Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-Breiðablik 1-6 | Bikarmeistararnir gerðu góða fer í Mosó Árni Jóhannsson skrifar 1. júní 2022 22:00 Leikmenn Breiðabliks fagna einu af mörkum liðsins í kvöld Vísir/Diego Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. Leikurinn fór hægt af stað en bæði lið reyndu að finna taktinn í sínum leik fyrstu mínúturnar en eftir það sáu flestir í hvað stefndi. Breiðablik hélt boltanum vel innan liðsins og reyndi síðan að sprengja upp með stungusendingum eða fyrirgjöfum. Afturelding reyndi fyrst um sinn að skapa sér færi með skyndisóknum en hafði ekki erindi sem erfiði. Blikar náðu að nýta færi sín tvisvar í fyrri hálfleik en á áttundu mínútu lyfti Birta Georgsdóttir boltanum yfir varnarlínu heimakvenna og Taylor Marie Ziemer var í nægu plássi til að taka við boltanum, koma honum fyrir fætur sínar og lúðra honum í nærhornið. Skotið var næsta óverjandi og Blikar komnar á bragðið. Aftur dró til tíðinda á 23. mínútu þegar Birta skoraði mark. Áslaug Munda komst þá upp að endamörkum vinstra megin og fyrirgjöfin var föst og á fjærstöng þar sem Birta var mætt til að pota boltanum inn í mark heimakvenna. Gestirnir komnar 2-0 yfir en það var einmitt staðan í hálfleik þó að Blikar hafi átt mörg ákjósanleg færi sem hægt er að lesa um í textalýsingunni. Í seinni hálfleik komu heimakonur mikið ákveðnari út. Gerð var tvöföld breyting og náðu þær að þjarma örlítið að Blikum á fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Út frá hornspyrnu skapaðist færi sem Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði. Boltanum var spyrnt upp í loftið eftir að hafa verið hreinsaður í burtu og í staðinn fyrir að eiga við boltann þá leyfði Heiðdís Lillýardóttir boltanum að skoppa í teignum. Hildur Karítas kom sér í boltann og náði að setja ennið í boltainn og stýrði honum framhjá Telmu í markinu. Hefðu aðdáendur Aftureldingar að eldur myndi kveikna út frá þessum neista þá var það rangt því tveimur mínútum síðar juku Blikar forskot sitt aftur í tvö mörk. Þar var að verki Natasha Moraa Anasi sem stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu en hún var alveg ein og óvölduð í markteignum. Eftir þetta gengu Blikar á lagið og kraftur sem fylgdi varamönnum þeirra varð til þess að þrjú mörk í viðbót litu dagsins ljós. Fyrst var að verki Anna Petryk sem fann sig aleina á teig Aftureldingar eftir fyrirgjöf og var það auðvelt verk að setja boltann yfir línuna. Alexandra Jóhannsdóttir var svo næst á sviðið en eftir hornspyrnu frá Birtu Georgsdóttur skallaði hún boltann í netið af stuttu færi. Síðasti naglinn var svo rekinn í kistu Mosfellinga þegar Clara Sigurðardóttir tók við sendingu frá Birtu til að ýta boltanum yfir línuna. Seinasta markið kom á 88. mínútu og bjuggust flestir við því að leikurinn myndi fjara út hægt og rólega en annað koma á daginn. Brotið virtist á leikmanni Aftureldingar en ekkert dæmt. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen var ekki par hrifin af því og brúkaði munn við dómara leiksins sem sá sig knúinn til að lyfta gulu spjaldi en það var annað gula spjald Sólveigar. Einhverjir vilja meina að þetta hafi verið algjör óþarfi að senda hana í sturtu en það varð raunina samt sem áður. Afhverju vann Breiðablik? Ætli það sé ekki hægt að skrifa það á að það eru betri fótboltakonur í Breiðablik. Þær náðu núna að nýta færin sem sköpuðust og unnu öruggan sigur. Hvað gekk vel? Blikum gekk vel að skora í kvöld og halda boltanum innan liðsins. Aftureldingu gekk vel að verjast á löngum köflum og í seinni hálfleik sýndu þær áræðni og þor að sækja á Blikana og skapaðist nokkrum sinnum usli á varnarhelming gestanna. Best á vellinum? Birta Georgsdóttir hlýtur nafnbótina maður leiksins. Birta skoraði eitt mark og lagði upp þrjú ásamt því að skapa reglulega hættu með hlaupum sínum upp kantinn og sendingum fyrir. