Nei eða já: „Ég var andvaka yfir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2022 11:01 Stephen Curry er kominn með Golden State Warriors í úrslit NBA-deildarinnar. Getty Stærsta fullyrðingin sem sett var fram í liðnum skemmtilega „Nei eða já“, í körfuboltaþættinum Lögmál leiksins í gærkvöld, var sú að Steph Curry væri búinn að eiga betri feril en Kevin Durant. „Þið voruð andvaka yfir leiknum [oddaleik Boston og Miami], ég var andvaka yfir þessu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um fyrstu fullyrðinguna. Niðurstaða hans var þó sú að Curry, sem kominn er í úrslit NBA-deildarinnar með Golden State Warriors, væri búinn að afreka meira en Durant. „Mér finnst þetta mjög erfitt. Báðir hafa átt stórkostlega ferla. En ég er alltaf að predika að maður eigi að vera „vinningsmiðaður“. Því meira sem þú vinnur því meiri virðingu áttu skilið, hvort sem það er að vera alltaf með frábær lið á „regular season“ eða vinna titla, og Steph Curry gerir bæði, alltaf,“ sagði Sigurður en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson voru honum sammála: „Ég er sammála og það er akkúrat þetta ár [sem kemur Curry yfir]. Seinni hluti ferilsins hjá Steph Curry er að þróast í svo mikið jákvæðari átt en hjá Kevin Durant. Ef að þær eru réttar þessar fréttir frá Brooklyn um að hann sé að reyna að losa sig í burtu og hafi ekki heyrt í Sean Marks síðan í síðasta mánuði þá er það rosalega alvarlegt – ef hann ætlar að fara að losa sig í burtu enn og aftur. Þá er hann búinn að eiga rosaleg gloppóttan feril sem mun ekkert koma rosalega vel út í sögunni. Hann endar klárlega í topp 20 allra tíma, eða mögulega topp 15, en ég held að Steph Curry eigi séns á að enda ofar og hvað þá ef hann klárar þennan titil í ár,“ sagði Hörður. Afrekaði það að breyta leiknum Tómas benti svo á hvernig Curry hefði í rauninni breytt íþróttinni: „Hann er líka með það „legacy“ að hafa nánast breytt leiknum upp á eigin spýtur. Þetta þriggja stiga dæmi sem kom í kjölfar hans,“ sagði Tómas. „Það er skemmtilegt við þetta að Steph Curry breytti leiknum í „þriggja stiga leik“ en Kevin Durant, ásamt kannski tveimur öðrum, er sá sem hefur haldið virði „miðfærisins“ lifandi í þriggja stiga byltingunni,“ sagði Sigurður. Fleiri mál voru á dagskrá eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan og voru þessar fullyrðingar einnig ræddar: Deandre Ayton verður leikmaður Phoenix Suns á næsta tímabili Demar Derozan mun eiga svipað gott tímabil aftur Tim Connelly til Úlfanna mun skipta máli fyrir Wolves og Nuggets NBA Körfubolti Lögmál leiksins Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
„Þið voruð andvaka yfir leiknum [oddaleik Boston og Miami], ég var andvaka yfir þessu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um fyrstu fullyrðinguna. Niðurstaða hans var þó sú að Curry, sem kominn er í úrslit NBA-deildarinnar með Golden State Warriors, væri búinn að afreka meira en Durant. „Mér finnst þetta mjög erfitt. Báðir hafa átt stórkostlega ferla. En ég er alltaf að predika að maður eigi að vera „vinningsmiðaður“. Því meira sem þú vinnur því meiri virðingu áttu skilið, hvort sem það er að vera alltaf með frábær lið á „regular season“ eða vinna titla, og Steph Curry gerir bæði, alltaf,“ sagði Sigurður en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson voru honum sammála: „Ég er sammála og það er akkúrat þetta ár [sem kemur Curry yfir]. Seinni hluti ferilsins hjá Steph Curry er að þróast í svo mikið jákvæðari átt en hjá Kevin Durant. Ef að þær eru réttar þessar fréttir frá Brooklyn um að hann sé að reyna að losa sig í burtu og hafi ekki heyrt í Sean Marks síðan í síðasta mánuði þá er það rosalega alvarlegt – ef hann ætlar að fara að losa sig í burtu enn og aftur. Þá er hann búinn að eiga rosaleg gloppóttan feril sem mun ekkert koma rosalega vel út í sögunni. Hann endar klárlega í topp 20 allra tíma, eða mögulega topp 15, en ég held að Steph Curry eigi séns á að enda ofar og hvað þá ef hann klárar þennan titil í ár,“ sagði Hörður. Afrekaði það að breyta leiknum Tómas benti svo á hvernig Curry hefði í rauninni breytt íþróttinni: „Hann er líka með það „legacy“ að hafa nánast breytt leiknum upp á eigin spýtur. Þetta þriggja stiga dæmi sem kom í kjölfar hans,“ sagði Tómas. „Það er skemmtilegt við þetta að Steph Curry breytti leiknum í „þriggja stiga leik“ en Kevin Durant, ásamt kannski tveimur öðrum, er sá sem hefur haldið virði „miðfærisins“ lifandi í þriggja stiga byltingunni,“ sagði Sigurður. Fleiri mál voru á dagskrá eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan og voru þessar fullyrðingar einnig ræddar: Deandre Ayton verður leikmaður Phoenix Suns á næsta tímabili Demar Derozan mun eiga svipað gott tímabil aftur Tim Connelly til Úlfanna mun skipta máli fyrir Wolves og Nuggets
NBA Körfubolti Lögmál leiksins Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn