Segir sprengjuhótunina hafa verið yfir strikið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 15:30 Harry Maguire átti erfitt uppdráttar á nýafstöðnu tímabili. AP Photo/Jon Super Harry Maguire, varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir að hann geti vel tekið gagnrýni á eigin frammistöðu en að það hafi verið farið yfir strikið þegar sprengjuhótun barst á heimili hans fyrr á þessu ári. Í apríl þurfti lögreglan að grandskoða heimili Maguire, þar sem hann býr með unnustu sinni og tveimur ungum börnum, eftir að sprengjuhótun barst. „Ég get höndlað það að fólk sé að gagnrýna mig og segja að ég þurfi að bæta leik minn. Það er hins vegar lína þar sem þetta verður persónulegt. Við erum mannleg og ég á fjölskyldu,“ sagði Maguire í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Gagnrýnin hefur ekki mikil áhrif á mig en sprengjuhótun, hún snýr að fjölskyldunni minni. Ég er bara glaður að börnin mín eru á þeim aldri að þau geta ekki lesið neitt um þetta eða séð þetta í fréttunum.“ „Það væri aðeins erfiðara ef þau gætu lesið um hvað gekk á og heyrt talað um það í skólanum eða út á götu.“ Maguire viðurkenndi að tímabilið hefði ekki verið gott og fór ekkert í grafgötur með það. Hann segir að hann sjálfur sé enn sinn helsti gagnrýndi „þó það séu margir gagnrýnendur þarna úti.“ Harry Maguire says he can accept criticism of his performances but a line was crossed when he received a bomb threat earlier this year.Read more #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 1, 2022 „Ég reyni að bæta mig á hverjum degi. Ef þú ætlar að vera við toppinn á 10-15 ára ferli þá munu koma hæðir og lægðir,“ sagði Maguire að endingu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 29 ára gamla miðvarðar. Talið er að Maguire henti illa leikstíl Erik ten Hag, nýs þjálfara Man Utd, og þá er talið að miðvörðurinn gæti misst fyrirliðabandið er liðið hefur undirbúning fyrir næsta tímabil. Enski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira
Í apríl þurfti lögreglan að grandskoða heimili Maguire, þar sem hann býr með unnustu sinni og tveimur ungum börnum, eftir að sprengjuhótun barst. „Ég get höndlað það að fólk sé að gagnrýna mig og segja að ég þurfi að bæta leik minn. Það er hins vegar lína þar sem þetta verður persónulegt. Við erum mannleg og ég á fjölskyldu,“ sagði Maguire í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. „Gagnrýnin hefur ekki mikil áhrif á mig en sprengjuhótun, hún snýr að fjölskyldunni minni. Ég er bara glaður að börnin mín eru á þeim aldri að þau geta ekki lesið neitt um þetta eða séð þetta í fréttunum.“ „Það væri aðeins erfiðara ef þau gætu lesið um hvað gekk á og heyrt talað um það í skólanum eða út á götu.“ Maguire viðurkenndi að tímabilið hefði ekki verið gott og fór ekkert í grafgötur með það. Hann segir að hann sjálfur sé enn sinn helsti gagnrýndi „þó það séu margir gagnrýnendur þarna úti.“ Harry Maguire says he can accept criticism of his performances but a line was crossed when he received a bomb threat earlier this year.Read more #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) June 1, 2022 „Ég reyni að bæta mig á hverjum degi. Ef þú ætlar að vera við toppinn á 10-15 ára ferli þá munu koma hæðir og lægðir,“ sagði Maguire að endingu. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hins 29 ára gamla miðvarðar. Talið er að Maguire henti illa leikstíl Erik ten Hag, nýs þjálfara Man Utd, og þá er talið að miðvörðurinn gæti misst fyrirliðabandið er liðið hefur undirbúning fyrir næsta tímabil.
Enski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira