Birta Georgsdóttir: Við gerðum þetta saman Árni Jóhannsson skrifar 1. júní 2022 21:47 Birta Georgsdóttir (28) fagnar með liðsfélögum sínum en hún átti stórleik þegar Afturelding var lögð af velli. Vísir/Diego Það er á engan hallað þegar sagt er að Birta Georgsdóttir hafi verið maður leiksins í kvöld þegar Breiðablik lagði Aftureldingur 6-1 á Malbiksstöðinni að Varmá í kvöld. Birta skoraði eitt markanna og lagði upp þrjú fyrir liðsfélaga sína á leið liðsins að sigri í 7. umferð Bestu-deildar kvenna. Birta var spurð að því hvort þessi sigur hafi ekki verið svarið sem liðið hafi þurft eftir tap í síðustu umferð. „Jú algjörlega. Við töluðum um það fyrir leik að svara fyrir síðasta leik í kvöld og jafnvel bara síðustu leiki sem hafa ekki dottið með okkur í deildinni. Mér fannst við gera það.“ Birta var ánægð með braginn á liðinu og að sá bragur hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég myndi segja að það hafi verið allt annar bragur á liðinu okkar í kvöld en hefur verið undanfarið. Við gerðum þetta saman og keyrðum á þær, það var kraftur í okkur. Við vorum kraftmiklar í kvöld og mér fannst bara að liðsheildin hafi skilað þessu fyrir okkur.“ Mögulega var krafturinn eitthvað sem hefur vantað hjá Blikum undanfarið en Birta var meira á því að það hafi vantað upp á markaskorunina. „Mögulega hefur vantað kraftinn en aðallega bara að koma boltanum yfir línuna og vera nógu ákveðnar og grimmar inn í boxinu. Við höfum verið að skapa okkur fullt af færum en þetta hefur bara ekki dottið með okkur hingað til.“ Eins og áður hefur komið fram var frammistaða Birtu mjög góð í kvöld og var hún spurð hvort það væri ekki ánægjulegt að eiga svona leiki. „Jú ég get ekki annað en verið ánægð með svona kvöld. Ég er frekar sátt.“ Hún var þá að lokum spurð út í hvað svona frammistaða gerir fyrir sjálfstraustið í liðinu og hvernig framhaldið líti út fyrir þeim. „Þetta gerir mjög mikið fyrir sjálfstraustið hjá okkur. Við þurfum að byggja ofan á þetta og halda áfram í næstu leikjum. Auðvitað er eitthvað sem hægt er að bæta en þetta er jákvæður punktur sem hægt er að byggja ofan á, haldið áfram og ekki horft til baka úr þessu.“ Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. 1. júní 2022 22:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Sjá meira
Birta var spurð að því hvort þessi sigur hafi ekki verið svarið sem liðið hafi þurft eftir tap í síðustu umferð. „Jú algjörlega. Við töluðum um það fyrir leik að svara fyrir síðasta leik í kvöld og jafnvel bara síðustu leiki sem hafa ekki dottið með okkur í deildinni. Mér fannst við gera það.“ Birta var ánægð með braginn á liðinu og að sá bragur hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég myndi segja að það hafi verið allt annar bragur á liðinu okkar í kvöld en hefur verið undanfarið. Við gerðum þetta saman og keyrðum á þær, það var kraftur í okkur. Við vorum kraftmiklar í kvöld og mér fannst bara að liðsheildin hafi skilað þessu fyrir okkur.“ Mögulega var krafturinn eitthvað sem hefur vantað hjá Blikum undanfarið en Birta var meira á því að það hafi vantað upp á markaskorunina. „Mögulega hefur vantað kraftinn en aðallega bara að koma boltanum yfir línuna og vera nógu ákveðnar og grimmar inn í boxinu. Við höfum verið að skapa okkur fullt af færum en þetta hefur bara ekki dottið með okkur hingað til.“ Eins og áður hefur komið fram var frammistaða Birtu mjög góð í kvöld og var hún spurð hvort það væri ekki ánægjulegt að eiga svona leiki. „Jú ég get ekki annað en verið ánægð með svona kvöld. Ég er frekar sátt.“ Hún var þá að lokum spurð út í hvað svona frammistaða gerir fyrir sjálfstraustið í liðinu og hvernig framhaldið líti út fyrir þeim. „Þetta gerir mjög mikið fyrir sjálfstraustið hjá okkur. Við þurfum að byggja ofan á þetta og halda áfram í næstu leikjum. Auðvitað er eitthvað sem hægt er að bæta en þetta er jákvæður punktur sem hægt er að byggja ofan á, haldið áfram og ekki horft til baka úr þessu.“
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. 1. júní 2022 22:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Sjá meira
Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. 1. júní 2022 22:00