Lúsmýið mætt í partýið Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. maí 2022 08:36 Lúsmýið er komið og segir meindýraeyðirinn Guðmundur Óli Scheving Íslendinga þurfi einfaldlega að læra að lifa með litlu flugunni. Stöð 2 Þó svo að landinn taki sumrinu fagnandi þessa dagana, eftir strembinn vetur, er stemmning ekki alveg jafn mikil fyrir öllu sem þessari annars dásamlegu árstíð fylgir. Lúsmýinu! Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir lúsmýið líklega komið einhvers staðar á landinu, þó hann hafi sjálfur ekki fengið það staðfest. Kolbrún grasalæknir hjá Jurtaapótekinu selur tilbúnar blöndur sem ætlaðar eru sérstaklega til að fæla frá lúsmý en einnig aðstoði hún fólk við að blanda sínar eigin blöndur. Stöð 2 Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir gat þó staðfest þennan grun Guðmundar og sagði hún lúsmýið sannarlega komið á sumarbústaðasvæði við Heklu, þar sem hún sjálf á bústað. Þurfum að læra að lifa með flugunni Bæði voru þau Guðmundur og Kolbrún sammála því að fólk byrji yfirleitt ekki nógu snemma að huga að lúsmývörnum en ýmislegt sé hægt að gera til þess að minnka líkurnar á bitum. Að sögn Guðmundar hefur lúsmýið verið til staðar hér á landi í áraraðir en haldið sig að mestu úti í haga, þar til fyrir um sex árum síðan. Eitthvað hafi þá orðið til þess að flugan hafi breytt hegðun sinni og byrjað að angra mannfólkið. Hann segir fluguna komna til að vera og að fólk þurfi einfaldlega bara að læra að lifa með henni. Fréttina í heild sinni er hægt að sjá hér. Klippa: Lúsmý stingur sér niður víðast hvar á landinu Lúsmýhópar á Facebook Lúsmýbitin hafa lagst þungt á margan manninn síðustu sumur og hafa ofnæmislæknar látið hafa eftir sér að með tímanum geti fólk jafnvel myndað ónæmi fyrir bitunum, Guðmundur var þó ekki eins sannfærður. Sérstakir Lúsmý-hópar hafa orðið til á Facebook en þar skiptist fólk á upplýsingum um veru lúsmýs eftir landsvæðum, ýmsum húsráðum, myndum af bitum ásamt flest öllu sem tengist því að fyrirbyggja eða meðhöndla lúsmýbit. Það er mjög misjafnt hvað fólk segir virka en virðast flestir þó vera sammála um að einhverskonar lykt, í sprey eða kremformi, sé líklegust til að halda flugunni frá. Allskyns spey hafa verið vinsæl lúsmývörn og segir Kolbrún fólk geti sjálft blandað sínar eigin blöndur hafi það áhuga. Kolbrún hefur sett saman sérblandaða ilmblöndu undir merkjum Jurtaapóteksins sem hún segir hafa virkað vel. Lavender og sítrónugras eru uppistaðan í blöndunni og þó svo að fólk geti einnig geta blandað sínar eigin blöndur sé vert að lesa sig vel til um hvernig sé best að blanda ilmolíum saman. Sjálf segist hún spreyja blöndunni í öll horn, gluggakarma og einnig á líkamann. Hátíðnitæki, glugganet, viftur og B-vítamín Guðmundur hefur sjálfur tröllatrú á afríska sólblóminu en sjálfur flytur hann inn lúsmývarnir undir merkinu Stúdíó Norn. Ásamt ýmsum ilmblöndum voru hátíðnitækin og glugganetin einnig vinsæl síðasta sumar og segir Guðmundur þau einföld í notkun og reynist vel til að halda flugunni frá. Glugganetin geri sitt gagn en vel þurfi að huga að því hvernig net séu keypt. Þau þurfi að vera vel þétt og rétt fest á gluggann. Viftur af öllum stærðum og gerðum seldust nær upp á landinu síðasta sumar en þær eru taldar minnka líkurnar á því að sú litla komist inn um gluggann og er viftan því látin snúa út að glugganum. Guðmundur segir mikilvægt að netin sem notuð séu fyrir gluggann séu vel þétt, eigi þau að reynast gagnleg. Stöð 2 Flugan fer í manngreiningarálit Lúsmýið hefur nú fundist víðast hvar á landinu en segir Guðmundur ekki vita til þess að hún hafi fundist á Vestfjörðum. Þó svo að sumir fari eftir öllum ráðunum í bókinni virðist flugan þó fara í manngreiningarálit en ekki er nákvæmlega vitað hvaða þættir spili þar inn í. Blóðflokkur, húðgerð eða, eins og Kolbrún vill meina, mataræðið. B- vítamín hefur verið vinsælt en einnig segir Kolbrún að óhollt mataræði og sykurneysla geti gert kerfið viðkvæmara fyrir bitunum. Það er því að mörgu að huga og í mörg horn að líta, jú og spreyja, næstu dagana því að lúsmýið er vissulega mætt í partýið. Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00 Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir lúsmýið líklega komið einhvers staðar á landinu, þó hann hafi sjálfur ekki fengið það staðfest. Kolbrún grasalæknir hjá Jurtaapótekinu selur tilbúnar blöndur sem ætlaðar eru sérstaklega til að fæla frá lúsmý en einnig aðstoði hún fólk við að blanda sínar eigin blöndur. Stöð 2 Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir gat þó staðfest þennan grun Guðmundar og sagði hún lúsmýið sannarlega komið á sumarbústaðasvæði við Heklu, þar sem hún sjálf á bústað. Þurfum að læra að lifa með flugunni Bæði voru þau Guðmundur og Kolbrún sammála því að fólk byrji yfirleitt ekki nógu snemma að huga að lúsmývörnum en ýmislegt sé hægt að gera til þess að minnka líkurnar á bitum. Að sögn Guðmundar hefur lúsmýið verið til staðar hér á landi í áraraðir en haldið sig að mestu úti í haga, þar til fyrir um sex árum síðan. Eitthvað hafi þá orðið til þess að flugan hafi breytt hegðun sinni og byrjað að angra mannfólkið. Hann segir fluguna komna til að vera og að fólk þurfi einfaldlega bara að læra að lifa með henni. Fréttina í heild sinni er hægt að sjá hér. Klippa: Lúsmý stingur sér niður víðast hvar á landinu Lúsmýhópar á Facebook Lúsmýbitin hafa lagst þungt á margan manninn síðustu sumur og hafa ofnæmislæknar látið hafa eftir sér að með tímanum geti fólk jafnvel myndað ónæmi fyrir bitunum, Guðmundur var þó ekki eins sannfærður. Sérstakir Lúsmý-hópar hafa orðið til á Facebook en þar skiptist fólk á upplýsingum um veru lúsmýs eftir landsvæðum, ýmsum húsráðum, myndum af bitum ásamt flest öllu sem tengist því að fyrirbyggja eða meðhöndla lúsmýbit. Það er mjög misjafnt hvað fólk segir virka en virðast flestir þó vera sammála um að einhverskonar lykt, í sprey eða kremformi, sé líklegust til að halda flugunni frá. Allskyns spey hafa verið vinsæl lúsmývörn og segir Kolbrún fólk geti sjálft blandað sínar eigin blöndur hafi það áhuga. Kolbrún hefur sett saman sérblandaða ilmblöndu undir merkjum Jurtaapóteksins sem hún segir hafa virkað vel. Lavender og sítrónugras eru uppistaðan í blöndunni og þó svo að fólk geti einnig geta blandað sínar eigin blöndur sé vert að lesa sig vel til um hvernig sé best að blanda ilmolíum saman. Sjálf segist hún spreyja blöndunni í öll horn, gluggakarma og einnig á líkamann. Hátíðnitæki, glugganet, viftur og B-vítamín Guðmundur hefur sjálfur tröllatrú á afríska sólblóminu en sjálfur flytur hann inn lúsmývarnir undir merkinu Stúdíó Norn. Ásamt ýmsum ilmblöndum voru hátíðnitækin og glugganetin einnig vinsæl síðasta sumar og segir Guðmundur þau einföld í notkun og reynist vel til að halda flugunni frá. Glugganetin geri sitt gagn en vel þurfi að huga að því hvernig net séu keypt. Þau þurfi að vera vel þétt og rétt fest á gluggann. Viftur af öllum stærðum og gerðum seldust nær upp á landinu síðasta sumar en þær eru taldar minnka líkurnar á því að sú litla komist inn um gluggann og er viftan því látin snúa út að glugganum. Guðmundur segir mikilvægt að netin sem notuð séu fyrir gluggann séu vel þétt, eigi þau að reynast gagnleg. Stöð 2 Flugan fer í manngreiningarálit Lúsmýið hefur nú fundist víðast hvar á landinu en segir Guðmundur ekki vita til þess að hún hafi fundist á Vestfjörðum. Þó svo að sumir fari eftir öllum ráðunum í bókinni virðist flugan þó fara í manngreiningarálit en ekki er nákvæmlega vitað hvaða þættir spili þar inn í. Blóðflokkur, húðgerð eða, eins og Kolbrún vill meina, mataræðið. B- vítamín hefur verið vinsælt en einnig segir Kolbrún að óhollt mataræði og sykurneysla geti gert kerfið viðkvæmara fyrir bitunum. Það er því að mörgu að huga og í mörg horn að líta, jú og spreyja, næstu dagana því að lúsmýið er vissulega mætt í partýið.
Lúsmý Skordýr Tengdar fréttir Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00 Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. 7. júlí 2021 07:00
Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist