Annar hver andardráttur þinn kemur úr hafinu – Hugum að hafinu á Degi hafsins Margrét Hugadóttir skrifar 8. júní 2022 10:30 Á Jörðinni er eitt stórt haf sem þekur meirihluta reikistjörnunnar okkar. Þó að úthöfin eigi sér mismunandi nöfn er erfitt að sjá hvar eitt haf endar og annað haf byrjar. Breytingar á einum stað, hafa því áhrif annarsstaðar. Við erum því öll tengd. 8. júní er alþjóðlegur Dagur hafsins og er því við hæfi að rifja upp hvaða áhrif hafið hefur á líf okkar, og hvaða áhrif við höfum á hafið. Suðurskautslandið. Öll stór úthöf líkt og Atlantshafið, Kyrrahafið og Indlandshaf eru tengd og mynda eitt stórt haf. Hafið gerir Jörðina lífvænlega Líf eins og við þekkjum það gæti ekki þrifist án hafsins. Hafið leikur lykilhlutverk í hringrás vatns og svo kemur annar hver andardráttur sem við öndum að okkur frá hafinu, - helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá örsmáum lífverum í hafinu sem heita plöntusvif. Við eigum því hafinu mikið að þakka. Í hafinu má finna allt frá smæstu örverum til stærstu dýra Jarðarinnar, steypireyðar sem er stærsta dýrið sem nokkru sinni hefur verið til á Jörðinni, stærri en risaeðlur, eða um 22-33 metrar á lengd, sem er álíka og meðal sundlaug! Hafið er kraftmikið og mótar Jörðina. Krafturinn í öldunum sem skella á landið myndar kletta, björg og strendur. Lífverur í hafinu setja einnig mark sitt á Jörðina, en kóraldýr mynda kóralrif sem eru mikilvæg búsvæði fyrir fjölda lífvera. Stærsta kóralrif á Jörðinni er um 2000 km á lengd og yfir 140 km á breytt og sést utan úr geimnum! Kórallar við Íslandsstrendur.Hafrannsóknarstofnun Hafið hefur áhrif á loftslag og veður Hafið jafnar út hitastigið á Jörðinni. Hitabreytingar eru hægari í hafinu en lofti og flytja hafstraumarnir varma á milli svæða. Golfstraumurinn kemur með hlýjan sjó að sunnan. Kaldur Austur-Íslandsstraumurinn og Austur-Grænlandsstraumurinn flytja kaldan sjó og jafnvel ísjaka frá Grænlandi og Norðurpólnum. Ef golfstraumurinn kæmi ekki að norðurslóðum, þá væri mun kaldara á Íslandi. Við getum ekki án hafsins verið Hafið tengir saman löndin og líka fólkið. Hafið er matarkista okkar og sækjum við í það fjölbreytta fæðu úr dýra- og jurtaríkinu sem og salt og bætiefni. Efni úr hafinu og lífverum sem þar búa eru notuð í krem og lyf. Lækning við sjúkdómum sem eru ólæknandi í dag gæti leynst á hafsbotni. Hafið veitir okkur innblástur til listsköpunar og það hefur sýnt sig að nálægð við hafið getur verið hin fínasta heilsubót. Mengun virðir engin landamæri. Plastmengun veldur skaða í lífríkinu. Súla að gefa unga plastdræsu.Bo Eide Athafnir mannanna ógna heilbrigði hafsins Loftslagsbreytingar, plastmengun í hafi, ofveiði, eyðing búsvæða og önnur mengunarhætta steðjar að lífinu í sjónum og þar af leiðandi lífinu á landi. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Heilbrigði hafsins er hnattrænt málefni sem snertir alla á Jörðinni. Hvernig vilt þú hjálpa hafinu? Kynntu þér nokkrar leiðir í bókinni Hreint haf - Plast á norðurslóðum. Hugum að hafinu á Degi hafsins sem og alla aðra daga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd og höfundur bókarinnar Hreint haf - Plast á norðurslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Margrét Hugadóttir Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Á Jörðinni er eitt stórt haf sem þekur meirihluta reikistjörnunnar okkar. Þó að úthöfin eigi sér mismunandi nöfn er erfitt að sjá hvar eitt haf endar og annað haf byrjar. Breytingar á einum stað, hafa því áhrif annarsstaðar. Við erum því öll tengd. 8. júní er alþjóðlegur Dagur hafsins og er því við hæfi að rifja upp hvaða áhrif hafið hefur á líf okkar, og hvaða áhrif við höfum á hafið. Suðurskautslandið. Öll stór úthöf líkt og Atlantshafið, Kyrrahafið og Indlandshaf eru tengd og mynda eitt stórt haf. Hafið gerir Jörðina lífvænlega Líf eins og við þekkjum það gæti ekki þrifist án hafsins. Hafið leikur lykilhlutverk í hringrás vatns og svo kemur annar hver andardráttur sem við öndum að okkur frá hafinu, - helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá örsmáum lífverum í hafinu sem heita plöntusvif. Við eigum því hafinu mikið að þakka. Í hafinu má finna allt frá smæstu örverum til stærstu dýra Jarðarinnar, steypireyðar sem er stærsta dýrið sem nokkru sinni hefur verið til á Jörðinni, stærri en risaeðlur, eða um 22-33 metrar á lengd, sem er álíka og meðal sundlaug! Hafið er kraftmikið og mótar Jörðina. Krafturinn í öldunum sem skella á landið myndar kletta, björg og strendur. Lífverur í hafinu setja einnig mark sitt á Jörðina, en kóraldýr mynda kóralrif sem eru mikilvæg búsvæði fyrir fjölda lífvera. Stærsta kóralrif á Jörðinni er um 2000 km á lengd og yfir 140 km á breytt og sést utan úr geimnum! Kórallar við Íslandsstrendur.Hafrannsóknarstofnun Hafið hefur áhrif á loftslag og veður Hafið jafnar út hitastigið á Jörðinni. Hitabreytingar eru hægari í hafinu en lofti og flytja hafstraumarnir varma á milli svæða. Golfstraumurinn kemur með hlýjan sjó að sunnan. Kaldur Austur-Íslandsstraumurinn og Austur-Grænlandsstraumurinn flytja kaldan sjó og jafnvel ísjaka frá Grænlandi og Norðurpólnum. Ef golfstraumurinn kæmi ekki að norðurslóðum, þá væri mun kaldara á Íslandi. Við getum ekki án hafsins verið Hafið tengir saman löndin og líka fólkið. Hafið er matarkista okkar og sækjum við í það fjölbreytta fæðu úr dýra- og jurtaríkinu sem og salt og bætiefni. Efni úr hafinu og lífverum sem þar búa eru notuð í krem og lyf. Lækning við sjúkdómum sem eru ólæknandi í dag gæti leynst á hafsbotni. Hafið veitir okkur innblástur til listsköpunar og það hefur sýnt sig að nálægð við hafið getur verið hin fínasta heilsubót. Mengun virðir engin landamæri. Plastmengun veldur skaða í lífríkinu. Súla að gefa unga plastdræsu.Bo Eide Athafnir mannanna ógna heilbrigði hafsins Loftslagsbreytingar, plastmengun í hafi, ofveiði, eyðing búsvæða og önnur mengunarhætta steðjar að lífinu í sjónum og þar af leiðandi lífinu á landi. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Heilbrigði hafsins er hnattrænt málefni sem snertir alla á Jörðinni. Hvernig vilt þú hjálpa hafinu? Kynntu þér nokkrar leiðir í bókinni Hreint haf - Plast á norðurslóðum. Hugum að hafinu á Degi hafsins sem og alla aðra daga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd og höfundur bókarinnar Hreint haf - Plast á norðurslóðum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun