Dularfull hola myndaðist á vellinum í Austurríki Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2022 16:00 Skov Olsen sést hér að máta sig við holuna á Ernst Happel-vellinum í Vín. Skjáskot Margt gekk á afturfótunum er Austurríki og Danmörk áttust við Ernst Happel-vellinum í Austurríki í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Leikurinn frestaðist töluvert vegna rafmagnsleysis á vellinum áður en stór hola myndaðist á vellinum í leikslok. Leikur liðanna í gær tafðist um meira en klukkustund þar sem völlurinn, í heild sinni, varð rafmagnslaus. Blaðamenn misstu netsamband og flóðljós duttu út. Leikurinn komst af stað um klukkustund á eftir áætlun en þar unnu Danir 2-1 sigur. Pierre-Emile Höjbjerg kom Dönum yfir í fyrri hálfleik áður en Xaver Schlager jafnaði. Jens Stryger Larsen skoraði þá sigurmark Dana um sex mínútum fyrir leikslok. The power went out at Austria vs. Denmark before kickoff pic.twitter.com/SweOStwV7h— B/R Football (@brfootball) June 6, 2022 Um er að ræða fyrsta tap Ralf Rangnick sem þjálfari Austurríkis, en hann tók nýverið við þjálfun þeirra, eftir erfiða tíma hjá Manchester United. Það var ekki fyrr en eftir að lokaflautið gall sem annað vandamál gerði vart við sig. Völlurinn virðist hafa hrunið á litlum bletti þar sem djúp hola myndaðist. Engan sakaði og eflaust gott að sökk vallarins átti sér ekki stað fyrr en eftir lokaflautið. Myndir birtust af Andreas Skov Olsen, leikmanni Dana, að máta sig við holuna þar sem sést hversu djúpt hún nær - hálfur fótleggur hans hvarf ofan í. Ernst Happel Stadion. One of the worst pitches I ve ever seen.#ForDanmark #NationsLeague #AUTDEN pic.twitter.com/Djd5NALZZu— Danish Football (@DANISHF00TBALL) June 7, 2022 „Það var hola þarna sem var líklega um hálfs metra djúp. Þetta var á miðjum vellinum og það er stórhættulegt ef einhver lendir ofan í henni. Maður getur fótbrotnað,“ sagði Skov Olsen í samtali við TV 2 í Danmörku eftir leik. „Þetta er mjög slæmt og ég er viss um að þeir gera sér grein fyrir því núna að það þurfi að gera betur. Þetta hefði getað eyðilagt feril einhvers, en það gerðist sem betur fer ekki.“ bætti hann við. Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, setti einnig mikið út á vallaraðstæður og sagði völlinn langt frá því að vera ásættanlegan. Ljóst er að vallarstarfsmenn í Vínarborg eiga verk fyrir höndum áður en Austurríki mætir Frakklandi í riðlinum á föstudagskvöld. Danir eru efstir í riðlinum með sex stig eftir sigur gegn Frökkum í fyrsta leik sem þeir fylgdu eftir með sigri gærdagsins. Austurríki átti frábæra byrjun með 3-0 sigri á Króatíu og er með þrjú stig en Króatía og Frakkland eru með eitt stig hvort eftir jafntefli liðanna í gærkvöld. Þjóðadeild UEFA Austurríki Tengdar fréttir Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Leikur liðanna í gær tafðist um meira en klukkustund þar sem völlurinn, í heild sinni, varð rafmagnslaus. Blaðamenn misstu netsamband og flóðljós duttu út. Leikurinn komst af stað um klukkustund á eftir áætlun en þar unnu Danir 2-1 sigur. Pierre-Emile Höjbjerg kom Dönum yfir í fyrri hálfleik áður en Xaver Schlager jafnaði. Jens Stryger Larsen skoraði þá sigurmark Dana um sex mínútum fyrir leikslok. The power went out at Austria vs. Denmark before kickoff pic.twitter.com/SweOStwV7h— B/R Football (@brfootball) June 6, 2022 Um er að ræða fyrsta tap Ralf Rangnick sem þjálfari Austurríkis, en hann tók nýverið við þjálfun þeirra, eftir erfiða tíma hjá Manchester United. Það var ekki fyrr en eftir að lokaflautið gall sem annað vandamál gerði vart við sig. Völlurinn virðist hafa hrunið á litlum bletti þar sem djúp hola myndaðist. Engan sakaði og eflaust gott að sökk vallarins átti sér ekki stað fyrr en eftir lokaflautið. Myndir birtust af Andreas Skov Olsen, leikmanni Dana, að máta sig við holuna þar sem sést hversu djúpt hún nær - hálfur fótleggur hans hvarf ofan í. Ernst Happel Stadion. One of the worst pitches I ve ever seen.#ForDanmark #NationsLeague #AUTDEN pic.twitter.com/Djd5NALZZu— Danish Football (@DANISHF00TBALL) June 7, 2022 „Það var hola þarna sem var líklega um hálfs metra djúp. Þetta var á miðjum vellinum og það er stórhættulegt ef einhver lendir ofan í henni. Maður getur fótbrotnað,“ sagði Skov Olsen í samtali við TV 2 í Danmörku eftir leik. „Þetta er mjög slæmt og ég er viss um að þeir gera sér grein fyrir því núna að það þurfi að gera betur. Þetta hefði getað eyðilagt feril einhvers, en það gerðist sem betur fer ekki.“ bætti hann við. Kasper Hjulmand, þjálfari Danmerkur, setti einnig mikið út á vallaraðstæður og sagði völlinn langt frá því að vera ásættanlegan. Ljóst er að vallarstarfsmenn í Vínarborg eiga verk fyrir höndum áður en Austurríki mætir Frakklandi í riðlinum á föstudagskvöld. Danir eru efstir í riðlinum með sex stig eftir sigur gegn Frökkum í fyrsta leik sem þeir fylgdu eftir með sigri gærdagsins. Austurríki átti frábæra byrjun með 3-0 sigri á Króatíu og er með þrjú stig en Króatía og Frakkland eru með eitt stig hvort eftir jafntefli liðanna í gærkvöld.
Þjóðadeild UEFA Austurríki Tengdar fréttir Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Aftur glutra Frakkar forystu sinni Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu. 6. júní 2022 21:05
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti