Norska lögreglan lýsir eftir fanga sem er dæmdur fyrir tvö morð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 23:12 Millehaugen hefur frá því að hann varð fullorðinn verið reglulegur gestur fangelsa í Noregi. Norska lögreglan Norska lögreglan hefur lýst eftir fanga, sem var dæmdur fyrir tvo morð, eftir að hann skilaði sér ekki í fangelsið í Þrándheimi eftir dagsleyfi. Lýst hefur verið eftir fanganum alþjóðlega. Lögregla segir grun um að hann hafi farið til Ósló. Hinn 53 ára gamli Stig Millehaugen var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsi, þyngstu mögulegu refsingu, fyrir morðið á Mohammad „Jeddi“ Javed, leiðtoga gengisins Young Guns. Hann hefur nú afplánað tíu ár af dómnum í fangelsinu í Þrándheimi. Egil Gabrielsen fangelsisstjóri í Þrándheimi segir í samtali við fréttastofu VG að Millehaugen hafi átt að skila sér aftur klukkan þrjú að norskum tíma í dag en hafi ekki skilað sér. Stuttu eftir þrjú hafi viðvörunarbjöllur farið í gang og leit að honum hafist. Hann hefur enn ekki fundist. Gabrielsen segir að þetta sé ekki fyrsta skiptið sem Millehaugen hafi fengið að fara í dagsleyfi og þá allt gengið vel. Millehaugen stóð, samkvæmt frétt VG, ekki einn að morðinu á Javed, en Shahbaz Ahmed Dad, leiðtogi gengisins B-gang, var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að fyrirskipa Millehaugen að myrða Javed. Hér að neðan má horfa á viðtal sem tekið var við Millehaugen árið 2017. Millehaugen er góðvinur lögregluna og þetta ekki hans fyrsti fangelsisdómur. Hann hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir bílrán, innbrot og vopnuð rán. Hann hefur í öllum málum neitað sök. Millehaugen er sömuleiðis reyndur í fangelsisflótta en samkvæmt dómi frá árinu 2002 hefur Millehaugen flúið fangelsi minnst þrisvar áður. Hann braust út úr fangelsinu í Berg árið 1992, þar sem hann afplánaði dóm fyrir sérstaklega alvarlegt rán. Hann framdi svo fjölda rána á meðan hann var á flóttanum. Eftir að hann náðist á flóttanum var hann fluttur í fangelsið í Sarpsborg, hvaðan hann slapp í desember 1992. Í ágúst 1993 var hann dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa skotið og myrt Jon Arild Martinsen, fangavörð í Sarpsborgarfangelsinu, þegar hann flúði þaðan. Í október 2000 skilaði hann sér ekki úr dagsleyfi úr Ullersmo fangelsinu og var handtekinn aftur í júní 2001. Í júlí 2002 var hann ákærður fyrir tvær manndrápstilraunir með notkun skotvopns, eitt sérstaklega alvarlegt vopnað innbrot, tvö bílarán, fyrir að hafa rænt ýmsum vopnum, lögreglubúningi og lögreglubíl, fyrir að beita vopnum á hættulegan hátt, og fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot. Noregur Erlend sakamál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Hinn 53 ára gamli Stig Millehaugen var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsi, þyngstu mögulegu refsingu, fyrir morðið á Mohammad „Jeddi“ Javed, leiðtoga gengisins Young Guns. Hann hefur nú afplánað tíu ár af dómnum í fangelsinu í Þrándheimi. Egil Gabrielsen fangelsisstjóri í Þrándheimi segir í samtali við fréttastofu VG að Millehaugen hafi átt að skila sér aftur klukkan þrjú að norskum tíma í dag en hafi ekki skilað sér. Stuttu eftir þrjú hafi viðvörunarbjöllur farið í gang og leit að honum hafist. Hann hefur enn ekki fundist. Gabrielsen segir að þetta sé ekki fyrsta skiptið sem Millehaugen hafi fengið að fara í dagsleyfi og þá allt gengið vel. Millehaugen stóð, samkvæmt frétt VG, ekki einn að morðinu á Javed, en Shahbaz Ahmed Dad, leiðtogi gengisins B-gang, var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að fyrirskipa Millehaugen að myrða Javed. Hér að neðan má horfa á viðtal sem tekið var við Millehaugen árið 2017. Millehaugen er góðvinur lögregluna og þetta ekki hans fyrsti fangelsisdómur. Hann hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir bílrán, innbrot og vopnuð rán. Hann hefur í öllum málum neitað sök. Millehaugen er sömuleiðis reyndur í fangelsisflótta en samkvæmt dómi frá árinu 2002 hefur Millehaugen flúið fangelsi minnst þrisvar áður. Hann braust út úr fangelsinu í Berg árið 1992, þar sem hann afplánaði dóm fyrir sérstaklega alvarlegt rán. Hann framdi svo fjölda rána á meðan hann var á flóttanum. Eftir að hann náðist á flóttanum var hann fluttur í fangelsið í Sarpsborg, hvaðan hann slapp í desember 1992. Í ágúst 1993 var hann dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir að hafa skotið og myrt Jon Arild Martinsen, fangavörð í Sarpsborgarfangelsinu, þegar hann flúði þaðan. Í október 2000 skilaði hann sér ekki úr dagsleyfi úr Ullersmo fangelsinu og var handtekinn aftur í júní 2001. Í júlí 2002 var hann ákærður fyrir tvær manndrápstilraunir með notkun skotvopns, eitt sérstaklega alvarlegt vopnað innbrot, tvö bílarán, fyrir að hafa rænt ýmsum vopnum, lögreglubúningi og lögreglubíl, fyrir að beita vopnum á hættulegan hátt, og fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot.
Noregur Erlend sakamál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira