Of mörg áföll í aðdraganda síðasta EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2022 09:01 Dagný Brynjarsdóttir í baráttu við Löru Dickenmann í leik Íslands og Sviss á EM 2017. getty/Maja Hitij Dagný Brynjarsdóttir segir að ýmislegt hafi orðið þess valdandi að Ísland náði ekki markmiðum sínum á Evrópumótinu í Hollandi 2017. Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins fyrir síðasta Evrópumót enda vann Ísland sinn riðil í undankeppninni. En þegar á stóra sviðið var komið gekk illa. Íslendingar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum naumlega, fyrir Frökkum og Svisslendingum, og voru þar með úr leik. Í lokaleik riðlakeppninnar tapaði Ísland svo 3-0 fyrir Austurríki og fór heim án stiga og með markatöluna 1-6. Dagný segir að íslenska liðið hafi orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í aðdraganda síðasta EM sem hafi haft áhrif þegar á mótið var komið. Krossböndin gáfu sig „Við vorum ógeðslega góðar í undankeppninni þar sem við spiluðum 4-3-3. Svo misstum við þrjá eða fjóra leikmenn í krossbandaslit, einhverjir af þeim byrjunarliðsmenn. Ég meiddist og var meidd í fimm mánuði fyrir EM. Og Hólmfríður [Magnúsdóttir] ristarbrotnaði. Liðið breyttist rosalega mikið frá því við unnum undankeppnina og fórum á EM,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í apríl. Auk allra meiðslanna sem dundu á íslenska liðinu eignaðist Harpa Þorsteinsdóttir barn nokkrum mánuðum fyrir EM. Hún var aðalframherji Íslands á þessum tíma og enginn skoraði meira í undankeppni EM en hún, eða tíu mörk. Klippa: Dagný um síðasta EM Vegna allra þessara breyttu aðstæðna breytti Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, um leikkerfi og spilaði 3-4-3 í aðdraganda EM og á mótinu. „Ég held að fólk gleymi því svolítið að við vorum ekki alveg með sama kjarna og sömu uppstillingu og í undankeppninni. Þetta voru vonbrigði en þegar maður horfir til baka var þetta svo mikil breyting frá undankeppninni því við misstum svo marga leikmenn út,“ sagði Dagný sem sneri aftur á völlinn aðeins mánuði fyrir EM. Hún lagði upp eina mark Íslands á mótinu, fyrir Fanndísi Friðriksdóttur. „Þetta byrjaði bara fjórum mánuðum fyrir mót. Þetta voru bara of margir leikmenn sem duttu út of stuttu fyrir mót sem olli því að takturinn fór úr liðinu.“ Orkan var búin Sem fyrr sagði voru fyrstu tveir leikir Íslands á EM 2017 hnífjafnir og töpuðust með einu marki. „Við gáfum ótrúlega mikið í Frakkaleikinn. Þær fengu víti sem átti ekkert endilega að vera víti. Fyrsti leikurinn fór þannig. Svo rétt töpuðum við fyrir Sviss og gegn Austurríki vorum við eins og sprungin blaðra. Ekkert undir og allir leikmenn búnir á því. Auðvitað reyndum við að vinna en ég veit ekki hvort öll orkan, líkamleg og andleg, var búin,“ sagði Dagný. „Að mörgu leyti var frammistaðan fín í fyrstu tveimur leikjunum en úrslitin féllu ekki með okkur.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. 27. maí 2022 09:01 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. 10. apríl 2022 09:00 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins fyrir síðasta Evrópumót enda vann Ísland sinn riðil í undankeppninni. En þegar á stóra sviðið var komið gekk illa. Íslendingar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum naumlega, fyrir Frökkum og Svisslendingum, og voru þar með úr leik. Í lokaleik riðlakeppninnar tapaði Ísland svo 3-0 fyrir Austurríki og fór heim án stiga og með markatöluna 1-6. Dagný segir að íslenska liðið hafi orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í aðdraganda síðasta EM sem hafi haft áhrif þegar á mótið var komið. Krossböndin gáfu sig „Við vorum ógeðslega góðar í undankeppninni þar sem við spiluðum 4-3-3. Svo misstum við þrjá eða fjóra leikmenn í krossbandaslit, einhverjir af þeim byrjunarliðsmenn. Ég meiddist og var meidd í fimm mánuði fyrir EM. Og Hólmfríður [Magnúsdóttir] ristarbrotnaði. Liðið breyttist rosalega mikið frá því við unnum undankeppnina og fórum á EM,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í apríl. Auk allra meiðslanna sem dundu á íslenska liðinu eignaðist Harpa Þorsteinsdóttir barn nokkrum mánuðum fyrir EM. Hún var aðalframherji Íslands á þessum tíma og enginn skoraði meira í undankeppni EM en hún, eða tíu mörk. Klippa: Dagný um síðasta EM Vegna allra þessara breyttu aðstæðna breytti Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, um leikkerfi og spilaði 3-4-3 í aðdraganda EM og á mótinu. „Ég held að fólk gleymi því svolítið að við vorum ekki alveg með sama kjarna og sömu uppstillingu og í undankeppninni. Þetta voru vonbrigði en þegar maður horfir til baka var þetta svo mikil breyting frá undankeppninni því við misstum svo marga leikmenn út,“ sagði Dagný sem sneri aftur á völlinn aðeins mánuði fyrir EM. Hún lagði upp eina mark Íslands á mótinu, fyrir Fanndísi Friðriksdóttur. „Þetta byrjaði bara fjórum mánuðum fyrir mót. Þetta voru bara of margir leikmenn sem duttu út of stuttu fyrir mót sem olli því að takturinn fór úr liðinu.“ Orkan var búin Sem fyrr sagði voru fyrstu tveir leikir Íslands á EM 2017 hnífjafnir og töpuðust með einu marki. „Við gáfum ótrúlega mikið í Frakkaleikinn. Þær fengu víti sem átti ekkert endilega að vera víti. Fyrsti leikurinn fór þannig. Svo rétt töpuðum við fyrir Sviss og gegn Austurríki vorum við eins og sprungin blaðra. Ekkert undir og allir leikmenn búnir á því. Auðvitað reyndum við að vinna en ég veit ekki hvort öll orkan, líkamleg og andleg, var búin,“ sagði Dagný. „Að mörgu leyti var frammistaðan fín í fyrstu tveimur leikjunum en úrslitin féllu ekki með okkur.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. 27. maí 2022 09:01 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. 10. apríl 2022 09:00 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. 27. maí 2022 09:01
Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31
Var tuttugu mínútum frá því að spila hundraðasta landsleikinn í nýjum skóm Dagný Brynjarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik þegar Ísland rúllaði yfir Hvíta-Rússland, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún bjóst ekki endilega við að ná þessum áfanga og litlu munaði að hún þyrfti að spila tímamótaleikinn í nýjum takkaskóm. 10. apríl 2022 09:00
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti