Lið 6. umferðar í Bestu-deild kvenna | Sandra besti leikmaðurinn Atli Arason skrifar 25. maí 2022 19:31 Það fór ekkert framhjá Söndru Sigurðardóttur, markverði Vals. Vísir/Diego Bestu mörkin völdu úrvalslið sjöttu umferðarinnar í Bestu deildinni en leikkerfið 4-3-3 varð fyrir valinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er leikmaður umferðarinnar. Sandra átti frábæran leik í marki Vals í 0-1 útisigri liðsins gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Sandra átti nokkrar frábærar markvörslur og varði m.a. vítaspyrnu Melina Ayres á 82. mínútu sem gulltryggði sigur toppliðsins á Breiðablik. Liðsfélagar Söndru hjá Val, Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru í varnarlínunni en báðar áttu þær stóran þátt í að loka á sóknarleik Breiðabliks. Arna skoraði sigurmark leiksins. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, er við hlið Örnu í miðverðinum. Sóley átti öflugan leik þegar Þróttur vann 1-2 sigur á Keflavík í Keflavík. Sigur Þróttar fleytti þeim tímabundið í efsta sæti deildarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er svo í vinstri bakverði en Sædís lagði upp eitt af mörkum Stjörnunnar í 3-2 sigri á Selfossi. Jasmín Erla Ingadóttir, liðsfélagi Sædísar hjá Stjörnunni er einnig í úrvalsliði 6. umferðar en Jasmín skoraði flott mark í sigri Stjörnunnar á Selfossi. Jasmín er á miðri miðjunni í úrvalsliðinu. Ameera Abdella Hussen er með Jasmín á miðjunni en Ameera spilaði allan leikinn í ótrúlegum 5-4 endurkomu sigri ÍBV gegn Þór/KA. Ameera var öflug á miðjunni og átti þátt í sigurmarki ÍBV á 91. mínútu. Raesamee Phonsongkham fullkomnar svo miðsvæðið í úrvalsliðinu en Raesaemee var illviðráðanleg í liði KR sem vann sinn fyrsta sigur í sumar með 1-0 sigri á Aftureldingu. Olga Secova, leikmaður ÍBV, er á hægri vængnum í liði umferðarinnar en Olga skoraði eitt og lagði upp annað í 5-4 sigrinum á Þór/KA. Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er á vinstri væng. Sandra skoraði tvö mörk á 20 mínútum fyrir Þór/KA í tapinu gegn ÍBV. Murphy Agnew er svo á toppnum í liði 6. umferðar. Murphy ógnaði stöðugt með snerpu sinni í dramatíska 1-2 sigri Þróttar gegn Keflavík. Murphy skoraði fyrsta mark Þróttar í leiknum. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, er þjálfari umferðarinnar. Lið 6. umferðarinnar.Stöð 2 Sport Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Sandra átti frábæran leik í marki Vals í 0-1 útisigri liðsins gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Sandra átti nokkrar frábærar markvörslur og varði m.a. vítaspyrnu Melina Ayres á 82. mínútu sem gulltryggði sigur toppliðsins á Breiðablik. Liðsfélagar Söndru hjá Val, Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru í varnarlínunni en báðar áttu þær stóran þátt í að loka á sóknarleik Breiðabliks. Arna skoraði sigurmark leiksins. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, er við hlið Örnu í miðverðinum. Sóley átti öflugan leik þegar Þróttur vann 1-2 sigur á Keflavík í Keflavík. Sigur Þróttar fleytti þeim tímabundið í efsta sæti deildarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er svo í vinstri bakverði en Sædís lagði upp eitt af mörkum Stjörnunnar í 3-2 sigri á Selfossi. Jasmín Erla Ingadóttir, liðsfélagi Sædísar hjá Stjörnunni er einnig í úrvalsliði 6. umferðar en Jasmín skoraði flott mark í sigri Stjörnunnar á Selfossi. Jasmín er á miðri miðjunni í úrvalsliðinu. Ameera Abdella Hussen er með Jasmín á miðjunni en Ameera spilaði allan leikinn í ótrúlegum 5-4 endurkomu sigri ÍBV gegn Þór/KA. Ameera var öflug á miðjunni og átti þátt í sigurmarki ÍBV á 91. mínútu. Raesamee Phonsongkham fullkomnar svo miðsvæðið í úrvalsliðinu en Raesaemee var illviðráðanleg í liði KR sem vann sinn fyrsta sigur í sumar með 1-0 sigri á Aftureldingu. Olga Secova, leikmaður ÍBV, er á hægri vængnum í liði umferðarinnar en Olga skoraði eitt og lagði upp annað í 5-4 sigrinum á Þór/KA. Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er á vinstri væng. Sandra skoraði tvö mörk á 20 mínútum fyrir Þór/KA í tapinu gegn ÍBV. Murphy Agnew er svo á toppnum í liði 6. umferðar. Murphy ógnaði stöðugt með snerpu sinni í dramatíska 1-2 sigri Þróttar gegn Keflavík. Murphy skoraði fyrsta mark Þróttar í leiknum. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, er þjálfari umferðarinnar. Lið 6. umferðarinnar.Stöð 2 Sport
Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira