Arnar Þór: Verðum að virða stigið sem við fengum Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2022 21:35 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, var svekktur en á sama tíma sáttur við stigið. Vísir/Getty Arnar Þór Viðarsson sá glasið frekar hálffullt en tómt þegar hann ræddi við Viaplay eftir jafntefli Íslands og Ísraels í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. „Fyrst og fremst fannst mér leikskipulagið sem við settum upp fyrir þennan virka afar vel. Þeir eru með snögga og léttleikandi leikmenn sem erfitt er að eiga við. Við gerðum það hins vegar heilt yfir vel að mínu mati," sagði Arnar Þór. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent undir og við áttum góða kafla bæði undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun seinni hálfleiks. Við fengum bæði færi og upphlaup til þess að skora fleiri mörk, til að mynda Þórir Jóhann. Bæði ég og leikmenn liðsins erum svekktir með að hafa ekki náð í sigur en þegar litið er til þess að þeir fengu góð færi undir lok leiksins held ég að við verðum að virða stigið," sagði hann þar að auki. „Brynjar Ingi meiddist á kálfa í fyrri hálfleik og þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik. Það sást í fyrra markinu að Brynjar Ingi var ekki alveg heill og þar af leiðandi tókum við hann af velli," sagði Arnar Þór um ástæðu þess að Brynjar Ingi Bjarnason þurfti að fara af velli í hálfleik. Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska liðinu en liðið fær Albaníu í heimsókn í Laugardalinn á mánudaginn kemur. „Við erum með stóran hóp af leikmönnum á svipuðum stað á ferlinum og með svipaða styrkleika. Það getur vel verið að við sjáum ný nöfn í byrjunarliðinu þegar við mætum Albaníu á mánudaginn kemur," sagði þjálfarinn inntur að því hvort að breytinga væri að vænta á liðsskipan Íslands á milli leikja. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli Sjá meira
„Fyrst og fremst fannst mér leikskipulagið sem við settum upp fyrir þennan virka afar vel. Þeir eru með snögga og léttleikandi leikmenn sem erfitt er að eiga við. Við gerðum það hins vegar heilt yfir vel að mínu mati," sagði Arnar Þór. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent undir og við áttum góða kafla bæði undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun seinni hálfleiks. Við fengum bæði færi og upphlaup til þess að skora fleiri mörk, til að mynda Þórir Jóhann. Bæði ég og leikmenn liðsins erum svekktir með að hafa ekki náð í sigur en þegar litið er til þess að þeir fengu góð færi undir lok leiksins held ég að við verðum að virða stigið," sagði hann þar að auki. „Brynjar Ingi meiddist á kálfa í fyrri hálfleik og þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik. Það sást í fyrra markinu að Brynjar Ingi var ekki alveg heill og þar af leiðandi tókum við hann af velli," sagði Arnar Þór um ástæðu þess að Brynjar Ingi Bjarnason þurfti að fara af velli í hálfleik. Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska liðinu en liðið fær Albaníu í heimsókn í Laugardalinn á mánudaginn kemur. „Við erum með stóran hóp af leikmönnum á svipuðum stað á ferlinum og með svipaða styrkleika. Það getur vel verið að við sjáum ný nöfn í byrjunarliðinu þegar við mætum Albaníu á mánudaginn kemur," sagði þjálfarinn inntur að því hvort að breytinga væri að vænta á liðsskipan Íslands á milli leikja.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli Sjá meira