Svindlaði á stelpunum okkar en fær ekki að mæta þeim aftur vegna ósættis Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 23:01 Amandine Henry í baráttu við Söru Björk Gunnarsdóttur á EM í Hollandi 2017 þar sem Henry fiskaði vítaspyrnu sem tryggði Frökkum 1-0 sigur. Getty/Dean Mouhtaropoulos Þrátt fyrir að hafa spilað og skorað í sigri Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir rúmri viku er Amandine Henry ekki í franska landsliðshópnum sem mætir Íslandi á EM í Englandi í sumar. Franski fjölmiðillinn L‘Equipe segir þetta ekki koma á óvart í ljósi sambandsins á milli Henry og landsliðsþjálfarans Corinne Diacre en stirt hefur verið á milli þeirra síðustu tvö ár og Henry sent þjálfaranum tóninn. Þar með verður ekkert af því að Henry mæti Íslandi aftur á EM líkt og á EM í Hollandi árið 2017, þegar hún dýfði sér eftirminnilega í grasið til þess að fiska vítaspyrnu fyrir Frakka. Úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný Brynjarsdóttir var liðsfélagi Henry um þetta leyti, hjá Portland Thorns, og sagði Henry síðar hafa viðurkennt að hafa svindlað. Auk Henry er Le Sommer sömuleiðis ekki í náðinni hjá franska landsliðsþjálfaranum og því ekki í 23 manna EM-hópnum sem tilkynntur var í dag. Le Sommer er liðsfélagi Henry og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og kom inn á í 3-1 sigrinum gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Samanlagt hafa þær Le Sommer og Henry spilað hátt í 300 landsleiki fyrir Frakka og skorað um hundrað mörk. Hamraoui ekki valin eftir árás og slagsmál Kheira Hamraoui, miðjumaður PSG, er heldur ekki í hópnum en hún hefur verið mikið í sviðsljósinu í vetur eftir að grímuklæddir menn réðust á hana fyrir utan heimili hennar í París í nóvember. L‘Equipe segir að slæmt samband Hamraoui við þær Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani, sem eru í franska hópnum, bitni auk þess á Hamraoui. Ísland og Frakkland mætast í lokaumferð riðlakeppninnar á EM, 18. júlí, á New York-leikvanginum í Rotherham. Franski hópurinn: Markmenn: Pauline Peyraud-Magnin (Juventus, ITA), Mylène Chavas (Bordeaux), Justine Lerond (Metz). Varnarmenn: Eve Périsset (Bordeaux), Marion Torrent (Montpellier), Griedge Mbock (OL), Wendie Renard (OL), Aïssatou Tounkara (Atlético de Madrid, ESP), Sakina Karchaoui (PSG), Selma Bacha (OL), Hawa Cissoko (West Ham, ENG). Miðjumenn: Charlotte Bilbault (Bordeaux), Kenza Dali (Everton, ANG), Sandie Toletti (Levante, ESP), Grace Geyoro (PSG), Ella Palis (Bordeaux). Sóknarmenn: Sandy Baltimore (PSG), Delphine Cascarino (OL), Kadidiatou Diani (PSG), Marie-Antoinette Katoto (PSG), Melvine Malard (OL), Clara Mateo (Paris FC), Ouleymata Sarr (Paris FC). EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Sjá meira
Franski fjölmiðillinn L‘Equipe segir þetta ekki koma á óvart í ljósi sambandsins á milli Henry og landsliðsþjálfarans Corinne Diacre en stirt hefur verið á milli þeirra síðustu tvö ár og Henry sent þjálfaranum tóninn. Þar með verður ekkert af því að Henry mæti Íslandi aftur á EM líkt og á EM í Hollandi árið 2017, þegar hún dýfði sér eftirminnilega í grasið til þess að fiska vítaspyrnu fyrir Frakka. Úr vítinu skoraði Eugenie Le Sommer sigurmark Frakka. Dagný Brynjarsdóttir var liðsfélagi Henry um þetta leyti, hjá Portland Thorns, og sagði Henry síðar hafa viðurkennt að hafa svindlað. Auk Henry er Le Sommer sömuleiðis ekki í náðinni hjá franska landsliðsþjálfaranum og því ekki í 23 manna EM-hópnum sem tilkynntur var í dag. Le Sommer er liðsfélagi Henry og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon og kom inn á í 3-1 sigrinum gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Samanlagt hafa þær Le Sommer og Henry spilað hátt í 300 landsleiki fyrir Frakka og skorað um hundrað mörk. Hamraoui ekki valin eftir árás og slagsmál Kheira Hamraoui, miðjumaður PSG, er heldur ekki í hópnum en hún hefur verið mikið í sviðsljósinu í vetur eftir að grímuklæddir menn réðust á hana fyrir utan heimili hennar í París í nóvember. L‘Equipe segir að slæmt samband Hamraoui við þær Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani, sem eru í franska hópnum, bitni auk þess á Hamraoui. Ísland og Frakkland mætast í lokaumferð riðlakeppninnar á EM, 18. júlí, á New York-leikvanginum í Rotherham. Franski hópurinn: Markmenn: Pauline Peyraud-Magnin (Juventus, ITA), Mylène Chavas (Bordeaux), Justine Lerond (Metz). Varnarmenn: Eve Périsset (Bordeaux), Marion Torrent (Montpellier), Griedge Mbock (OL), Wendie Renard (OL), Aïssatou Tounkara (Atlético de Madrid, ESP), Sakina Karchaoui (PSG), Selma Bacha (OL), Hawa Cissoko (West Ham, ENG). Miðjumenn: Charlotte Bilbault (Bordeaux), Kenza Dali (Everton, ANG), Sandie Toletti (Levante, ESP), Grace Geyoro (PSG), Ella Palis (Bordeaux). Sóknarmenn: Sandy Baltimore (PSG), Delphine Cascarino (OL), Kadidiatou Diani (PSG), Marie-Antoinette Katoto (PSG), Melvine Malard (OL), Clara Mateo (Paris FC), Ouleymata Sarr (Paris FC).
Markmenn: Pauline Peyraud-Magnin (Juventus, ITA), Mylène Chavas (Bordeaux), Justine Lerond (Metz). Varnarmenn: Eve Périsset (Bordeaux), Marion Torrent (Montpellier), Griedge Mbock (OL), Wendie Renard (OL), Aïssatou Tounkara (Atlético de Madrid, ESP), Sakina Karchaoui (PSG), Selma Bacha (OL), Hawa Cissoko (West Ham, ENG). Miðjumenn: Charlotte Bilbault (Bordeaux), Kenza Dali (Everton, ANG), Sandie Toletti (Levante, ESP), Grace Geyoro (PSG), Ella Palis (Bordeaux). Sóknarmenn: Sandy Baltimore (PSG), Delphine Cascarino (OL), Kadidiatou Diani (PSG), Marie-Antoinette Katoto (PSG), Melvine Malard (OL), Clara Mateo (Paris FC), Ouleymata Sarr (Paris FC).
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Sjá meira