Amerískur túristi bað Elísabetu að taka mynd af sér með lífverðinum hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2022 22:15 Elísabet drottning virðist mikill húmoristi en hún sagði ferðamönnunum það að lífvörðurinn hennar hafi oft hitt drottninguna. Hún sjálf hafi aldrei hitt hana. Getty/Stefan Wermuth Richard Griffin, fyrrverandi lífvörður Elísabetar Bretadrottningar, rifjaði upp skondna sögu frá starfstíð sinni hjá drottningunni í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli hennar sem fagnað er í Bretlandi um helgina. Griffin sagði frá því þegar þau mættu tveimur amerískum túristum, sem könnuðust ekkert við Elísabetu. Griffin og Elísabet voru á göngu við eitt sumarhúsa hennar í bresku sveitunum þegar þau mættu tveimur amerískum göngumönnum. Griffin segir í viðtali við fréttastofu Sky að Elísabet hafi alltaf heilsað fólki sem hún mætti á göngu og þarna hafi engin undantekning verið gerð. „Það var augljóst um leið og við stoppuðum að þeir þekktu drottninguna ekki, sem var allt í lagi. Herramaðurinn var að segja drottningunni hvaðan hann væri og hvert þau væru að fara næst og hvar þau hefðu stoppað í Bretlandi. Ég sá að hann var að spyrja hana og viti menn, hann spyr: Hvar býrð þú?“ segir Griffin í viðtalinu. Hann segir að hún hafi svarað því til að hún byggi í Lundúnum en ætti sumarhús bara hinum megin við hæðirnar. Þá hafi ferðamaðurinn spurt hana hvað hún hafi ferðast til svæðisins í mörg ár. „Hún sagði: Ég hef komið hingað frá því að ég var lítil stúlka, svo það eru meira en áttatíu ár. Maður gat séð hann hugsa og maðurinn segir: Fyrst þú hefur komið hingað í áttatíu ár hlýturðu að hafa hitt drottninguna,“ segir Griffin og hlær. On a weekend of Queen anecdotes, this won't be matched. Just lovely. pic.twitter.com/6z0WjUO2wn— Jake Kanter (@Jake_Kanter) June 3, 2022 Hún hafi þá svarað til. „Ég hef ekki hitt hana en Dick hérna hittir hana reglulega. Þá spyr maðurinn mig hvernig drottningin sé eiginlega,“ segir Griffin og bætir við að vegna þess hvað hann hafi starfað lengi með drottningunni hafi hann vitað að hann gæti gínast aðeins í henni. „Hún getur stundum verið dálítið geðstirð en hún er mikill grínisti,“ segist Griffin hafa svarað ferðamanninum. „Það næsta sem gerist er að maðurinn er kominn til mín, búinn að leggja höndina á öxlina á mér og áður en ég vissi af dregur hann fram myndavélina, réttir drottningunni hana og biður hana að taka mynd af okkur tveimur,“ segir Griffin og hlær. „Ég skipti nú við hana, ég tók mynd af honum með drottningunni án þess að segja nokkuð og kvöddum þau. Þá sagði drottningin við mig: Ég vildi vera fluga á vegg þegar þau sýna vinum sínum heima í Ameríku myndirnar og vonandi segir þeim einhver hver ég er.“ Kóngafólk Bretland Grín og gaman Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21 Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Griffin og Elísabet voru á göngu við eitt sumarhúsa hennar í bresku sveitunum þegar þau mættu tveimur amerískum göngumönnum. Griffin segir í viðtali við fréttastofu Sky að Elísabet hafi alltaf heilsað fólki sem hún mætti á göngu og þarna hafi engin undantekning verið gerð. „Það var augljóst um leið og við stoppuðum að þeir þekktu drottninguna ekki, sem var allt í lagi. Herramaðurinn var að segja drottningunni hvaðan hann væri og hvert þau væru að fara næst og hvar þau hefðu stoppað í Bretlandi. Ég sá að hann var að spyrja hana og viti menn, hann spyr: Hvar býrð þú?“ segir Griffin í viðtalinu. Hann segir að hún hafi svarað því til að hún byggi í Lundúnum en ætti sumarhús bara hinum megin við hæðirnar. Þá hafi ferðamaðurinn spurt hana hvað hún hafi ferðast til svæðisins í mörg ár. „Hún sagði: Ég hef komið hingað frá því að ég var lítil stúlka, svo það eru meira en áttatíu ár. Maður gat séð hann hugsa og maðurinn segir: Fyrst þú hefur komið hingað í áttatíu ár hlýturðu að hafa hitt drottninguna,“ segir Griffin og hlær. On a weekend of Queen anecdotes, this won't be matched. Just lovely. pic.twitter.com/6z0WjUO2wn— Jake Kanter (@Jake_Kanter) June 3, 2022 Hún hafi þá svarað til. „Ég hef ekki hitt hana en Dick hérna hittir hana reglulega. Þá spyr maðurinn mig hvernig drottningin sé eiginlega,“ segir Griffin og bætir við að vegna þess hvað hann hafi starfað lengi með drottningunni hafi hann vitað að hann gæti gínast aðeins í henni. „Hún getur stundum verið dálítið geðstirð en hún er mikill grínisti,“ segist Griffin hafa svarað ferðamanninum. „Það næsta sem gerist er að maðurinn er kominn til mín, búinn að leggja höndina á öxlina á mér og áður en ég vissi af dregur hann fram myndavélina, réttir drottningunni hana og biður hana að taka mynd af okkur tveimur,“ segir Griffin og hlær. „Ég skipti nú við hana, ég tók mynd af honum með drottningunni án þess að segja nokkuð og kvöddum þau. Þá sagði drottningin við mig: Ég vildi vera fluga á vegg þegar þau sýna vinum sínum heima í Ameríku myndirnar og vonandi segir þeim einhver hver ég er.“
Kóngafólk Bretland Grín og gaman Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21 Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21
Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26
Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31