Di Maria leggur landsliðsskóna á hilluna eftir HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2022 19:30 Ángel Di María er fjórði leikjahæsti leikmaður argentínska landsliðsins frá upphafi. DAX Images/BSR Agency/Getty Images Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María ætlar sér að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Þessi 34 ára leikmaður greindi sjálfur frá tíðindunum á blaðamannafundi argentínska landsliðsins í gær. Argentína mætir Ítalíu á Wembley á morgun í hálfgerðu uppgjöri Suður-Ameríkumeistaranna og Evrópumeistaranna sem kallast Finalissima. Di María á að baki 121 leik fyrir argentínska landsliðið sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Í þessum leikjum hefur hann skorað 24 mörk, en aðeins sex leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir liðið. „Eftir þetta heimsmeistaramót er minn tími kominn,“ sagði Di María. „Það er fullt af ungum leikmönnum sem geta spilað með landsliðinu og þeir eru smátt og smátt að verða betri og munu sýna að þeir geta spilað á þessu stigi.“ Ángel Di María hefur leikið með franska stórveldinu PSG frá árinu 2015, en er á förum frá félaginu í sumar. Hann hefur þó ekki enn ákveðið hvar hann mun spila á næsta tímabili. Á ferli sínum hefur leikmaðurinn einnig leikið með liðum á borð við Manchester United, Real Madrid og Benfica. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Þessi 34 ára leikmaður greindi sjálfur frá tíðindunum á blaðamannafundi argentínska landsliðsins í gær. Argentína mætir Ítalíu á Wembley á morgun í hálfgerðu uppgjöri Suður-Ameríkumeistaranna og Evrópumeistaranna sem kallast Finalissima. Di María á að baki 121 leik fyrir argentínska landsliðið sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Í þessum leikjum hefur hann skorað 24 mörk, en aðeins sex leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir liðið. „Eftir þetta heimsmeistaramót er minn tími kominn,“ sagði Di María. „Það er fullt af ungum leikmönnum sem geta spilað með landsliðinu og þeir eru smátt og smátt að verða betri og munu sýna að þeir geta spilað á þessu stigi.“ Ángel Di María hefur leikið með franska stórveldinu PSG frá árinu 2015, en er á förum frá félaginu í sumar. Hann hefur þó ekki enn ákveðið hvar hann mun spila á næsta tímabili. Á ferli sínum hefur leikmaðurinn einnig leikið með liðum á borð við Manchester United, Real Madrid og Benfica.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira