Lágmarksinntak sáttameðferðar barnalaga Sævar Þór Jónsson skrifar 27. maí 2022 16:00 Árið 2012 var barnalögum breytt og skylda foreldra til þess að leita sátta var bundin í lög áður en mál væri höfðað um forræði, lögheimili o.fl. Síðan þá hefur oft reynt á inntak sáttameðferðar og gildi sáttavottorða sem gefin eru út í lok hennar. Hafa dómstólar skorið úr um hvernig túlka beri ákvæði barnalaga um þetta atriði. Til þess að sáttavottorð teljist gilt þarf ákveðnum skilyrðum að vera fullnægt. Sem dæmi má nefna gildistíma vottorða en þau gilda eingöngu í sex mánuði frá útgáfudegi. Annað formskilyrði er að taki foreldrar ekki þátt í sáttameðferð þá má sáttamaður gefa út sáttavottorð, og þar með ljúka sáttameðferð sem árangurslausri, ef foreldrar mæta ekki á sáttafund eftir að hafa verið boðaðir í tvígang. En dómstólar líta ekki eingöngu til þess hvort sáttavottorð sé gilt heldur einnig til þess hvort sáttameðferð hafi í raun og veru farið fram um það ágreiningsefni sem borið er undir dóm. Þannig hefur Landsréttur litið til þess sem rétturinn kallar lágmarksinntak sáttameðferðar. Dómstólar hafa skýrt það svo að helstu ágreiningsefni og afstaða aðila til þeirra komi fram en það sé að öðru leyti lagt í mat sáttamans hvenær fullreynt sé að sættir náist. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Afstaða beggja aðila lá því fyrir til ágreiningsefna og málinu var ekki vísað frá dómi. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 afþakkað móðir sáttameðferð áður en hún hófst. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð en Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um um afstöðu hans til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Í Landsréttarmálinu nr. 147/2020 hafði faðir uppi kröfur er lutu að forsjá og lögheimili. Hafði sáttameðferð verið boðuð um lögheimili. Faðir mætti á sáttafundi sem haldnir voru en ekki móðir. Sáttavottorð sem gefið var út tiltók að faðir hefði rætt bæði lögheimili og forsjá á sáttafundum. Taldi Landsréttur í ljósi þess að sáttameðferð fór fram á grundvelli beiðni föður um breytingar á lögheimili og að móðir hafi ekki mætt að sáttameðferð hafi ekki farið fram um forsjá og var málinu því vísað frá. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 40/2021 var deilt um forsjá og málinu vísað frá dómi þar sem foreldrar höfðu einungis verið boðaðir einu sinni til sáttafundar áður en sáttavottorð var gefið út. Áfrýjandi, sem kærði frávísunina, vísa m.a. til tveggja dóma Landsréttar sem hann taldi frávísunina ekki samræmast. Hæstiréttur tók af skarið og benti á að atvik í þeim dómum væri ósambærileg að því að þar hefði sáttameðferð hafist og sáttamaður aflað afstöðu beggja aðila til sátta áður en hann mat að grundvöllur væri ekki fyrir hendi fyrir áframhaldandi sáttameðferð. Í þessum orðum Hæstaréttar kristallast lágmarksinntak sáttameðferðarinnar. Afstaða beggja aðila þarf að liggja fyrir til þeirra ágreiningsefna sem ræða á og báðum aðilum þarf að vera kunnugt um hvaða ágreiningsefni á að ræða ellegar þarf að boða báða aðila tvívegis, að því gefnu að ágreiningsefni sem rædd eru, ef annað mætir, séu tilgreind í boðun til beggja. Þetta þýðir t.d. að ef boðað er til sáttameðferðar um eitt ágreiningsefni og annað foreldri mætir ekki eftir að hafa verið boðað tvívegis en hitt foreldrið mætir og hefur þá uppi fleiri ágreiningsefni en tilgreind voru í boðun, þá er sáttavottorð ekki gilt um þau ágreiningsefni sem ekki voru tilgreind í boðun til foreldra. Þetta er eðlilegt miðað við tilgang sáttameðferðarinnar því með henni á að láta reyna á sættir milli foreldra um tiltekin ágreiningsmál og er talið æskilegt að skoða sérstaklega í hverju ágreiningur foreldra er fólin í hvert sinn og hvort unnt sé að hjálpa þeim að ná sáttum. Það er grundvallaratriði til þess ná þessu markmiði að foreldrarnir geti áttað sig á því hver ágreiningurinn er og tekið afstöðu til hans, hvort sem sú afstaða felst í því að taka þátt eða afþakka þátttöku, þá þurfa foreldrar að vita hvaða málefni eru á dagskrá. Þannig getur atvikast að sáttameðferð er boðuð til þess að ræða breytingar á lögheimili. Annað foreldrið kann að telja það tilgangslaust þar sem langt beri á milli í afstöðu foreldra og afþakkar sáttameðferð. Hitt foreldrið mætir og vill þá ræða bæði lögheimili og umgengni. Foreldrið sem afþakkaði hefði kannski viljað mæta og ræða umgengni en fékk þá ekki tækifæri til þar sem það málefni var ekki tilgreint í boðun. Sáttamaður getur með auðveldum hætti leyst þetta með því að aflað afstöðu beggja aðila utan fundar, t.d. með því að hringja í það foreldri sem ekki mætti og ræða málefnin við það. Geri hann það og í kjölfarið metur áframhaldandi sáttameðferð óþarfa þá getur hann gefið út gilt sáttavottorð án þess að boða aðila tvisvar. Þannig getur góður sáttamaður leyst vanda sem ella kynni að leiða til frávísunar máls frá dómi eða óþarfa tafa í viðkvæmum málaflokki sem felast í því að leita sátta á nýjan leik. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Dómstólar Fjölskyldumál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 var barnalögum breytt og skylda foreldra til þess að leita sátta var bundin í lög áður en mál væri höfðað um forræði, lögheimili o.fl. Síðan þá hefur oft reynt á inntak sáttameðferðar og gildi sáttavottorða sem gefin eru út í lok hennar. Hafa dómstólar skorið úr um hvernig túlka beri ákvæði barnalaga um þetta atriði. Til þess að sáttavottorð teljist gilt þarf ákveðnum skilyrðum að vera fullnægt. Sem dæmi má nefna gildistíma vottorða en þau gilda eingöngu í sex mánuði frá útgáfudegi. Annað formskilyrði er að taki foreldrar ekki þátt í sáttameðferð þá má sáttamaður gefa út sáttavottorð, og þar með ljúka sáttameðferð sem árangurslausri, ef foreldrar mæta ekki á sáttafund eftir að hafa verið boðaðir í tvígang. En dómstólar líta ekki eingöngu til þess hvort sáttavottorð sé gilt heldur einnig til þess hvort sáttameðferð hafi í raun og veru farið fram um það ágreiningsefni sem borið er undir dóm. Þannig hefur Landsréttur litið til þess sem rétturinn kallar lágmarksinntak sáttameðferðar. Dómstólar hafa skýrt það svo að helstu ágreiningsefni og afstaða aðila til þeirra komi fram en það sé að öðru leyti lagt í mat sáttamans hvenær fullreynt sé að sættir náist. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 848/2016, höfðu foreldrar mætt á einn sáttafund en að honum loknum afþakkaði móðir frekari sáttameðferð þar sem hún taldi hana vera tilgangslausa. Afstaða beggja aðila lá því fyrir til ágreiningsefna og málinu var ekki vísað frá dómi. Í Landsréttarmálinu nr. 614/2021 afþakkað móðir sáttameðferð áður en hún hófst. Enginn sáttafundur var því haldinn og virk sáttameðferð fór ekki fram. Sáttamaður gaf út sáttavottorð um árangurslausa sáttameðferð en Landsréttur taldi í niðurstöðu sinni að sáttamaður hefði átt að gefa föður kost á að mæta á boðaðan sáttafund til að lýsa þar afstöðu sinni áður en hann gaf sáttavottorðið út enda hafi ekkert legið fyrir um um afstöðu hans til ágreiningsefna málsins og hugsanlegra sátta. Með þessu hafi í raun engin sáttameðferð hafist og ekki verið boðað aftur til sáttafundar. Í Landsréttarmálinu nr. 147/2020 hafði faðir uppi kröfur er lutu að forsjá og lögheimili. Hafði sáttameðferð verið boðuð um lögheimili. Faðir mætti á sáttafundi sem haldnir voru en ekki móðir. Sáttavottorð sem gefið var út tiltók að faðir hefði rætt bæði lögheimili og forsjá á sáttafundum. Taldi Landsréttur í ljósi þess að sáttameðferð fór fram á grundvelli beiðni föður um breytingar á lögheimili og að móðir hafi ekki mætt að sáttameðferð hafi ekki farið fram um forsjá og var málinu því vísað frá. Í dómi Hæstaréttar í málinu nr. 40/2021 var deilt um forsjá og málinu vísað frá dómi þar sem foreldrar höfðu einungis verið boðaðir einu sinni til sáttafundar áður en sáttavottorð var gefið út. Áfrýjandi, sem kærði frávísunina, vísa m.a. til tveggja dóma Landsréttar sem hann taldi frávísunina ekki samræmast. Hæstiréttur tók af skarið og benti á að atvik í þeim dómum væri ósambærileg að því að þar hefði sáttameðferð hafist og sáttamaður aflað afstöðu beggja aðila til sátta áður en hann mat að grundvöllur væri ekki fyrir hendi fyrir áframhaldandi sáttameðferð. Í þessum orðum Hæstaréttar kristallast lágmarksinntak sáttameðferðarinnar. Afstaða beggja aðila þarf að liggja fyrir til þeirra ágreiningsefna sem ræða á og báðum aðilum þarf að vera kunnugt um hvaða ágreiningsefni á að ræða ellegar þarf að boða báða aðila tvívegis, að því gefnu að ágreiningsefni sem rædd eru, ef annað mætir, séu tilgreind í boðun til beggja. Þetta þýðir t.d. að ef boðað er til sáttameðferðar um eitt ágreiningsefni og annað foreldri mætir ekki eftir að hafa verið boðað tvívegis en hitt foreldrið mætir og hefur þá uppi fleiri ágreiningsefni en tilgreind voru í boðun, þá er sáttavottorð ekki gilt um þau ágreiningsefni sem ekki voru tilgreind í boðun til foreldra. Þetta er eðlilegt miðað við tilgang sáttameðferðarinnar því með henni á að láta reyna á sættir milli foreldra um tiltekin ágreiningsmál og er talið æskilegt að skoða sérstaklega í hverju ágreiningur foreldra er fólin í hvert sinn og hvort unnt sé að hjálpa þeim að ná sáttum. Það er grundvallaratriði til þess ná þessu markmiði að foreldrarnir geti áttað sig á því hver ágreiningurinn er og tekið afstöðu til hans, hvort sem sú afstaða felst í því að taka þátt eða afþakka þátttöku, þá þurfa foreldrar að vita hvaða málefni eru á dagskrá. Þannig getur atvikast að sáttameðferð er boðuð til þess að ræða breytingar á lögheimili. Annað foreldrið kann að telja það tilgangslaust þar sem langt beri á milli í afstöðu foreldra og afþakkar sáttameðferð. Hitt foreldrið mætir og vill þá ræða bæði lögheimili og umgengni. Foreldrið sem afþakkaði hefði kannski viljað mæta og ræða umgengni en fékk þá ekki tækifæri til þar sem það málefni var ekki tilgreint í boðun. Sáttamaður getur með auðveldum hætti leyst þetta með því að aflað afstöðu beggja aðila utan fundar, t.d. með því að hringja í það foreldri sem ekki mætti og ræða málefnin við það. Geri hann það og í kjölfarið metur áframhaldandi sáttameðferð óþarfa þá getur hann gefið út gilt sáttavottorð án þess að boða aðila tvisvar. Þannig getur góður sáttamaður leyst vanda sem ella kynni að leiða til frávísunar máls frá dómi eða óþarfa tafa í viðkvæmum málaflokki sem felast í því að leita sátta á nýjan leik. Höfundur er lögmaður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun