Of mörg áföll í aðdraganda síðasta EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2022 09:01 Dagný Brynjarsdóttir í baráttu við Löru Dickenmann í leik Íslands og Sviss á EM 2017. getty/Maja Hitij Dagný Brynjarsdóttir segir að ýmislegt hafi orðið þess valdandi að Ísland náði ekki markmiðum sínum á Evrópumótinu í Hollandi 2017. Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins fyrir síðasta Evrópumót enda vann Ísland sinn riðil í undankeppninni. En þegar á stóra sviðið var komið gekk illa. Íslendingar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum naumlega, fyrir Frökkum og Svisslendingum, og voru þar með úr leik. Í lokaleik riðlakeppninnar tapaði Ísland svo 3-0 fyrir Austurríki og fór heim án stiga og með markatöluna 1-6. Dagný segir að íslenska liðið hafi orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í aðdraganda síðasta EM sem hafi haft áhrif þegar á mótið var komið. Krossböndin gáfu sig „Við vorum ógeðslega góðar í undankeppninni þar sem við spiluðum 4-3-3. Svo misstum við þrjá eða fjóra leikmenn í krossbandaslit, einhverjir af þeim byrjunarliðsmenn. Ég meiddist og var meidd í fimm mánuði fyrir EM. Og Hólmfríður [Magnúsdóttir] ristarbrotnaði. Liðið breyttist rosalega mikið frá því við unnum undankeppnina og fórum á EM,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í apríl. Auk allra meiðslanna sem dundu á íslenska liðinu eignaðist Harpa Þorsteinsdóttir barn nokkrum mánuðum fyrir EM. Hún var aðalframherji Íslands á þessum tíma og enginn skoraði meira í undankeppni EM en hún, eða tíu mörk. Klippa: Dagný um síðasta EM Vegna allra þessara breyttu aðstæðna breytti Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, um leikkerfi og spilaði 3-4-3 í aðdraganda EM og á mótinu. „Ég held að fólk gleymi því svolítið að við vorum ekki alveg með sama kjarna og sömu uppstillingu og í undankeppninni. Þetta voru vonbrigði en þegar maður horfir til baka var þetta svo mikil breyting frá undankeppninni því við misstum svo marga leikmenn út,“ sagði Dagný sem sneri aftur á völlinn aðeins mánuði fyrir EM. Hún lagði upp eina mark Íslands á mótinu, fyrir Fanndísi Friðriksdóttur. „Þetta byrjaði bara fjórum mánuðum fyrir mót. Þetta voru bara of margir leikmenn sem duttu út of stuttu fyrir mót sem olli því að takturinn fór úr liðinu.“ Orkan var búin Sem fyrr sagði voru fyrstu tveir leikir Íslands á EM 2017 hnífjafnir og töpuðust með einu marki. „Við gáfum ótrúlega mikið í Frakkaleikinn. Þær fengu víti sem átti ekkert endilega að vera víti. Fyrsti leikurinn fór þannig. Svo rétt töpuðum við fyrir Sviss og gegn Austurríki vorum við eins og sprungin blaðra. Ekkert undir og allir leikmenn búnir á því. Auðvitað reyndum við að vinna en ég veit ekki hvort öll orkan, líkamleg og andleg, var búin,“ sagði Dagný. „Að mörgu leyti var frammistaðan fín í fyrstu tveimur leikjunum en úrslitin féllu ekki með okkur.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. 27. maí 2022 09:01 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. 10. apríl 2022 09:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins fyrir síðasta Evrópumót enda vann Ísland sinn riðil í undankeppninni. En þegar á stóra sviðið var komið gekk illa. Íslendingar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum naumlega, fyrir Frökkum og Svisslendingum, og voru þar með úr leik. Í lokaleik riðlakeppninnar tapaði Ísland svo 3-0 fyrir Austurríki og fór heim án stiga og með markatöluna 1-6. Dagný segir að íslenska liðið hafi orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í aðdraganda síðasta EM sem hafi haft áhrif þegar á mótið var komið. Krossböndin gáfu sig „Við vorum ógeðslega góðar í undankeppninni þar sem við spiluðum 4-3-3. Svo misstum við þrjá eða fjóra leikmenn í krossbandaslit, einhverjir af þeim byrjunarliðsmenn. Ég meiddist og var meidd í fimm mánuði fyrir EM. Og Hólmfríður [Magnúsdóttir] ristarbrotnaði. Liðið breyttist rosalega mikið frá því við unnum undankeppnina og fórum á EM,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í apríl. Auk allra meiðslanna sem dundu á íslenska liðinu eignaðist Harpa Þorsteinsdóttir barn nokkrum mánuðum fyrir EM. Hún var aðalframherji Íslands á þessum tíma og enginn skoraði meira í undankeppni EM en hún, eða tíu mörk. Klippa: Dagný um síðasta EM Vegna allra þessara breyttu aðstæðna breytti Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, um leikkerfi og spilaði 3-4-3 í aðdraganda EM og á mótinu. „Ég held að fólk gleymi því svolítið að við vorum ekki alveg með sama kjarna og sömu uppstillingu og í undankeppninni. Þetta voru vonbrigði en þegar maður horfir til baka var þetta svo mikil breyting frá undankeppninni því við misstum svo marga leikmenn út,“ sagði Dagný sem sneri aftur á völlinn aðeins mánuði fyrir EM. Hún lagði upp eina mark Íslands á mótinu, fyrir Fanndísi Friðriksdóttur. „Þetta byrjaði bara fjórum mánuðum fyrir mót. Þetta voru bara of margir leikmenn sem duttu út of stuttu fyrir mót sem olli því að takturinn fór úr liðinu.“ Orkan var búin Sem fyrr sagði voru fyrstu tveir leikir Íslands á EM 2017 hnífjafnir og töpuðust með einu marki. „Við gáfum ótrúlega mikið í Frakkaleikinn. Þær fengu víti sem átti ekkert endilega að vera víti. Fyrsti leikurinn fór þannig. Svo rétt töpuðum við fyrir Sviss og gegn Austurríki vorum við eins og sprungin blaðra. Ekkert undir og allir leikmenn búnir á því. Auðvitað reyndum við að vinna en ég veit ekki hvort öll orkan, líkamleg og andleg, var búin,“ sagði Dagný. „Að mörgu leyti var frammistaðan fín í fyrstu tveimur leikjunum en úrslitin féllu ekki með okkur.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. 27. maí 2022 09:01 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. 10. apríl 2022 09:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. 27. maí 2022 09:01
Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31
Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. 10. apríl 2022 09:00