Óttast vaxandi fordóma fyrir samkynhneigðum vegna apabólu Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 08:44 Gestir gleðigöngu við Cibeles-gosbrunninn í miðborg Madridar árið 2017. Vísir/EPA Samtök hinsegin fólks á Spáni óttast að faraldur apabólu í Evrópu leiði til aukinnar andúðar á samkynhneigðum vegna vanþekkingar fólks á sjúkdóminum. Stærstu gleðigöngu Evrópu verða gengnar á næstu vikum. Flestir þeirra sem hafa greinst smitaðir af apabólunni í Evrópu eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum og fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir líklegt að bólan hafi smitast og orðið að faraldri með kynlíf á tveimur stórum mannamótum í Evrópu, þar á meðal gleðigöngu á Kanaríeyjum. Tilfellin í Evrópu eru flest á Spáni en þar hafa nú 84 greinst smitaðir af bólunni. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda þar beinist að gleðigöngunni á Kanarí sem um 80.000 manns tóku þátt í fyrr í þessum mánuði og baðhúsi í Madrid. Í byrjun júlí stendur fyrir dyrum gleðiganga í Madrid. Síðast þegar hún var haldin voru þátttakendur um 1,6 milljónir, að mati skipuleggjenda. Margir sam- og tvíkynhneigðir karlmenn óttast að viðbrögð almennings við apabólunni nú litist af fordómum líkt og gerðist við upphaf HIV/AIDS-faraldursins á 9. áratug síðustu aldar. „Þetta er sjúkdómur sem hver sem er í samfélaginu getur fengið. Við stöndum frammi fyrir faraldri sem hefur því miður enn einu sinni skollið á LGBTQ-fólki og sérstaklega sam- og tvíkynhneigðum karlmönnum. Það sem á sér stað hefur ýmis líkindi við fyrstu tilfelli HIV,“ segir Mario Blázquez, sem stýrir heilbrigðisverkefnum hjá hinseginsamtökunum COGAM í Madrid. Líkindi við fordóma við upphaf HIV-faraldursins Blázquez óttast að gleðigangan í höfuðborginni gæti verið í hættu af ýktum sóttvarnaviðbrögðum vegna fordóma og hræðslu við annan faraldur í kjöfar Covid. „Við vitum ekki hvað gerist. Við vitum ekki hversu mikið veiran mun hafa smitast eða til hvaða lagalegu ráðstafana hefur verið gripið og hvaða skömm verði til með þeim lagalegu aðgerðum sem mismuna fólki stundum,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Spænsk yfirvöld hafa þó ekki gefið nein merki um að þau ætli að grípa til sóttvarnaaðgerða eins og samkomutakmarkana til þess að hefta útbreiðslu apabólunnar. Að sögn sérfræðinga smitast apabólan við náið samneyti við smitaðan einstakling, fatnað hans eða rúmföt. Flestir ná sér á tveimur til fjórum vikum án þess að leggjast inn á sjúkrahús. Dánartíðni af völdum veirunnar er þó sögð 3-6 prósent. Til þessa hefur apabóla verið landlæg í nokkrum löndum Afríku. Fátítt er að hún derifi sér utan álfunnar. Spánn Apabóla Hinsegin Tengdar fréttir Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39 Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48 Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Flestir þeirra sem hafa greinst smitaðir af apabólunni í Evrópu eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum og fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir líklegt að bólan hafi smitast og orðið að faraldri með kynlíf á tveimur stórum mannamótum í Evrópu, þar á meðal gleðigöngu á Kanaríeyjum. Tilfellin í Evrópu eru flest á Spáni en þar hafa nú 84 greinst smitaðir af bólunni. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda þar beinist að gleðigöngunni á Kanarí sem um 80.000 manns tóku þátt í fyrr í þessum mánuði og baðhúsi í Madrid. Í byrjun júlí stendur fyrir dyrum gleðiganga í Madrid. Síðast þegar hún var haldin voru þátttakendur um 1,6 milljónir, að mati skipuleggjenda. Margir sam- og tvíkynhneigðir karlmenn óttast að viðbrögð almennings við apabólunni nú litist af fordómum líkt og gerðist við upphaf HIV/AIDS-faraldursins á 9. áratug síðustu aldar. „Þetta er sjúkdómur sem hver sem er í samfélaginu getur fengið. Við stöndum frammi fyrir faraldri sem hefur því miður enn einu sinni skollið á LGBTQ-fólki og sérstaklega sam- og tvíkynhneigðum karlmönnum. Það sem á sér stað hefur ýmis líkindi við fyrstu tilfelli HIV,“ segir Mario Blázquez, sem stýrir heilbrigðisverkefnum hjá hinseginsamtökunum COGAM í Madrid. Líkindi við fordóma við upphaf HIV-faraldursins Blázquez óttast að gleðigangan í höfuðborginni gæti verið í hættu af ýktum sóttvarnaviðbrögðum vegna fordóma og hræðslu við annan faraldur í kjöfar Covid. „Við vitum ekki hvað gerist. Við vitum ekki hversu mikið veiran mun hafa smitast eða til hvaða lagalegu ráðstafana hefur verið gripið og hvaða skömm verði til með þeim lagalegu aðgerðum sem mismuna fólki stundum,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Spænsk yfirvöld hafa þó ekki gefið nein merki um að þau ætli að grípa til sóttvarnaaðgerða eins og samkomutakmarkana til þess að hefta útbreiðslu apabólunnar. Að sögn sérfræðinga smitast apabólan við náið samneyti við smitaðan einstakling, fatnað hans eða rúmföt. Flestir ná sér á tveimur til fjórum vikum án þess að leggjast inn á sjúkrahús. Dánartíðni af völdum veirunnar er þó sögð 3-6 prósent. Til þessa hefur apabóla verið landlæg í nokkrum löndum Afríku. Fátítt er að hún derifi sér utan álfunnar.
Spánn Apabóla Hinsegin Tengdar fréttir Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39 Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48 Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39
Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48
Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent