Mark Hlínar dugði ekki til í dramatískum Íslendingaslag Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 19:16 Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar höfðu betur þrátt fyrir mark Hlínar seint í leiknum. Twitter @fotbollskanal Tveir leikir fóru fram í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í kvöld er 11. umferð deildarinnar kláraðist. Þrír Íslendingar komu við sögu og komst ein á blað. Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tók á móti Piteå í Íslendingaslag, en Hlín Eiríksdóttir byrjaði einnig hjá síðarnefnda liðinu. Fyrirfram hefði mátt flokka leikinn sem formsatriði fyrir taplaust lið Rosengård sem gat farið á topp deildarinnar með sigri. Piteå náði að halda aftur af heimakonum í 62 mínútur áður en stíflan brast. Lítill uppgjafartónn var í gestunum og tókst Hlín Eiríksdóttur að jafna metin á 81. mínútu. Allt virtist stefna í jafntefli liðanna en framherjinn Stefanie-Antonia Sanders frá Þýskalandi skoraði sigurmark Rosengård í uppbótartíma. Með 2-1 sigri sínum komst Rosengård upp fyrir Linköping á topp deildarinnar, en Linköping hafði komist á toppinn með sigri á Häcken um helgina. Rosengård er með 27 stig á toppi deildarinnar, tveimur fyrir ofan Linköping. Piteå er aftur á móti með 14 stig í 9. sæti, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið. Þægilegt hjá Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir var með þær Amöndu Andradóttur og Emelíu Óskardóttur báðar á varamannabekknum hjá Rosengård sem heimsótti Umeå. Kristianstad var með 1-0 forystu í leikhléi eftir mark varnarmannsins Miu Carlsson sem skoraði eftir hornspyrnu á 38. mínútu. Hin kanadíska Gabrielle Carle skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir félagið er hún gulltryggði 2-0 sigur Kristianstad tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Amanda kom inn af bekknum á 83. mínútu í leiknum. Sigur Kristianstad kemur liðinu upp fyrir Eskiltuna í 5. sæti deildarinnar með 21 stig, stigi frá Vittsjö sem er sæti ofar og aðeins tveimur á eftir Häcken í 3. sætinu. Umeå er í 12. sæti, umspilssæti fyrir falli, með sjö stig, stigi fyrir ofan Brommopojkarna sem er með sex stig í efra fallsæti deildarinnar. Sænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tók á móti Piteå í Íslendingaslag, en Hlín Eiríksdóttir byrjaði einnig hjá síðarnefnda liðinu. Fyrirfram hefði mátt flokka leikinn sem formsatriði fyrir taplaust lið Rosengård sem gat farið á topp deildarinnar með sigri. Piteå náði að halda aftur af heimakonum í 62 mínútur áður en stíflan brast. Lítill uppgjafartónn var í gestunum og tókst Hlín Eiríksdóttur að jafna metin á 81. mínútu. Allt virtist stefna í jafntefli liðanna en framherjinn Stefanie-Antonia Sanders frá Þýskalandi skoraði sigurmark Rosengård í uppbótartíma. Með 2-1 sigri sínum komst Rosengård upp fyrir Linköping á topp deildarinnar, en Linköping hafði komist á toppinn með sigri á Häcken um helgina. Rosengård er með 27 stig á toppi deildarinnar, tveimur fyrir ofan Linköping. Piteå er aftur á móti með 14 stig í 9. sæti, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið. Þægilegt hjá Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir var með þær Amöndu Andradóttur og Emelíu Óskardóttur báðar á varamannabekknum hjá Rosengård sem heimsótti Umeå. Kristianstad var með 1-0 forystu í leikhléi eftir mark varnarmannsins Miu Carlsson sem skoraði eftir hornspyrnu á 38. mínútu. Hin kanadíska Gabrielle Carle skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir félagið er hún gulltryggði 2-0 sigur Kristianstad tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Amanda kom inn af bekknum á 83. mínútu í leiknum. Sigur Kristianstad kemur liðinu upp fyrir Eskiltuna í 5. sæti deildarinnar með 21 stig, stigi frá Vittsjö sem er sæti ofar og aðeins tveimur á eftir Häcken í 3. sætinu. Umeå er í 12. sæti, umspilssæti fyrir falli, með sjö stig, stigi fyrir ofan Brommopojkarna sem er með sex stig í efra fallsæti deildarinnar.
Sænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira