Mark Zuckerberg sýnir myndir frá Íslandsreisunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2022 21:27 Zuckerberg, Priscilla ásamt þriðja aðila. Mark Zuckerberg Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, virðist hafa notið dvalarinnar á Íslandi vel ef marka má myndir sem hann deildi á samfélagsmiðlinum í kvöld. Þau Priscilla Chan, eiginkona Zuckerberg, komu til Íslands þann 17. maí en þá lenti einkaflugvél Zuckerbegr á flugvellinum á Akureyri. Þaðan tóku þau þyrlu að Deplum í Fljótum sem er vinsæll dvalarstaður þeirra sem hafa nóg á milli handanna. Notalegt í pottinum í Fljótunum.Mark Zuckerberg Zuckerberg birtir fjórar myndir á Facebook-síðu sinni. Tvær eru teknar að Deplum, þar sem þau Chan njóta vel í heitum potti og fyrir utan hótelið, en hinar tvær í skíðagírnum. Vinsæl afþreying á Deplum er að fá far upp á fjallstopp með þyrlu og renna sér svo niður. Skíðað í fjallshlíðum á Tröllaskaga með Atlantshafið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Lúxusferðaþjónustan að Deplum er í eigu Eleven Experience og hefur verið rekin í á sjötta ár. Fjölmargir heimsþekktir og auðugir erlendir aðilar hafa dvalið að Deplum. Má nefna Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem dæmi og Hollywood-leikarann Tom Cruise. Priscilla í bláum ullarfatnaði. Hótelið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Zuckerberg sagði í athugasemd við færslu með auglýsingu Inspired by Iceland í nóvember á síðasta ári að hann hlakki til að heimsækja „Icelandverse“ bráðlega og má því vera að hann hafi láti verða af því. Í umræddri auglýsingu fór leikarinn Jörundur Ragnarsson með hlutverk manns, sem svipaði mjög til Zuckerberg, og var að kynna „Icelandverse“. Með auglýsingunni var augljóslega verið að vísa í nýlegri kynningu Zuckerbergs á „metaverse“. Facebook Íslandsvinir Skagafjörður Meta Tengdar fréttir Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. 17. maí 2022 12:43 Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. 16. desember 2021 13:06 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Þau Priscilla Chan, eiginkona Zuckerberg, komu til Íslands þann 17. maí en þá lenti einkaflugvél Zuckerbegr á flugvellinum á Akureyri. Þaðan tóku þau þyrlu að Deplum í Fljótum sem er vinsæll dvalarstaður þeirra sem hafa nóg á milli handanna. Notalegt í pottinum í Fljótunum.Mark Zuckerberg Zuckerberg birtir fjórar myndir á Facebook-síðu sinni. Tvær eru teknar að Deplum, þar sem þau Chan njóta vel í heitum potti og fyrir utan hótelið, en hinar tvær í skíðagírnum. Vinsæl afþreying á Deplum er að fá far upp á fjallstopp með þyrlu og renna sér svo niður. Skíðað í fjallshlíðum á Tröllaskaga með Atlantshafið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Lúxusferðaþjónustan að Deplum er í eigu Eleven Experience og hefur verið rekin í á sjötta ár. Fjölmargir heimsþekktir og auðugir erlendir aðilar hafa dvalið að Deplum. Má nefna Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem dæmi og Hollywood-leikarann Tom Cruise. Priscilla í bláum ullarfatnaði. Hótelið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Zuckerberg sagði í athugasemd við færslu með auglýsingu Inspired by Iceland í nóvember á síðasta ári að hann hlakki til að heimsækja „Icelandverse“ bráðlega og má því vera að hann hafi láti verða af því. Í umræddri auglýsingu fór leikarinn Jörundur Ragnarsson með hlutverk manns, sem svipaði mjög til Zuckerberg, og var að kynna „Icelandverse“. Með auglýsingunni var augljóslega verið að vísa í nýlegri kynningu Zuckerbergs á „metaverse“.
Facebook Íslandsvinir Skagafjörður Meta Tengdar fréttir Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. 17. maí 2022 12:43 Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. 16. desember 2021 13:06 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. 17. maí 2022 12:43
Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. 16. desember 2021 13:06