Þrír íslenskir kylfingar fyrir ofan Tiger á heimslistanum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 11:30 Tiger Woods er fyrir miðju á heimslistanum í golfi. Hann lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári en sneri aftur í síðasta mánuði. Christian Petersen/Getty Images Tiger Woods tók nokkuð óvænt þátt á PGA-meistaramótinu í golfi í síðasta mánuði en þurfti á endanum að draga sig úr keppni þar sem hann treysti sér ekki til að halda áfram. Hann er sem stendur í 881. sæti heimslistans í golfi en þrír Íslendingar eru fyrir ofan hann á listanum. Hinn 46 ára gamli Tiger lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári og var talið að golfferill hans væri endanlega á enda. Allt kom þó fyrir ekki og hann sneri aftur á völlinn á þessu ári. Hann náði þó ekki að klára mótið vegna eymsla í hægri fæti. Það er í raun ákveðið afrek að Tiger sé fyrir miðju á heimslistanum í golfi sem telur alls 1751 kylfing. Þrír Íslendingar eru nú fyrir ofan Tiger á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús er efstur Íslendinga í 520. sæti en hann var grátlega nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu. Haraldur Franklín er einnig eini íslenski karlkylfingurinn til að keppa á risamóti en hann tók þátt á Opna breska meistaramótinu árið 2018. Guðmundur Kristjánsson situr í 820. sæti og Axel Bóasson er þar rétt fyrir neðan í 848. sæti listans. Scottie Scheffler er sem stendur á toppi listans eftir að hafa verið í 12. sæti í upphafi árs. Jon Rahm er áfram í öðru sæti og Patrick Cantlay er í 3. sæti listans sem má sjá í heild sinni hér. Golf Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Tiger lenti í skelfilegu bílslysi á síðasta ári og var talið að golfferill hans væri endanlega á enda. Allt kom þó fyrir ekki og hann sneri aftur á völlinn á þessu ári. Hann náði þó ekki að klára mótið vegna eymsla í hægri fæti. Það er í raun ákveðið afrek að Tiger sé fyrir miðju á heimslistanum í golfi sem telur alls 1751 kylfing. Þrír Íslendingar eru nú fyrir ofan Tiger á heimslistanum. Haraldur Franklín Magnús er efstur Íslendinga í 520. sæti en hann var grátlega nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu. Haraldur Franklín er einnig eini íslenski karlkylfingurinn til að keppa á risamóti en hann tók þátt á Opna breska meistaramótinu árið 2018. Guðmundur Kristjánsson situr í 820. sæti og Axel Bóasson er þar rétt fyrir neðan í 848. sæti listans. Scottie Scheffler er sem stendur á toppi listans eftir að hafa verið í 12. sæti í upphafi árs. Jon Rahm er áfram í öðru sæti og Patrick Cantlay er í 3. sæti listans sem má sjá í heild sinni hér.
Golf Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira