Íhugaði að hætta en fékk svo risasamning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 14:02 Aaron Donald ætti að eiga fyrir salti í grautinn næstu ár. David Crane/Getty Images Aaron Donald íhugaði að leggja skóna á hilluna og hætta að spila í NFL-deildinni. Honum snerist hugur, fékk risasamning og stefnir nú á að vinna deildina annað árið í röð með Los Angeles Rams. Hinn 31 árs gamli Aaron Donald hefur verið með betri varnarmönnum NFL-deildarinnar undanfarin ár og í raun einn besti varnarmaður deildarinnar frá upphafi. Hann var hreint út sagt magnaður er LA Rams varð meistari fyrr á árinu og þá sérstaklega í úrslitaleiknum gegn Cincinnati Bengals. Það kom því verulega á óvart þegar hann gaf það út að mögulega færu skórnir á hilluna. Ef til vill var varnarmaðurinn að leggja út beitu í von um að Hrútarnir frá Los Angeles myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að halda honum hjá félaginu. Það gekk eftir þar sem Aaron Donald er nú launahæsti leikmaður í sögu deildarinnar ef leikstjórnendur eru frátaldir. Á næstu þremur árum mun Donald fá 40 milljónum Bandaríkjadala meira en upphaflega stóð til. Nýr samningur hans gefur honum 31,7 milljón Bandaríkjadala í árslaun eða rétt rúmlega fjóra milljarða íslenskra króna. „Hann vann inn fyrir þessu. Hann er einstakur í alla staði,“ sagði Sean McVay, þjálfari Rams um nýjan samning Donald. Með því að halda Aaron Donald ánægðum þá er ljóst að LA Rams er til alls líklegt á næstu leiktíð sem hefst þann 8. september næstkomandi. NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Aaron Donald hefur verið með betri varnarmönnum NFL-deildarinnar undanfarin ár og í raun einn besti varnarmaður deildarinnar frá upphafi. Hann var hreint út sagt magnaður er LA Rams varð meistari fyrr á árinu og þá sérstaklega í úrslitaleiknum gegn Cincinnati Bengals. Það kom því verulega á óvart þegar hann gaf það út að mögulega færu skórnir á hilluna. Ef til vill var varnarmaðurinn að leggja út beitu í von um að Hrútarnir frá Los Angeles myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að halda honum hjá félaginu. Það gekk eftir þar sem Aaron Donald er nú launahæsti leikmaður í sögu deildarinnar ef leikstjórnendur eru frátaldir. Á næstu þremur árum mun Donald fá 40 milljónum Bandaríkjadala meira en upphaflega stóð til. Nýr samningur hans gefur honum 31,7 milljón Bandaríkjadala í árslaun eða rétt rúmlega fjóra milljarða íslenskra króna. „Hann vann inn fyrir þessu. Hann er einstakur í alla staði,“ sagði Sean McVay, þjálfari Rams um nýjan samning Donald. Með því að halda Aaron Donald ánægðum þá er ljóst að LA Rams er til alls líklegt á næstu leiktíð sem hefst þann 8. september næstkomandi.
NFL Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Sjá meira