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir átti líka flottan leik hinum megin en hún lagði upp tvö mörk og skapaði hættu úr bakvarðastöðunni. Hvað næst? Breiðablik getur farið að líta fram á veginn en byrjun þeirra var sú versta í 11 ár eftir fyrstu sex leikina. Birta Georgsdóttir talaði um það í viðtali að nú þyrfti að líta fram á veginn og er það örugglega ekki nokkur spurning að það verði svo. Afturelding hefur alveg sýnt það að þær vilji og geti spilað fínan bolta en það þarf að fara að skila stigum því annars eru þær á leið niður aftur. Blikar fá Selfyssingar í heimsókn í næstu umferð og á meðan Afturelding fer í heimsókn á Hlíðarenda og keppir við Val. Alexander Aron Davorsson: Mér myndi leiðast það að liggja til baka og reyna að ná í úrslti þannig Alexander Aron Davorsson hugsi yfir stöðu mála.Vísir/Diego Þjálfari Aftureldingar, Alexander Aron Davorsson, var sammála því að tapið hafi verið helst til of stórt en gat verið ánægður með það hvernig hans konur komu út í seinni hálfleikinn og sýndu fínan leik. „Já full stórt. Við fengum tvö mörk á okkur snemma en komum út í seinni hálfleikinn og keyrum upp sóknarleikinn. Komumst inn í leikinn en Blikar eru virkilega góðar og setja á okkur fjögur mörk í seinni hálfleik en það er bara eins og það er.“ Alexander var þá spurður að því hvort honum hafi fundist mörkin sem hans lið fékk á sig hafa verið eilítið of einföld. „Já mér fannst það en svo er það bara þannig að einstaklingsgæðin í Breiðblik eru mikil. Ég var samt ánægður með það að við erum ekki að liggja til baka, við erum að reyna að keyra á þetta og reyna að spila fótbolta. Ég horfi á þetta þannig að maður hefur engu að tapa. Mér myndi leiðast það að liggja til baka og reyna að ná í úrslti þannig. Ég myndi aldrei þjálfa þannig og ég er ánægður með liðið að það kýli á þetta.“ En hvar sér Alexander tækifæri til að bæta sig þannig að stigin fari að koma í pokann? „Það vantar voða lítið upp á. Það þarf að hafa trú á verkefninu og keyra á hvern leik fyrir sig. Þetta fer að detta en auðvitað þarf að laga ýmislegt sem kemur bara með tímanum.“ Í lok leiks var Sólveig Jóhannesdóttir Larsen rekin af velli og var Alexander beðinn um að varpa ljósi á hvað gerðist. Hann var samt var um sig en hann er nýbúinn að koma sér í vandræði fyrir ummæli um dómara. „Ég ætla nú ekki að tjá mig meira um dómgæsluna. Ég fékk kæru á mig eftir Stjörnuleikinn þannig að ég segi bara við dómarana takk fyrir að mæta á svæðið og nenna að dæma. Það þarf einhver að vera í þessu. Bara takk fyrir að mæta. Ég er allavega ánægður með að þeir hafi mætt á svæðið.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvað hann myndi segja við stelpurnar sínar eftir leik. „Ég segi bara að ég sé stoltur af þeim fyrir að mæta út í seinni hálfleikinn með kassann uppi og reyna að gera eitthvað í staðinn fyrir að reyna að tapa ekki of stórt. Ég mun bara hrósa þeim.“ Besta deild kvenna Breiðablik Afturelding
Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ í kvöld þegar þær mættu Aftureldingu í 7. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-6 fyrir Blika sem fara í 12 stig fyrir vikið og lyfta sér upp í efri helming deildarinnar. Leikurinn fór hægt af stað en bæði lið reyndu að finna taktinn í sínum leik fyrstu mínúturnar en eftir það sáu flestir í hvað stefndi. Breiðablik hélt boltanum vel innan liðsins og reyndi síðan að sprengja upp með stungusendingum eða fyrirgjöfum. Afturelding reyndi fyrst um sinn að skapa sér færi með skyndisóknum en hafði ekki erindi sem erfiði. Blikar náðu að nýta færi sín tvisvar í fyrri hálfleik en á áttundu mínútu lyfti Birta Georgsdóttir boltanum yfir varnarlínu heimakvenna og Taylor Marie Ziemer var í nægu plássi til að taka við boltanum, koma honum fyrir fætur sínar og lúðra honum í nærhornið. Skotið var næsta óverjandi og Blikar komnar á bragðið. Aftur dró til tíðinda á 23. mínútu þegar Birta skoraði mark. Áslaug Munda komst þá upp að endamörkum vinstra megin og fyrirgjöfin var föst og á fjærstöng þar sem Birta var mætt til að pota boltanum inn í mark heimakvenna. Gestirnir komnar 2-0 yfir en það var einmitt staðan í hálfleik þó að Blikar hafi átt mörg ákjósanleg færi sem hægt er að lesa um í textalýsingunni. Í seinni hálfleik komu heimakonur mikið ákveðnari út. Gerð var tvöföld breyting og náðu þær að þjarma örlítið að Blikum á fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Út frá hornspyrnu skapaðist færi sem Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði. Boltanum var spyrnt upp í loftið eftir að hafa verið hreinsaður í burtu og í staðinn fyrir að eiga við boltann þá leyfði Heiðdís Lillýardóttir boltanum að skoppa í teignum. Hildur Karítas kom sér í boltann og náði að setja ennið í boltainn og stýrði honum framhjá Telmu í markinu. Hefðu aðdáendur Aftureldingar að eldur myndi kveikna út frá þessum neista þá var það rangt því tveimur mínútum síðar juku Blikar forskot sitt aftur í tvö mörk. Þar var að verki Natasha Moraa Anasi sem stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu en hún var alveg ein og óvölduð í markteignum. Eftir þetta gengu Blikar á lagið og kraftur sem fylgdi varamönnum þeirra varð til þess að þrjú mörk í viðbót litu dagsins ljós. Fyrst var að verki Anna Petryk sem fann sig aleina á teig Aftureldingar eftir fyrirgjöf og var það auðvelt verk að setja boltann yfir línuna. Alexandra Jóhannsdóttir var svo næst á sviðið en eftir hornspyrnu frá Birtu Georgsdóttur skallaði hún boltann í netið af stuttu færi. Síðasti naglinn var svo rekinn í kistu Mosfellinga þegar Clara Sigurðardóttir tók við sendingu frá Birtu til að ýta boltanum yfir línuna. Seinasta markið kom á 88. mínútu og bjuggust flestir við því að leikurinn myndi fjara út hægt og rólega en annað koma á daginn. Brotið virtist á leikmanni Aftureldingar en ekkert dæmt. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen var ekki par hrifin af því og brúkaði munn við dómara leiksins sem sá sig knúinn til að lyfta gulu spjaldi en það var annað gula spjald Sólveigar. Einhverjir vilja meina að þetta hafi verið algjör óþarfi að senda hana í sturtu en það varð raunina samt sem áður. Afhverju vann Breiðablik? Ætli það sé ekki hægt að skrifa það á að það eru betri fótboltakonur í Breiðablik. Þær náðu núna að nýta færin sem sköpuðust og unnu öruggan sigur. Hvað gekk vel? Blikum gekk vel að skora í kvöld og halda boltanum innan liðsins. Aftureldingu gekk vel að verjast á löngum köflum og í seinni hálfleik sýndu þær áræðni og þor að sækja á Blikana og skapaðist nokkrum sinnum usli á varnarhelming gestanna. Best á vellinum? Birta Georgsdóttir hlýtur nafnbótina maður leiksins. Birta skoraði eitt mark og lagði upp þrjú ásamt því að skapa reglulega hættu með hlaupum sínum upp kantinn og sendingum fyrir. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir átti líka flottan leik hinum megin en hún lagði upp tvö mörk og skapaði hættu úr bakvarðastöðunni. Hvað næst? Breiðablik getur farið að líta fram á veginn en byrjun þeirra var sú versta í 11 ár eftir fyrstu sex leikina. Birta Georgsdóttir talaði um það í viðtali að nú þyrfti að líta fram á veginn og er það örugglega ekki nokkur spurning að það verði svo. Afturelding hefur alveg sýnt það að þær vilji og geti spilað fínan bolta en það þarf að fara að skila stigum því annars eru þær á leið niður aftur. Blikar fá Selfyssingar í heimsókn í næstu umferð og á meðan Afturelding fer í heimsókn á Hlíðarenda og keppir við Val. Alexander Aron Davorsson: Mér myndi leiðast það að liggja til baka og reyna að ná í úrslti þannig Alexander Aron Davorsson hugsi yfir stöðu mála.Vísir/Diego Þjálfari Aftureldingar, Alexander Aron Davorsson, var sammála því að tapið hafi verið helst til of stórt en gat verið ánægður með það hvernig hans konur komu út í seinni hálfleikinn og sýndu fínan leik. „Já full stórt. Við fengum tvö mörk á okkur snemma en komum út í seinni hálfleikinn og keyrum upp sóknarleikinn. Komumst inn í leikinn en Blikar eru virkilega góðar og setja á okkur fjögur mörk í seinni hálfleik en það er bara eins og það er.“ Alexander var þá spurður að því hvort honum hafi fundist mörkin sem hans lið fékk á sig hafa verið eilítið of einföld. „Já mér fannst það en svo er það bara þannig að einstaklingsgæðin í Breiðblik eru mikil. Ég var samt ánægður með það að við erum ekki að liggja til baka, við erum að reyna að keyra á þetta og reyna að spila fótbolta. Ég horfi á þetta þannig að maður hefur engu að tapa. Mér myndi leiðast það að liggja til baka og reyna að ná í úrslti þannig. Ég myndi aldrei þjálfa þannig og ég er ánægður með liðið að það kýli á þetta.“ En hvar sér Alexander tækifæri til að bæta sig þannig að stigin fari að koma í pokann? „Það vantar voða lítið upp á. Það þarf að hafa trú á verkefninu og keyra á hvern leik fyrir sig. Þetta fer að detta en auðvitað þarf að laga ýmislegt sem kemur bara með tímanum.“ Í lok leiks var Sólveig Jóhannesdóttir Larsen rekin af velli og var Alexander beðinn um að varpa ljósi á hvað gerðist. Hann var samt var um sig en hann er nýbúinn að koma sér í vandræði fyrir ummæli um dómara. „Ég ætla nú ekki að tjá mig meira um dómgæsluna. Ég fékk kæru á mig eftir Stjörnuleikinn þannig að ég segi bara við dómarana takk fyrir að mæta á svæðið og nenna að dæma. Það þarf einhver að vera í þessu. Bara takk fyrir að mæta. Ég er allavega ánægður með að þeir hafi mætt á svæðið.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvað hann myndi segja við stelpurnar sínar eftir leik. „Ég segi bara að ég sé stoltur af þeim fyrir að mæta út í seinni hálfleikinn með kassann uppi og reyna að gera eitthvað í staðinn fyrir að reyna að tapa ekki of stórt. Ég mun bara hrósa þeim.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti