Lið 6. umferðar í Bestu-deild kvenna | Sandra besti leikmaðurinn Atli Arason skrifar 25. maí 2022 19:31 Það fór ekkert framhjá Söndru Sigurðardóttur, markverði Vals. Vísir/Diego Bestu mörkin völdu úrvalslið sjöttu umferðarinnar í Bestu deildinni en leikkerfið 4-3-3 varð fyrir valinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er leikmaður umferðarinnar. Sandra átti frábæran leik í marki Vals í 0-1 útisigri liðsins gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Sandra átti nokkrar frábærar markvörslur og varði m.a. vítaspyrnu Melina Ayres á 82. mínútu sem gulltryggði sigur toppliðsins á Breiðablik. Liðsfélagar Söndru hjá Val, Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru í varnarlínunni en báðar áttu þær stóran þátt í að loka á sóknarleik Breiðabliks. Arna skoraði sigurmark leiksins. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, er við hlið Örnu í miðverðinum. Sóley átti öflugan leik þegar Þróttur vann 1-2 sigur á Keflavík í Keflavík. Sigur Þróttar fleytti þeim tímabundið í efsta sæti deildarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er svo í vinstri bakverði en Sædís lagði upp eitt af mörkum Stjörnunnar í 3-2 sigri á Selfossi. Jasmín Erla Ingadóttir, liðsfélagi Sædísar hjá Stjörnunni er einnig í úrvalsliði 6. umferðar en Jasmín skoraði flott mark í sigri Stjörnunnar á Selfossi. Jasmín er á miðri miðjunni í úrvalsliðinu. Ameera Abdella Hussen er með Jasmín á miðjunni en Ameera spilaði allan leikinn í ótrúlegum 5-4 endurkomu sigri ÍBV gegn Þór/KA. Ameera var öflug á miðjunni og átti þátt í sigurmarki ÍBV á 91. mínútu. Raesamee Phonsongkham fullkomnar svo miðsvæðið í úrvalsliðinu en Raesaemee var illviðráðanleg í liði KR sem vann sinn fyrsta sigur í sumar með 1-0 sigri á Aftureldingu. Olga Secova, leikmaður ÍBV, er á hægri vængnum í liði umferðarinnar en Olga skoraði eitt og lagði upp annað í 5-4 sigrinum á Þór/KA. Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er á vinstri væng. Sandra skoraði tvö mörk á 20 mínútum fyrir Þór/KA í tapinu gegn ÍBV. Murphy Agnew er svo á toppnum í liði 6. umferðar. Murphy ógnaði stöðugt með snerpu sinni í dramatíska 1-2 sigri Þróttar gegn Keflavík. Murphy skoraði fyrsta mark Þróttar í leiknum. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, er þjálfari umferðarinnar. Lið 6. umferðarinnar.Stöð 2 Sport Besta deild kvenna Valur Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Sandra átti frábæran leik í marki Vals í 0-1 útisigri liðsins gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Sandra átti nokkrar frábærar markvörslur og varði m.a. vítaspyrnu Melina Ayres á 82. mínútu sem gulltryggði sigur toppliðsins á Breiðablik. Liðsfélagar Söndru hjá Val, Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru í varnarlínunni en báðar áttu þær stóran þátt í að loka á sóknarleik Breiðabliks. Arna skoraði sigurmark leiksins. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, er við hlið Örnu í miðverðinum. Sóley átti öflugan leik þegar Þróttur vann 1-2 sigur á Keflavík í Keflavík. Sigur Þróttar fleytti þeim tímabundið í efsta sæti deildarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er svo í vinstri bakverði en Sædís lagði upp eitt af mörkum Stjörnunnar í 3-2 sigri á Selfossi. Jasmín Erla Ingadóttir, liðsfélagi Sædísar hjá Stjörnunni er einnig í úrvalsliði 6. umferðar en Jasmín skoraði flott mark í sigri Stjörnunnar á Selfossi. Jasmín er á miðri miðjunni í úrvalsliðinu. Ameera Abdella Hussen er með Jasmín á miðjunni en Ameera spilaði allan leikinn í ótrúlegum 5-4 endurkomu sigri ÍBV gegn Þór/KA. Ameera var öflug á miðjunni og átti þátt í sigurmarki ÍBV á 91. mínútu. Raesamee Phonsongkham fullkomnar svo miðsvæðið í úrvalsliðinu en Raesaemee var illviðráðanleg í liði KR sem vann sinn fyrsta sigur í sumar með 1-0 sigri á Aftureldingu. Olga Secova, leikmaður ÍBV, er á hægri vængnum í liði umferðarinnar en Olga skoraði eitt og lagði upp annað í 5-4 sigrinum á Þór/KA. Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er á vinstri væng. Sandra skoraði tvö mörk á 20 mínútum fyrir Þór/KA í tapinu gegn ÍBV. Murphy Agnew er svo á toppnum í liði 6. umferðar. Murphy ógnaði stöðugt með snerpu sinni í dramatíska 1-2 sigri Þróttar gegn Keflavík. Murphy skoraði fyrsta mark Þróttar í leiknum. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, er þjálfari umferðarinnar. Lið 6. umferðarinnar.Stöð 2 Sport
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira