Alfons segir úrslitin í Ísrael fín og vonast til að sjá sem flesta á Laugardalsvelli á mánudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 23:31 Alfons fagnar öðru marka Íslands í Ísrael ásamt liðsfélögum sínum. Ahmad Mora/Getty Images Alfons Sampsted, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, vonast eftir að fólk mæti á leikinn gegn Albaníu á mánudag og að íslenska liðið byggi ofan á fín úrslit í Ísrael. „Miðað við æfinguna áðan er mannskapurinn í flottum málum. Bjóst við að fleiri yrðu á hliðarlínunni eða á 50 prósent hraða en það var stemning í hópnum og ágætis kraftur í æfingunni, þetta lítur ágætlega út,“ sagði Alfons um stöðuna á liðinu eftir langt ferðalag. „Það sem við tökum með okkur er að við erum að slípa saman okkar leik, það sést í því að við náðum í úrslit. Ekki bestu úrslitin en ekki verstu úrslitin heldur. Við náðum í jafntefli, eitt stig á útivelli. Þetta er að koma,“ sagði hægri bakvörður Íslands aðspurður hvað liðið tæki með sér úr leiknum gegn Ísrael. „Hann flikkar honum framhjá mér og tekur hratt spin-off. Ég verð bara að taka þetta á mig, í fullkomnum heimi hefði ég tekið eitt skref til hliðar, stigið fyrir hann og lokað leiðinni upp kantinn fyrir hann. Það er einn þáttur sem ég hegði getað gert mun betur, eitthvað sem ég læri af og gerist vonandi ekki aftur.“ Vonast til að sjá sem flesta „Vonandi sjáum við lið sem er fullt af orku sem er enn betur skipulagt en á móti Ísrael og getur refsað. Vonandi kemur fólk á leikinn og horfir á okkur.“ „Höfum ekki farið djúpt ofan í þá, það gerum við í kvöld. Erfitt að segja nákvæmlega við hverju við búumst. Leikir við Albaníu áður fyrr hafa sýnt að þeir eru með lið sem spila hart. Eru með skýrt leikplan og fylgja því. Verður gaman að mæta þeim,“ sagði Alfons um lið Albaníu. „Það hefur klárlega áhrif. Ísrael var með fullt af fólki á leiknum - þeir skora og aðdáendurnir fagna - það gefur það þeim auka kraft. Þeir ná svo að setja pressu á okkur undir lokin þegar stuðningsfólkið tekur alvöru þátt í því. Þannig það væri gaman ef við gætum gert það í hina áttina, þar sem Íslendingarnir hjálpa okkur að setja pressu,“ sagði Alfons að endingu en Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli á mándag. Klippa: Alfons nokkuð sáttur en hefði átt að gera betur Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Miðað við æfinguna áðan er mannskapurinn í flottum málum. Bjóst við að fleiri yrðu á hliðarlínunni eða á 50 prósent hraða en það var stemning í hópnum og ágætis kraftur í æfingunni, þetta lítur ágætlega út,“ sagði Alfons um stöðuna á liðinu eftir langt ferðalag. „Það sem við tökum með okkur er að við erum að slípa saman okkar leik, það sést í því að við náðum í úrslit. Ekki bestu úrslitin en ekki verstu úrslitin heldur. Við náðum í jafntefli, eitt stig á útivelli. Þetta er að koma,“ sagði hægri bakvörður Íslands aðspurður hvað liðið tæki með sér úr leiknum gegn Ísrael. „Hann flikkar honum framhjá mér og tekur hratt spin-off. Ég verð bara að taka þetta á mig, í fullkomnum heimi hefði ég tekið eitt skref til hliðar, stigið fyrir hann og lokað leiðinni upp kantinn fyrir hann. Það er einn þáttur sem ég hegði getað gert mun betur, eitthvað sem ég læri af og gerist vonandi ekki aftur.“ Vonast til að sjá sem flesta „Vonandi sjáum við lið sem er fullt af orku sem er enn betur skipulagt en á móti Ísrael og getur refsað. Vonandi kemur fólk á leikinn og horfir á okkur.“ „Höfum ekki farið djúpt ofan í þá, það gerum við í kvöld. Erfitt að segja nákvæmlega við hverju við búumst. Leikir við Albaníu áður fyrr hafa sýnt að þeir eru með lið sem spila hart. Eru með skýrt leikplan og fylgja því. Verður gaman að mæta þeim,“ sagði Alfons um lið Albaníu. „Það hefur klárlega áhrif. Ísrael var með fullt af fólki á leiknum - þeir skora og aðdáendurnir fagna - það gefur það þeim auka kraft. Þeir ná svo að setja pressu á okkur undir lokin þegar stuðningsfólkið tekur alvöru þátt í því. Þannig það væri gaman ef við gætum gert það í hina áttina, þar sem Íslendingarnir hjálpa okkur að setja pressu,“ sagði Alfons að endingu en Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli á mándag. Klippa: Alfons nokkuð sáttur en hefði átt að gera betur
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira