Fulltrúar á Barnaþingi segja mikilvægt að yfirvöld hlusti á tillögur barna Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2022 19:25 Krakkar í ráðgjafahópi sem einnig voru fulltrúar á Barnaþingi í mars afhentu ríkisstjórninni skýrslu um þingið í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/hmp Fulltrúar á nýafstöðnu Barnaþingi, þar sem meðal annars var lögð áhersla á umhverfis- og mannréttindamál, segja mikilvægt að stjórnvöld hlusti á tillögur barna. Forsætisráðherra segir að sérstök umræða verði á Alþingi um niðurstöður þingsins sem ríkisstjórninni voru afhentar í dag. Hópur ungmenna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sem sat Barnaþing í byrjun mars mætti í Ráðherrabústaðinn í dag til að afhenda ríkisstjórninni skýrslu með niðurstöðum þingsins. En margir þingmenn og ráðherrar sóttu einnig þingið í Hörpu í mars. Vilhjálmur Hauksson er í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sat þingiðí Hörpu í vor. Hann var mættur fyrir utan Ráðherrabústaðinn ásamt fleirum í morgun til að afhenda skýrslu um þingstörfin. Vilhjálmur Hauksson segir gaman hvað fulltrúar á Barnaþingi voru ólíkir og settu fram mismunandi skoðanir á einstökum málum.Stöð 2 „Mér finnst mjög áhugavert að heyra hvað öðrum finnst. Svo fannst mér ráðherrarnir líka vera mikið að hlusta á okkur. Það kemur svo í ljós hvort þau voru í rauninni að gera það eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann fer allra sinna ferða í hjólastól. Og þú mætir strax smá hindrun til að komast þangað inn? „Já, mér finnst þetta ekki alveg nógu gott. Því miður. Svo spyr maður bara sjálfan sig hvað ef yrði kosinn einhver fatlaður í ríkisstjórn,“ segir Vilhjálmur en mjög háar og langar tröppur liggja upp í Ráðherrabústaðinn. Börn með fjölbreyttar skoðanir Þórey María sem situr í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og var fulltrúi á Barnaþingi sagði gaman hvað margar og ólíkar skoðanir hefðu komið fram áþinginu. „Og það skiptir dálitlu máli þegar við komum og segjum okkar skoðanir og hugmyndir og alls konar, að þá sé hlustað á það,“ sagði Þórey María þegar hún ávarpaði ríkisstjórnina. Hún teldi ríkisstjórnina þó vera að hlusta. „Því ef þið skoðið skýrsluna síðan vel takið þið kannski eftir því að við höfum alveg jafn miklar skoðanir og þið. Þannig að gangi ykkur vel,“ sagði Þórey María við góðar undirtektir ráðherra. Ráðherrar tóku vel í málflutning krakkanna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna.Stöð 2 Ráðherrunum var síðan öllum afhent eintak af skýrslunni og sérmerktir pokar þingsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikið hafa verið vitnað í Barnaþingið á Alþingi og ljóst að þingið hefði haft áhrif á þingmenn allra flokka sem sóttu það. Nýja skýrslan verði rædd sérstaklega á Alþingi. „Eitt af því sem var rætt sérstaklega man ég í einni umræðu sem ég tók þátt í, var að það ætti að taka tillit til þess að börn eru ekki eins. Það komist ekki öll börn upp alla stiga, eins og það var orðað á þinginu og þetta sat svolítið í mörgum þingmönnum,“ sagði forsætisráðherra í stuttu ávarpi til fulltrúa Barnaþings. Við sáum þegar þau mættu núna að það veitti ekki af að rampa upp Ráðherrabústaðinn? „Já, aðgengismálin eru ekki í nógu góðum farvegi. Við erum að vinna að breytingum núna á stjórnarráðinu. En þetta er eitthvað sem við þekkjum aldeilis og höfum verið að vinna að. Það er að breyta aðgengismálunum,“ sagði Katrín. Vilhjálmur, þú er ánægður að heyra það? „Já, ég er það. Segi bara takk fyrir og ánægður að heyra að það sé verið að vinna í þessu,” sagði Vilhjálmur og Katrín bætti við: „Það ætti að vera löngu búið auðvitað.“ En framkvæmdir standa nú yfir við bakhlið Ráðherrabústaðarins og til þess að allrar sanngirni sé gætt þá var rampur þar við bakdyrnar áður. En eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt standa yfir töluverðar framkvæmdir bakvið húsið vegna leka sem kom í snjóunum miklu í vetur. Þannig aðþetta stendur allt til bóta. Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hópur ungmenna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sem sat Barnaþing í byrjun mars mætti í Ráðherrabústaðinn í dag til að afhenda ríkisstjórninni skýrslu með niðurstöðum þingsins. En margir þingmenn og ráðherrar sóttu einnig þingið í Hörpu í mars. Vilhjálmur Hauksson er í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sat þingiðí Hörpu í vor. Hann var mættur fyrir utan Ráðherrabústaðinn ásamt fleirum í morgun til að afhenda skýrslu um þingstörfin. Vilhjálmur Hauksson segir gaman hvað fulltrúar á Barnaþingi voru ólíkir og settu fram mismunandi skoðanir á einstökum málum.Stöð 2 „Mér finnst mjög áhugavert að heyra hvað öðrum finnst. Svo fannst mér ráðherrarnir líka vera mikið að hlusta á okkur. Það kemur svo í ljós hvort þau voru í rauninni að gera það eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann fer allra sinna ferða í hjólastól. Og þú mætir strax smá hindrun til að komast þangað inn? „Já, mér finnst þetta ekki alveg nógu gott. Því miður. Svo spyr maður bara sjálfan sig hvað ef yrði kosinn einhver fatlaður í ríkisstjórn,“ segir Vilhjálmur en mjög háar og langar tröppur liggja upp í Ráðherrabústaðinn. Börn með fjölbreyttar skoðanir Þórey María sem situr í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og var fulltrúi á Barnaþingi sagði gaman hvað margar og ólíkar skoðanir hefðu komið fram áþinginu. „Og það skiptir dálitlu máli þegar við komum og segjum okkar skoðanir og hugmyndir og alls konar, að þá sé hlustað á það,“ sagði Þórey María þegar hún ávarpaði ríkisstjórnina. Hún teldi ríkisstjórnina þó vera að hlusta. „Því ef þið skoðið skýrsluna síðan vel takið þið kannski eftir því að við höfum alveg jafn miklar skoðanir og þið. Þannig að gangi ykkur vel,“ sagði Þórey María við góðar undirtektir ráðherra. Ráðherrar tóku vel í málflutning krakkanna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna.Stöð 2 Ráðherrunum var síðan öllum afhent eintak af skýrslunni og sérmerktir pokar þingsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikið hafa verið vitnað í Barnaþingið á Alþingi og ljóst að þingið hefði haft áhrif á þingmenn allra flokka sem sóttu það. Nýja skýrslan verði rædd sérstaklega á Alþingi. „Eitt af því sem var rætt sérstaklega man ég í einni umræðu sem ég tók þátt í, var að það ætti að taka tillit til þess að börn eru ekki eins. Það komist ekki öll börn upp alla stiga, eins og það var orðað á þinginu og þetta sat svolítið í mörgum þingmönnum,“ sagði forsætisráðherra í stuttu ávarpi til fulltrúa Barnaþings. Við sáum þegar þau mættu núna að það veitti ekki af að rampa upp Ráðherrabústaðinn? „Já, aðgengismálin eru ekki í nógu góðum farvegi. Við erum að vinna að breytingum núna á stjórnarráðinu. En þetta er eitthvað sem við þekkjum aldeilis og höfum verið að vinna að. Það er að breyta aðgengismálunum,“ sagði Katrín. Vilhjálmur, þú er ánægður að heyra það? „Já, ég er það. Segi bara takk fyrir og ánægður að heyra að það sé verið að vinna í þessu,” sagði Vilhjálmur og Katrín bætti við: „Það ætti að vera löngu búið auðvitað.“ En framkvæmdir standa nú yfir við bakhlið Ráðherrabústaðarins og til þess að allrar sanngirni sé gætt þá var rampur þar við bakdyrnar áður. En eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt standa yfir töluverðar framkvæmdir bakvið húsið vegna leka sem kom í snjóunum miklu í vetur. Þannig aðþetta stendur allt til bóta.
Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira