„Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Þráinn ákvað einn daginn að gerast atvinnuljósmyndari. Þráinn Kolbeinsson, er einn vinsælasti ævintýraljósmyndari landsins. Hann flakkar um landið og fangar fegurð þess á sinn einstaka hátt. Hann er sömuleiðis vinsæll á Instagram og er duglegur að gefa af sér þar, bæði að kenna fólki að vinna myndirnar sínar og sýna frá sínum störfum. En Þráinn ætlaði sér þó aðra hluti en hann byrjaði að glíma í bardagafélaginu Mjölni, þar sem hann ætlaði sér stóra hluti. Rætt var við Þráinn í Íslandi í dag. „Í tíu ár gerði ég í rauninni ekkert annað en að glíma og þetta var það sem ég ætlaði að gera. Svo byrjar maður að eldast og er orðinn 27 ára og byrjaður að vera aumur í hnjánum. Þá fór að læðast að manni sá grunur að maður gæti kannski ekki verið að gera þetta þangað til maður væri orðinn 75 ára,“ segir Þráinn sem skráði sig því næst í sálfræði í Háskóla Íslands og eftir að hann útskrifaðist þar hóf hann störf hjá Teigi, fíknideild landsspítalans, en hann fann sig samt ekki alveg á spítalanum. Ekki eftur snúið „Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig. Á Teygi sem er deildin sem ég var að vinna hjá var ég að vinna með manni sem er mikill ljósmyndunaráhugamaður og hann var alltaf að sýna mér einhverjar linsur og annað sem ég hafði ekkert mikið vit á. Þetta endaði þannig að hann sannfærði mig um að kaupa myndavél.“ Og þá, var ekki aftur snúið, Þráinn var kominn með myndavél og fer að fikta enn meira í ljósmyndun, bæði ljósmyndaparturinn sjálfur og eftirvinnslan heillaði hann upp úr skónum. „Á þessum tímapunkti hafði ég ekki hugmynd um að ég gæti lifað á ljósmyndun. Ég hætti á Landspítala og fer að vinna á lítilli einkastofu, litlu kvíðameðferðastofunni með börnum og unglingum til að prófa það líka. Svo eftir ár þar var í raun sama sagan. Þá hætti ég og fór á fullt í ljósmyndun,“ segir Þráinn sem var þarna nýfluttur til Grindavíkur og ræddi hann við markaðsstofu Reykjaness og fékk hann stórt verkefni þar. Hann leyfir sínum fylgjendum á Instagram að fylgjast vel með því hvernig hann vinnur myndirnar í eftirvinnslu. Þráinn er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann var á heldur óvenjulegu ferðalagi, en hann fór að hitta og ferðast með einum stærsta ævintýraljósmyndara heims, Chris Burkard. Í sumar fara þeir tveir saman í ferðalag með fram strandlengju Íslands á um 500 kílómetra kafla og ferðast þeir á hjólum og uppblásnum hjólum. Undirbúningur fyrir ferðina í sumar fór fram í Colorado í Bandaríkjunum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Ljósmyndun Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Hann er sömuleiðis vinsæll á Instagram og er duglegur að gefa af sér þar, bæði að kenna fólki að vinna myndirnar sínar og sýna frá sínum störfum. En Þráinn ætlaði sér þó aðra hluti en hann byrjaði að glíma í bardagafélaginu Mjölni, þar sem hann ætlaði sér stóra hluti. Rætt var við Þráinn í Íslandi í dag. „Í tíu ár gerði ég í rauninni ekkert annað en að glíma og þetta var það sem ég ætlaði að gera. Svo byrjar maður að eldast og er orðinn 27 ára og byrjaður að vera aumur í hnjánum. Þá fór að læðast að manni sá grunur að maður gæti kannski ekki verið að gera þetta þangað til maður væri orðinn 75 ára,“ segir Þráinn sem skráði sig því næst í sálfræði í Háskóla Íslands og eftir að hann útskrifaðist þar hóf hann störf hjá Teigi, fíknideild landsspítalans, en hann fann sig samt ekki alveg á spítalanum. Ekki eftur snúið „Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig. Á Teygi sem er deildin sem ég var að vinna hjá var ég að vinna með manni sem er mikill ljósmyndunaráhugamaður og hann var alltaf að sýna mér einhverjar linsur og annað sem ég hafði ekkert mikið vit á. Þetta endaði þannig að hann sannfærði mig um að kaupa myndavél.“ Og þá, var ekki aftur snúið, Þráinn var kominn með myndavél og fer að fikta enn meira í ljósmyndun, bæði ljósmyndaparturinn sjálfur og eftirvinnslan heillaði hann upp úr skónum. „Á þessum tímapunkti hafði ég ekki hugmynd um að ég gæti lifað á ljósmyndun. Ég hætti á Landspítala og fer að vinna á lítilli einkastofu, litlu kvíðameðferðastofunni með börnum og unglingum til að prófa það líka. Svo eftir ár þar var í raun sama sagan. Þá hætti ég og fór á fullt í ljósmyndun,“ segir Þráinn sem var þarna nýfluttur til Grindavíkur og ræddi hann við markaðsstofu Reykjaness og fékk hann stórt verkefni þar. Hann leyfir sínum fylgjendum á Instagram að fylgjast vel með því hvernig hann vinnur myndirnar í eftirvinnslu. Þráinn er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann var á heldur óvenjulegu ferðalagi, en hann fór að hitta og ferðast með einum stærsta ævintýraljósmyndara heims, Chris Burkard. Í sumar fara þeir tveir saman í ferðalag með fram strandlengju Íslands á um 500 kílómetra kafla og ferðast þeir á hjólum og uppblásnum hjólum. Undirbúningur fyrir ferðina í sumar fór fram í Colorado í Bandaríkjunum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Ljósmyndun Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira