17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2022 10:40 17 löxum var landið við Urriðafoss í gær. Veiði hófst í gær við Urriðafoss í Þjórsá og þá er hið langþráða laxveiðitímabil loksins hafið. Það er alltaf spennandi að heyra fyrstu fréttir úr laxveiðiánum og því fylgjandi fara getgátur af stað um hvernig sumarið gæti orðið. Í það minnsta er ljóst að vatnsbúskapur er með hinummestu ágætum svo það lítur ekki út fyrir neitt þurrkasumar og vatnsleysi. Þá er bara spurning um hvernig göngurnar verða. Þessi fyrsti dagur við Urriðafoss skilaði 17 löxum á land en það skal tekið fram að allar stangir náðu kvóta mjög hratt og þá var skipt yfir í flugu. Skilyrðin fyrir fluguna vour samt nokkuð erfið vegna mikils litar í ánni þar sem það hefur verið mikil snjóbráð. Þetta er ljómandi opnun og setur spennu í fréttir af næstu svæðum sem opna. Stangveiði Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði
Það er alltaf spennandi að heyra fyrstu fréttir úr laxveiðiánum og því fylgjandi fara getgátur af stað um hvernig sumarið gæti orðið. Í það minnsta er ljóst að vatnsbúskapur er með hinummestu ágætum svo það lítur ekki út fyrir neitt þurrkasumar og vatnsleysi. Þá er bara spurning um hvernig göngurnar verða. Þessi fyrsti dagur við Urriðafoss skilaði 17 löxum á land en það skal tekið fram að allar stangir náðu kvóta mjög hratt og þá var skipt yfir í flugu. Skilyrðin fyrir fluguna vour samt nokkuð erfið vegna mikils litar í ánni þar sem það hefur verið mikil snjóbráð. Þetta er ljómandi opnun og setur spennu í fréttir af næstu svæðum sem opna.
Stangveiði Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði