Segir að Sara Björk myndi henta leikstíl Chelsea, Man City eða Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 13:01 Sara Björk fagnar sínum öðrum Evróputitli. Jonathan Moscrop/Getty Images Reikna má með að landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir verði eftirsótt í sumar en samningur hennar við Evrópumeistara Lyon er við það að renna út. Hún segir sjálf að deildirnar í Englandi, Spáni og Þýskalandi heilli mest. Sara Björk gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð tvívegis Evrópumeistari með liðinu. Hún hóf tíma sinn þar með því að skora gegn sínu gamla félagi Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú tveimur árum síðar en hún samningslaus og má ætla að stór lið séu á höttunum á eftir landsliðsfyrirliða Íslands. Sara Björk heldur spilunum þétt að sér og hafa engin lið enn verið nefnd til sögunnar. Abdullah Abdullah, fjölmiðlamaður og leikgreinandi sem sérhæfir sig í kvennafótbolta, hefur nefnt þrjú stórlið þar sem hæfileikar Söru Bjarkar ættu að nýtast sem best. Um er að ræða Englandsmeistara Chelsea, Íslendingalið Bayern München og svo Manchester City. „Sterkur leikmaður sem hefur mikið fram að færa,“ segir Abdullah á Twitter-síðu sinni áður en hann nefnir áðurnefnd félög. Big player that has a lot to give yet. Chelsea, City, or Bayern could do well with her signature https://t.co/H49Zt8NZwp— Abdullah Abdullah (@KunAbd) June 2, 2022 Sara Björk þekkir vel til þýsku deildarinnar eftir veru sína hjá Wolfsburg. Þá gæti Bayern heillað þar sem um hálfgerða Íslendinganýlendu er að ræða. Chelsea hefur drottnað yfir enskri knattspyrnu undanfarin ár og er því augljóslega mjög spennandi kostur. Manchester City er svo að fara í gegnum ákveðna uppbyggingu og gæti verið áhugavert fyrir landsliðsfyrirliðann að taka að sér að stýra umferðinni á miðju liðsins næstu misseri. Það því nóg um að vera hjá Söru Björk sem fer með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Mótið hefst í byrjun júlí og verður áhugavert að sjá hvort Sara Björk verði búin að skrifa undir eða nýti EM til að minna stórlið álfunnar á hversu góð hún er. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
Sara Björk gekk í raðir Lyon sumarið 2020 og varð tvívegis Evrópumeistari með liðinu. Hún hóf tíma sinn þar með því að skora gegn sínu gamla félagi Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú tveimur árum síðar en hún samningslaus og má ætla að stór lið séu á höttunum á eftir landsliðsfyrirliða Íslands. Sara Björk heldur spilunum þétt að sér og hafa engin lið enn verið nefnd til sögunnar. Abdullah Abdullah, fjölmiðlamaður og leikgreinandi sem sérhæfir sig í kvennafótbolta, hefur nefnt þrjú stórlið þar sem hæfileikar Söru Bjarkar ættu að nýtast sem best. Um er að ræða Englandsmeistara Chelsea, Íslendingalið Bayern München og svo Manchester City. „Sterkur leikmaður sem hefur mikið fram að færa,“ segir Abdullah á Twitter-síðu sinni áður en hann nefnir áðurnefnd félög. Big player that has a lot to give yet. Chelsea, City, or Bayern could do well with her signature https://t.co/H49Zt8NZwp— Abdullah Abdullah (@KunAbd) June 2, 2022 Sara Björk þekkir vel til þýsku deildarinnar eftir veru sína hjá Wolfsburg. Þá gæti Bayern heillað þar sem um hálfgerða Íslendinganýlendu er að ræða. Chelsea hefur drottnað yfir enskri knattspyrnu undanfarin ár og er því augljóslega mjög spennandi kostur. Manchester City er svo að fara í gegnum ákveðna uppbyggingu og gæti verið áhugavert fyrir landsliðsfyrirliðann að taka að sér að stýra umferðinni á miðju liðsins næstu misseri. Það því nóg um að vera hjá Söru Björk sem fer með íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Mótið hefst í byrjun júlí og verður áhugavert að sjá hvort Sara Björk verði búin að skrifa undir eða nýti EM til að minna stórlið álfunnar á hversu góð hún er.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira