„Ég er á besta deiti allra tíma“ Elísabet Hanna skrifar 2. júní 2022 21:00 Hjalti og Þórhildur hafa verið saman síðan þau fóru á besta stefnumót allra tíma. Aðsend Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast. Rómantísk Í dag starfar Þórhildur sem kynningarstjóri BHM eftir að hafa starfað í fjölda ára við fjölmiðla og hefur meðal annars hlotið Blaðamannaverðlaunin. Hjalti er í markaðsdeild og einn af stofnendum Kjarnans. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Þorkelsdóttir (@thorhildurthorkels) „Ég held að við séum nokkuð góð í því að halda rómantíkinni gangandi,“ segir Hjalti en parið er í 58. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni neðst í greininni. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. B5 óvæntur staður „Hver er þetta? Ég veit ekki hver þetta er,“ segist hún hafa hugsað fyrst þegar hún sá hann á mynd í tengslum við stofnun Kjarnans og það var eitthvað sem henni leyst strax vel á. Það leið þó lengri tími þar til leiðir þeirra lágu fyrst saman á óvæntum stað. „Við sáum bara hvort annað niður í bæ á B5,“ segja þau og hlæja. Þar var Hjalti að heilsa sameiginlegri vinkonu þeirra en þau töluðu þó ekki saman í það skipti. Daginn eftir fór Þórhildur að forvitnast um þennan unga mann sem henni leyst vel á og spurði vinkonu sína hver það hafði verið sem hún hafði heilsað kvöldið áður og þá sagði vinkona hennar: „Þetta er Hjalti, hann er frábær [...] Þið eruð að fara að byrja saman,“ Þórhildur tók því nú ekki alvarlega en sendi honum í kjölfarið vinabeiðni á Facebook sem hann tók vel í. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Þorkelsdóttir (@thorhildurthorkels) Besta stefnumót allra tíma Í framhaldinu fóru þau að spjalla saman og vildu hittast en ferðalög drógu fyrsta stefnumótið töluvert. Þau töluðu mjög mikið saman á ferðalögunum þangað til þau komu loksins heim og þá var haldið beint á stefnumót daginn eftir. Það var kosningadagurinn 30. maí og því tala þau um að hafa verið saman í tvö kjörtímabil nú átta árum síðar. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Þorkelsdóttir (@thorhildurthorkels) Þau ætluðu að hittast í kaffibolla á kex skömmu eftir hádegi en enduðu á því að fá sér þó nokkra bjóra og sátu þar fram á kvöld. „Vinkona mín var að koma heim til mín og hún ætlaði að elda fyrir okkur, við ætluðum að borða saman klukkan sex“ segir Þórhildur. „Ég sendi vinkonu minni sms bara oh my god ég er á besta deiti allra tíma, ég verð örugglega sein, farð þú bara inn til mín,“ en vinkona hennar var með lykla að heimilinu. „Ég held að ég hafi verið komin heim til mín klukkan átta og þá sko rúlluðum við þangað, maturinn orðinn kaldur, vinkona mín brjáluð út í mig og við bæði blindfull,“ segir hún. „Okkur langaði ekki að stefnumótið myndi klárast,“ rifjar hún upp. Þau kvöddust eftir að hann fylgdi henni heim en hittust svo aftur síðar um kvöldið og hafa nánast verið óaðskiljanleg síðan. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Þorkelsdóttir (@thorhildurthorkels) Elskaði hraðann Þórhildur var ung þegar hún fékk fjölmiðlabakteríuna og segist fíla umhverfið, spennuna og hraðann. Hún var aðeins rúmlega tvítug þegar hún byrjaði að starfa við fagið. „Ég er ráðin inn sem sumarstarfsmaður á Vísi og svona mánuði síðar er ég farin á vaktir á Stöð 2 og um haustið sem er kannski tveim, þrem mánuðum síðar er ég orðin fastráðin á Stöð 2,“ segir hún um upphafið á fjölmiðlaferlinum sem gerðist hratt. Þar fann hún sig og naut sín í botn og starfaði um tíma einnig á RÚV. Hún segir ekkert annað vinnuumhverfi vera í sama takti og fjölmiðlar og að það hafa tekið tíma að venjast „venjulegu lífi“ eftir að hún skipti um starfsvettvang. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Þorkelsdóttir (@thorhildurthorkels) „Það er örugglega enginn fegnari en Hjalti vegna þess að þetta er náttúrulega mjög krefjandi og það breyttist náttúrulega margt þegar maður eignast barn. Þú ert í tólf tíma vaktavinnu kannski þrjá daga í röð um helgar og kvöldin og svona. Fjölskyldulega er margt þarna sem gengur ekki alveg upp.“ Hún segir það hafa verið rétta ákvörðun fyrir sig að skipta um umhverfi á þessum tímapunkti. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Þorkelsdóttir (@thorhildurthorkels) Hobby fjölmiðla nörd Í dag segist Þórhildur vera hobby fjölmiðla nörd sem átti erfitt með að slíta sig frá faginu enda sé það lífsstíll og áhugamál. Hún heldur úti hlaðvarpinu Eftirmál ásamt Nadine Guðrúnu Yaghi sem er einnig fyrrum fréttakona. Þar rifja þær upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannamáli ásamt því að fá útrás fyrir fjölmiðla áhuganum í leiðinni. View this post on Instagram A post shared by Nadine Guðru n Yaghi (@nadineyaghi) Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni þar sem þau ræða trúlofunina, ferðalögin, borgina sína Valencia, eldamennskuna sem Hjalti sér um, fjölmiðla og foreldrahlutverkið. Betri helmingurinn með Ása Fjölmiðlar Ástin og lífið Tengdar fréttir Voru á góðum stað áður en þau opnuðu hjónabandið Hjónin Þórhildur Magnúsdóttir og Kjartan Logi Ágústsson hafa valið sér óhefbundið sambandsform sem kallað er fjölástir. Þau kjósa að vera ekki einkvæn sem þýðir að þau geta átt í tilfinninga- og kynferðislegu sambandi við aðra einstaklinga utan hjónabandsins. 27. maí 2022 21:31 „Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00 Gleymdu barninu heima: „Hvar er Stefán?“ Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eiga fimm börn og lentu í því ótrúlega atviki að upplifa alvöru „Home Alone“ augnablik þegar þau voru á leiðinni upp á flugvöll. 5. maí 2022 22:00 Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Rómantísk Í dag starfar Þórhildur sem kynningarstjóri BHM eftir að hafa starfað í fjölda ára við fjölmiðla og hefur meðal annars hlotið Blaðamannaverðlaunin. Hjalti er í markaðsdeild og einn af stofnendum Kjarnans. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Þorkelsdóttir (@thorhildurthorkels) „Ég held að við séum nokkuð góð í því að halda rómantíkinni gangandi,“ segir Hjalti en parið er í 58. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni neðst í greininni. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. B5 óvæntur staður „Hver er þetta? Ég veit ekki hver þetta er,“ segist hún hafa hugsað fyrst þegar hún sá hann á mynd í tengslum við stofnun Kjarnans og það var eitthvað sem henni leyst strax vel á. Það leið þó lengri tími þar til leiðir þeirra lágu fyrst saman á óvæntum stað. „Við sáum bara hvort annað niður í bæ á B5,“ segja þau og hlæja. Þar var Hjalti að heilsa sameiginlegri vinkonu þeirra en þau töluðu þó ekki saman í það skipti. Daginn eftir fór Þórhildur að forvitnast um þennan unga mann sem henni leyst vel á og spurði vinkonu sína hver það hafði verið sem hún hafði heilsað kvöldið áður og þá sagði vinkona hennar: „Þetta er Hjalti, hann er frábær [...] Þið eruð að fara að byrja saman,“ Þórhildur tók því nú ekki alvarlega en sendi honum í kjölfarið vinabeiðni á Facebook sem hann tók vel í. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Þorkelsdóttir (@thorhildurthorkels) Besta stefnumót allra tíma Í framhaldinu fóru þau að spjalla saman og vildu hittast en ferðalög drógu fyrsta stefnumótið töluvert. Þau töluðu mjög mikið saman á ferðalögunum þangað til þau komu loksins heim og þá var haldið beint á stefnumót daginn eftir. Það var kosningadagurinn 30. maí og því tala þau um að hafa verið saman í tvö kjörtímabil nú átta árum síðar. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Þorkelsdóttir (@thorhildurthorkels) Þau ætluðu að hittast í kaffibolla á kex skömmu eftir hádegi en enduðu á því að fá sér þó nokkra bjóra og sátu þar fram á kvöld. „Vinkona mín var að koma heim til mín og hún ætlaði að elda fyrir okkur, við ætluðum að borða saman klukkan sex“ segir Þórhildur. „Ég sendi vinkonu minni sms bara oh my god ég er á besta deiti allra tíma, ég verð örugglega sein, farð þú bara inn til mín,“ en vinkona hennar var með lykla að heimilinu. „Ég held að ég hafi verið komin heim til mín klukkan átta og þá sko rúlluðum við þangað, maturinn orðinn kaldur, vinkona mín brjáluð út í mig og við bæði blindfull,“ segir hún. „Okkur langaði ekki að stefnumótið myndi klárast,“ rifjar hún upp. Þau kvöddust eftir að hann fylgdi henni heim en hittust svo aftur síðar um kvöldið og hafa nánast verið óaðskiljanleg síðan. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Þorkelsdóttir (@thorhildurthorkels) Elskaði hraðann Þórhildur var ung þegar hún fékk fjölmiðlabakteríuna og segist fíla umhverfið, spennuna og hraðann. Hún var aðeins rúmlega tvítug þegar hún byrjaði að starfa við fagið. „Ég er ráðin inn sem sumarstarfsmaður á Vísi og svona mánuði síðar er ég farin á vaktir á Stöð 2 og um haustið sem er kannski tveim, þrem mánuðum síðar er ég orðin fastráðin á Stöð 2,“ segir hún um upphafið á fjölmiðlaferlinum sem gerðist hratt. Þar fann hún sig og naut sín í botn og starfaði um tíma einnig á RÚV. Hún segir ekkert annað vinnuumhverfi vera í sama takti og fjölmiðlar og að það hafa tekið tíma að venjast „venjulegu lífi“ eftir að hún skipti um starfsvettvang. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Þorkelsdóttir (@thorhildurthorkels) „Það er örugglega enginn fegnari en Hjalti vegna þess að þetta er náttúrulega mjög krefjandi og það breyttist náttúrulega margt þegar maður eignast barn. Þú ert í tólf tíma vaktavinnu kannski þrjá daga í röð um helgar og kvöldin og svona. Fjölskyldulega er margt þarna sem gengur ekki alveg upp.“ Hún segir það hafa verið rétta ákvörðun fyrir sig að skipta um umhverfi á þessum tímapunkti. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Þorkelsdóttir (@thorhildurthorkels) Hobby fjölmiðla nörd Í dag segist Þórhildur vera hobby fjölmiðla nörd sem átti erfitt með að slíta sig frá faginu enda sé það lífsstíll og áhugamál. Hún heldur úti hlaðvarpinu Eftirmál ásamt Nadine Guðrúnu Yaghi sem er einnig fyrrum fréttakona. Þar rifja þær upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannamáli ásamt því að fá útrás fyrir fjölmiðla áhuganum í leiðinni. View this post on Instagram A post shared by Nadine Guðru n Yaghi (@nadineyaghi) Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni þar sem þau ræða trúlofunina, ferðalögin, borgina sína Valencia, eldamennskuna sem Hjalti sér um, fjölmiðla og foreldrahlutverkið.
Betri helmingurinn með Ása Fjölmiðlar Ástin og lífið Tengdar fréttir Voru á góðum stað áður en þau opnuðu hjónabandið Hjónin Þórhildur Magnúsdóttir og Kjartan Logi Ágústsson hafa valið sér óhefbundið sambandsform sem kallað er fjölástir. Þau kjósa að vera ekki einkvæn sem þýðir að þau geta átt í tilfinninga- og kynferðislegu sambandi við aðra einstaklinga utan hjónabandsins. 27. maí 2022 21:31 „Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00 Gleymdu barninu heima: „Hvar er Stefán?“ Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eiga fimm börn og lentu í því ótrúlega atviki að upplifa alvöru „Home Alone“ augnablik þegar þau voru á leiðinni upp á flugvöll. 5. maí 2022 22:00 Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Voru á góðum stað áður en þau opnuðu hjónabandið Hjónin Þórhildur Magnúsdóttir og Kjartan Logi Ágústsson hafa valið sér óhefbundið sambandsform sem kallað er fjölástir. Þau kjósa að vera ekki einkvæn sem þýðir að þau geta átt í tilfinninga- og kynferðislegu sambandi við aðra einstaklinga utan hjónabandsins. 27. maí 2022 21:31
„Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00
Gleymdu barninu heima: „Hvar er Stefán?“ Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eiga fimm börn og lentu í því ótrúlega atviki að upplifa alvöru „Home Alone“ augnablik þegar þau voru á leiðinni upp á flugvöll. 5. maí 2022 22:00