United have made an opening proposal for Frenkie de Jong after talks started June 1. €60m plus €10m add-ons. 🚨🇳🇱 #MUFCBarcelona have turned down this opening bid - but clubs remain in contact.De Jong has never indicated his desire to anyone. He’s still waiting. pic.twitter.com/UlW7NurAAi— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 10, 2022 De Jong gekk í raðir Barcelona frá Ajax árið 2019 fyrir 65 milljónir punda. Síðan þá hefur hann leikið 140 leiki fyrir félagið í öllum keppnum og skorað 13 mörk. Miðsvæðið er klárlega sú staða sem þarfnast hvað mestrar styrkingar hjá United í sumar, en Paul Pogba, Nemanja Matic og Juan Mata eru allir á leið frá félaginu. Rauðu djöflarnir eru því heldur undirmannaðir á miðsvæðinu og koma Frenkie de Jong gæti því verið eitt skref í átt að lausn við þeim vanda. Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Erik ten Hag, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verk að vinna í félagsskiptaglugganum. Svo virðist sem hann vilji ólmur fá Frenkie de Jong til Menchester-borgar, en De Jong lék undir stjórn Ten Hag hjá Ajax á sínum tíma. Ef marka má greinar frá The Guardian og Sky Sports var fyrsta tilboði United í leikmanninn hafnað af forráðamönnum Barcelona. The Guardian segir að United hafi boðið tæplega 60 milljónir punda í leikmanninn. Aðrir miðlar, svo sem BBC, segja þó að ekkert boð í leikmanninn hafi borist frá United. Ekki enn í það minnsta. Félagsskiptamógúllinn Fabrizio Romano segir einnig frá því að fyrsta boði United í leikmanninn hafi verið hafnað. Samkvæmt hans heimildum bauð United tæplega 60 milljónir punda í leikmanninn, þar af væru tæplega tíu milljónir í árangurstengda bónusa. Manchester United have made an opening proposal for Frenkie de Jong after talks started June 1. €60m plus €10m add-ons. 🚨🇳🇱 #MUFCBarcelona have turned down this opening bid - but clubs remain in contact.De Jong has never indicated his desire to anyone. He’s still waiting. pic.twitter.com/UlW7NurAAi— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 10, 2022 De Jong gekk í raðir Barcelona frá Ajax árið 2019 fyrir 65 milljónir punda. Síðan þá hefur hann leikið 140 leiki fyrir félagið í öllum keppnum og skorað 13 mörk. Miðsvæðið er klárlega sú staða sem þarfnast hvað mestrar styrkingar hjá United í sumar, en Paul Pogba, Nemanja Matic og Juan Mata eru allir á leið frá félaginu. Rauðu djöflarnir eru því heldur undirmannaðir á miðsvæðinu og koma Frenkie de Jong gæti því verið eitt skref í átt að lausn við þeim vanda.
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira