Óttast vaxandi fordóma fyrir samkynhneigðum vegna apabólu Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 08:44 Gestir gleðigöngu við Cibeles-gosbrunninn í miðborg Madridar árið 2017. Vísir/EPA Samtök hinsegin fólks á Spáni óttast að faraldur apabólu í Evrópu leiði til aukinnar andúðar á samkynhneigðum vegna vanþekkingar fólks á sjúkdóminum. Stærstu gleðigöngu Evrópu verða gengnar á næstu vikum. Flestir þeirra sem hafa greinst smitaðir af apabólunni í Evrópu eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum og fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir líklegt að bólan hafi smitast og orðið að faraldri með kynlíf á tveimur stórum mannamótum í Evrópu, þar á meðal gleðigöngu á Kanaríeyjum. Tilfellin í Evrópu eru flest á Spáni en þar hafa nú 84 greinst smitaðir af bólunni. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda þar beinist að gleðigöngunni á Kanarí sem um 80.000 manns tóku þátt í fyrr í þessum mánuði og baðhúsi í Madrid. Í byrjun júlí stendur fyrir dyrum gleðiganga í Madrid. Síðast þegar hún var haldin voru þátttakendur um 1,6 milljónir, að mati skipuleggjenda. Margir sam- og tvíkynhneigðir karlmenn óttast að viðbrögð almennings við apabólunni nú litist af fordómum líkt og gerðist við upphaf HIV/AIDS-faraldursins á 9. áratug síðustu aldar. „Þetta er sjúkdómur sem hver sem er í samfélaginu getur fengið. Við stöndum frammi fyrir faraldri sem hefur því miður enn einu sinni skollið á LGBTQ-fólki og sérstaklega sam- og tvíkynhneigðum karlmönnum. Það sem á sér stað hefur ýmis líkindi við fyrstu tilfelli HIV,“ segir Mario Blázquez, sem stýrir heilbrigðisverkefnum hjá hinseginsamtökunum COGAM í Madrid. Líkindi við fordóma við upphaf HIV-faraldursins Blázquez óttast að gleðigangan í höfuðborginni gæti verið í hættu af ýktum sóttvarnaviðbrögðum vegna fordóma og hræðslu við annan faraldur í kjöfar Covid. „Við vitum ekki hvað gerist. Við vitum ekki hversu mikið veiran mun hafa smitast eða til hvaða lagalegu ráðstafana hefur verið gripið og hvaða skömm verði til með þeim lagalegu aðgerðum sem mismuna fólki stundum,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Spænsk yfirvöld hafa þó ekki gefið nein merki um að þau ætli að grípa til sóttvarnaaðgerða eins og samkomutakmarkana til þess að hefta útbreiðslu apabólunnar. Að sögn sérfræðinga smitast apabólan við náið samneyti við smitaðan einstakling, fatnað hans eða rúmföt. Flestir ná sér á tveimur til fjórum vikum án þess að leggjast inn á sjúkrahús. Dánartíðni af völdum veirunnar er þó sögð 3-6 prósent. Til þessa hefur apabóla verið landlæg í nokkrum löndum Afríku. Fátítt er að hún derifi sér utan álfunnar. Spánn Apabóla Hinsegin Tengdar fréttir Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39 Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48 Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Flestir þeirra sem hafa greinst smitaðir af apabólunni í Evrópu eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum og fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir líklegt að bólan hafi smitast og orðið að faraldri með kynlíf á tveimur stórum mannamótum í Evrópu, þar á meðal gleðigöngu á Kanaríeyjum. Tilfellin í Evrópu eru flest á Spáni en þar hafa nú 84 greinst smitaðir af bólunni. Rannsókn heilbrigðisyfirvalda þar beinist að gleðigöngunni á Kanarí sem um 80.000 manns tóku þátt í fyrr í þessum mánuði og baðhúsi í Madrid. Í byrjun júlí stendur fyrir dyrum gleðiganga í Madrid. Síðast þegar hún var haldin voru þátttakendur um 1,6 milljónir, að mati skipuleggjenda. Margir sam- og tvíkynhneigðir karlmenn óttast að viðbrögð almennings við apabólunni nú litist af fordómum líkt og gerðist við upphaf HIV/AIDS-faraldursins á 9. áratug síðustu aldar. „Þetta er sjúkdómur sem hver sem er í samfélaginu getur fengið. Við stöndum frammi fyrir faraldri sem hefur því miður enn einu sinni skollið á LGBTQ-fólki og sérstaklega sam- og tvíkynhneigðum karlmönnum. Það sem á sér stað hefur ýmis líkindi við fyrstu tilfelli HIV,“ segir Mario Blázquez, sem stýrir heilbrigðisverkefnum hjá hinseginsamtökunum COGAM í Madrid. Líkindi við fordóma við upphaf HIV-faraldursins Blázquez óttast að gleðigangan í höfuðborginni gæti verið í hættu af ýktum sóttvarnaviðbrögðum vegna fordóma og hræðslu við annan faraldur í kjöfar Covid. „Við vitum ekki hvað gerist. Við vitum ekki hversu mikið veiran mun hafa smitast eða til hvaða lagalegu ráðstafana hefur verið gripið og hvaða skömm verði til með þeim lagalegu aðgerðum sem mismuna fólki stundum,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Spænsk yfirvöld hafa þó ekki gefið nein merki um að þau ætli að grípa til sóttvarnaaðgerða eins og samkomutakmarkana til þess að hefta útbreiðslu apabólunnar. Að sögn sérfræðinga smitast apabólan við náið samneyti við smitaðan einstakling, fatnað hans eða rúmföt. Flestir ná sér á tveimur til fjórum vikum án þess að leggjast inn á sjúkrahús. Dánartíðni af völdum veirunnar er þó sögð 3-6 prósent. Til þessa hefur apabóla verið landlæg í nokkrum löndum Afríku. Fátítt er að hún derifi sér utan álfunnar.
Spánn Apabóla Hinsegin Tengdar fréttir Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39 Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48 Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Allt að fjórar vikur í einangrun fyrir apabólusmitaða Þeir sem greinast smitaðir með apabólu hér á landi þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot hafa gróið. Ferlið getur tekið allt að fjórar vikur. 26. maí 2022 09:39
Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. 24. maí 2022 08:48
Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23. maí 2022 09:47