Fóru yfir mögulegan EM hóp landsliðsins: Ekkert sem kom á óvart Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 12:30 Bestu mörkin spáðu fyrir um landsliðshóp Íslands sem verður tilkynntur á föstudag. Omar Vega/Getty Images Hópur Íslands fyrir Evrópumótið í fótbolta verður tilkynntur á morgun, föstudag. Því ákvað Helana Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna, að leyfa sérfræðingum þáttarins að velja sinn 23 manna hóp. Farið var yfir hópinn í síðasta þætti Bestu markanna þar sem 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta var gerð upp. Eftir að farið var yfir alla fimm leiki umferðarinnar snerist umræðan að hóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar. Þorsteinn Halldórsson mun tilkynna hóp sinn á morgun en hverjar myndu Bestu mörkin taka með til Englands. „Ég held að við séum að kafna úr spennu,“ sagði Helena áður en hópar þáttarins voru tilkynntir. Innslag Bestu markanna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Markverðir og varnarmenn Mögulegur EM-hópur; markverðir og varnarmenn.Stöð 2 Sport Sandra (Valur), Telma (Breiðablik) og Cecilía Rán (BayernMünchen) eru markverðir hópsins. Talið er nær öruggt að þetta séu þeir þrír markverðir sem Þorsteinn tekur með sér til Englands. Varnarlínan er örlítið flóknari þar sem Sif (Selfoss) hefur leikið í stöðu hægri bakvarðar og þá hefur Guðný (AC Milan) verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Ef hún er í lagi þá er hún í hópnum en ef hún er meidd þá opnast pláss fyrir annan leikmann. Nefndi Mist Rúnarsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna, Natöshu Moraa Anasi (Breiðablik) sem leikmann sem gæti komið inn. Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) og Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) voru einnig nefndar á nafn. „Verandi Þorsteinn Halldórsson, sem er frekar fastheldinn maður, þá efast ég um að það verði flugeldar eða eitthvað mjög óvænt hjá honum á föstudaginn,“ sagði Mist. Í kjölfarið var farið yfir þann fjölda miðvarða sem íslenska landsliðið hefur úr að velja og hvert Sif sé í raun hugsuð sem hægri bakvörður. „Aðallega þessar stöður sem hann er að klára að púsla ef maður ætti að giska,“ bætti Harpa Þorsteinsdóttir við. Miðjumenn og sóknarmenn Mögulegur EM-hópur; miðjumenn og sóknarmenn.Stöð 2 Sport „Stærsta spurningamerkið er hin unga Amanda Andradóttir (Kristianstad) en mér finnst hún hafa komið það vel inn í síðustu verkefni. Hún er annar X-factor leikmaður og ég held að hún verði þarna,“ sagði Mist um stöðuna á miðjunni en áður hafði verið yfir þann X-factor sem Áslaug Munda býr yfir. Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg) er ekki í hóp Bestu markanna en hún hefur verið í hóp hjá Þorsteini áður. Mist þuldi upp nokkur nöfn sem ekki eru í hópnum en gætu gert tilkall til þess: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Diljá Ýr Zomers (Häcken) Andrea Rún Snæfeld Hauksdóttir (Club América) Berglind Rós Ágústsdóttir (Örebro) „Þetta er bara tilfinning, þetta er bara gisk. Selma Sól gæti allt eins verið þarna,“ sagði Mist áður en Harpa fékk orðið. Selma Sól (#14) fagnar marki sínu gegn Tékklandi í SheBelieves-bikarnum í febrúar á þessu ári.Omar Vega/Getty Images „Hún er pottþétt í einum af þessum sætum sem hafa verið spurningamerki. Hún hefur kannski ekki verið eins áberandi núna eins og hún var fyrir meiðslin. Hún var eiginlega búin að eigna sér sæti fyrir þau.“ „Ég held við búum bara hvað best að miðjumönnum, ógeðslega erfitt að komast þarna að. Erum með frábæra leikmenn.“ Að lokum voru fremstu menn liðsins ræddir. Helena hafði áhyggjur af spiltíma Öglu Maríu (Häcken) og velti fyrir sér hvort það gæti háð henni. Þá voru meiðsli Svövu Rósar og Berglindar Björgu (báðar Brann) einnig til umræðu sem og sæti Elínar Mettu Jensen (Valur) þar sem hún hefur ekki verið upp á sitt besta með Val í sumar. Klippa: Bestu mörkin völdu sinn landsliðshóp fyrir EM 2022 Fótbolti EM 2022 í Englandi Bestu mörkin Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Farið var yfir hópinn í síðasta þætti Bestu markanna þar sem 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta var gerð upp. Eftir að farið var yfir alla fimm leiki umferðarinnar snerist umræðan að hóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar. Þorsteinn Halldórsson mun tilkynna hóp sinn á morgun en hverjar myndu Bestu mörkin taka með til Englands. „Ég held að við séum að kafna úr spennu,“ sagði Helena áður en hópar þáttarins voru tilkynntir. Innslag Bestu markanna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Markverðir og varnarmenn Mögulegur EM-hópur; markverðir og varnarmenn.Stöð 2 Sport Sandra (Valur), Telma (Breiðablik) og Cecilía Rán (BayernMünchen) eru markverðir hópsins. Talið er nær öruggt að þetta séu þeir þrír markverðir sem Þorsteinn tekur með sér til Englands. Varnarlínan er örlítið flóknari þar sem Sif (Selfoss) hefur leikið í stöðu hægri bakvarðar og þá hefur Guðný (AC Milan) verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Ef hún er í lagi þá er hún í hópnum en ef hún er meidd þá opnast pláss fyrir annan leikmann. Nefndi Mist Rúnarsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna, Natöshu Moraa Anasi (Breiðablik) sem leikmann sem gæti komið inn. Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) og Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur) voru einnig nefndar á nafn. „Verandi Þorsteinn Halldórsson, sem er frekar fastheldinn maður, þá efast ég um að það verði flugeldar eða eitthvað mjög óvænt hjá honum á föstudaginn,“ sagði Mist. Í kjölfarið var farið yfir þann fjölda miðvarða sem íslenska landsliðið hefur úr að velja og hvert Sif sé í raun hugsuð sem hægri bakvörður. „Aðallega þessar stöður sem hann er að klára að púsla ef maður ætti að giska,“ bætti Harpa Þorsteinsdóttir við. Miðjumenn og sóknarmenn Mögulegur EM-hópur; miðjumenn og sóknarmenn.Stöð 2 Sport „Stærsta spurningamerkið er hin unga Amanda Andradóttir (Kristianstad) en mér finnst hún hafa komið það vel inn í síðustu verkefni. Hún er annar X-factor leikmaður og ég held að hún verði þarna,“ sagði Mist um stöðuna á miðjunni en áður hafði verið yfir þann X-factor sem Áslaug Munda býr yfir. Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg) er ekki í hóp Bestu markanna en hún hefur verið í hóp hjá Þorsteini áður. Mist þuldi upp nokkur nöfn sem ekki eru í hópnum en gætu gert tilkall til þess: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Diljá Ýr Zomers (Häcken) Andrea Rún Snæfeld Hauksdóttir (Club América) Berglind Rós Ágústsdóttir (Örebro) „Þetta er bara tilfinning, þetta er bara gisk. Selma Sól gæti allt eins verið þarna,“ sagði Mist áður en Harpa fékk orðið. Selma Sól (#14) fagnar marki sínu gegn Tékklandi í SheBelieves-bikarnum í febrúar á þessu ári.Omar Vega/Getty Images „Hún er pottþétt í einum af þessum sætum sem hafa verið spurningamerki. Hún hefur kannski ekki verið eins áberandi núna eins og hún var fyrir meiðslin. Hún var eiginlega búin að eigna sér sæti fyrir þau.“ „Ég held við búum bara hvað best að miðjumönnum, ógeðslega erfitt að komast þarna að. Erum með frábæra leikmenn.“ Að lokum voru fremstu menn liðsins ræddir. Helena hafði áhyggjur af spiltíma Öglu Maríu (Häcken) og velti fyrir sér hvort það gæti háð henni. Þá voru meiðsli Svövu Rósar og Berglindar Björgu (báðar Brann) einnig til umræðu sem og sæti Elínar Mettu Jensen (Valur) þar sem hún hefur ekki verið upp á sitt besta með Val í sumar. Klippa: Bestu mörkin völdu sinn landsliðshóp fyrir EM 2022
Fótbolti EM 2022 í Englandi Bestu mörkin Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira