Nicolo Barella og Lorenzo Pellegrini sáu til þess að Ítalir höfðu 2-0 forystu er flautað var til hálfleiks í leik þeirra gegn Ungverjum.
Gianluca Mancini minnkaði svo muninn fyrir Ungverja eftir um klukkutíma leik þegar hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og þar við sat. Niðurstaðan varð 2-1 sigur Ítalíu sem nú situr á toppi 3. riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar með fjögur stig eftir tvo leiki.
𝑁𝑎𝑡𝑖𝑜𝑛𝑠 𝐿𝑒𝑎𝑔𝑢𝑒
— Nazionale Italiana ⭐️⭐️⭐️⭐️ (@Azzurri) June 7, 2022
🇮🇹🇭🇺 #ItaliaUngheria 2️⃣-1️⃣
⚽️ #Barella 30’, #Pellegrini 45’, aut. #Mancini 61’
📋 A #Cesena la giovane #Nazionale schierata da Mancini vince e conquista la vetta del Gruppo 3 della #NationsLeague #Azzurri #ItaUng #VivoAzzurro pic.twitter.com/I14Ic0KquP
Þá máttu frændur okkar Færeyingar þola 0-1 tap gegn Lúxemborg. Rene Joensen fékk að líta beint rautt spjald í liði Færeyinga á 68. mínútu áður en Gerson Rodrigues kom gestunum yfir stuttu síðar af vítapunktinum.
Færeyingar enduðu svo á að spila seinustu tíu mínútur leiksins manni færri eftir að Solvi Vatnhamar fékk að líta beint rautt spjald.
Lúxemborg er því með sex stig eftir fyrstu tvo leiki riðilsins, en Færeyingar eru enn án stiga.