Salah myndi fórna verðlaunum tímabilsins til að fá að endurtaka úrslitaleikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júní 2022 22:45 Mohamed Salah á erfitt með að sætta sig við að vera næstbestur. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, segir að hann myndi fórna öllum þeim verðlaunum sem hann vann á nýliðnu tímabili til að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Salah og liðsfélagar hans þurftu að sætta sig við silfrið í Meistaradeildinni eftir 1-0 tap í úrslitaleiknum þar sem Vinicius Junior skoraði sigurmark Madrídinga. Liverpool var lengi vel í baráttu um alla þá fjóra titla sem liðinu stóð til boða. Á endanum tók liðið tvo titla, enska deildarbikarinn og FA-bikarinn, en endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Salah vann þó nokkur einstaklingsverðlaun á tímabilinu, en hann markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ásam Heung-Min Son. Þá var hann einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar og var meðal annars valinn fótboltamaður ársins af samtökum fótboltablaðamanna á Englandi. Hann var einnig valinn leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir þó að hann myndi fórna öllum þeim einstaklingsverðlaunum sem hann vann á tímabilinu fyrir það eitt að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Being recognised by the fans and by the sports journalists in the same season is something special that I will never forget. I would however give all those personal awards up for a chance at replaying that final, but that is not how football works. pic.twitter.com/vOoXZgl9MK— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Að vera heiðraður af stuðningsmönnum og íþróttablaðamönnum á sama tímabilinu er sérstakt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Egyptinn á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég myndi hins vegar fórna öllum þessum einstaklingsverðlaunum fyrir möguleikan á því að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar aftur, en þannig virkar fótboltinn víst ekki.“ Salah birti svo aðra færslu á Tittwer um það bil klukkustund síðar þar sem hann segir að þrátt fyrir það að tímabilið hafi verið langt og strangt þá sé hluti af honum sem óski þess að næsta tímabil hefjist strax á morgun. I cannot express in words how much we wanted to bring that trophy back to Liverpool but in the end we couldn’t. I cannot thank the fans enough for your support. It has been a very long season but a part of me wishes the next one starts again tomorrow. pic.twitter.com/6ECyIL0AHN— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Ég get ekki lýst því í orðum hversu mikið við vildum koma með þennan bikar heim til Liverpool, en við gátum það ekki. Ég get ekki þakkað stuðningsmönnunum nógu mikið fyrir stuðninginn. Þetta hefur verið mjög langt tímabil, en hluti af mér óskar þess að það næsta hefjist á morgun.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Salah og liðsfélagar hans þurftu að sætta sig við silfrið í Meistaradeildinni eftir 1-0 tap í úrslitaleiknum þar sem Vinicius Junior skoraði sigurmark Madrídinga. Liverpool var lengi vel í baráttu um alla þá fjóra titla sem liðinu stóð til boða. Á endanum tók liðið tvo titla, enska deildarbikarinn og FA-bikarinn, en endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Salah vann þó nokkur einstaklingsverðlaun á tímabilinu, en hann markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ásam Heung-Min Son. Þá var hann einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar og var meðal annars valinn fótboltamaður ársins af samtökum fótboltablaðamanna á Englandi. Hann var einnig valinn leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir þó að hann myndi fórna öllum þeim einstaklingsverðlaunum sem hann vann á tímabilinu fyrir það eitt að fá að endurtaka úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Being recognised by the fans and by the sports journalists in the same season is something special that I will never forget. I would however give all those personal awards up for a chance at replaying that final, but that is not how football works. pic.twitter.com/vOoXZgl9MK— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Að vera heiðraður af stuðningsmönnum og íþróttablaðamönnum á sama tímabilinu er sérstakt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Egyptinn á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég myndi hins vegar fórna öllum þessum einstaklingsverðlaunum fyrir möguleikan á því að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar aftur, en þannig virkar fótboltinn víst ekki.“ Salah birti svo aðra færslu á Tittwer um það bil klukkustund síðar þar sem hann segir að þrátt fyrir það að tímabilið hafi verið langt og strangt þá sé hluti af honum sem óski þess að næsta tímabil hefjist strax á morgun. I cannot express in words how much we wanted to bring that trophy back to Liverpool but in the end we couldn’t. I cannot thank the fans enough for your support. It has been a very long season but a part of me wishes the next one starts again tomorrow. pic.twitter.com/6ECyIL0AHN— Mohamed Salah (@MoSalah) June 2, 2022 „Ég get ekki lýst því í orðum hversu mikið við vildum koma með þennan bikar heim til Liverpool, en við gátum það ekki. Ég get ekki þakkað stuðningsmönnunum nógu mikið fyrir stuðninginn. Þetta hefur verið mjög langt tímabil, en hluti af mér óskar þess að það næsta hefjist á morgun.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Sjá meira