Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2022 20:00 Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður UVG. VÍSIR/SIGURJÓN Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. Í umræðu um brottvísanamál síðustu daga hefur félagshyggjuflokkurinn Vinstri græn einkum sætt gagnrýni, þar má nú síðast nefna séra Davíð Þór Jónsson sem hlaut formlegt tiltal frá biskupi fyrir að segja sérstakan stað í helvíti fyrir stjórnarliða flokksins. En það dró til tíðinda í gær þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, sagðist beinlínis óánægður með framgöngu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu. Þá hefði ekki verið samstaða um málið innan ríkisstjórnarinnar. Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður Ungra vinstri grænna tekur heilshugar undir með Guðmundi Inga. Yfirlýsingar hans í gær séu í takt við stefnu flokksins í útlendingamálum. „Það var mikið ákall og mikið rætt innan grasrótarinnar og kallað eftir því að forystufólk flokksins kæmi fram og gerði grein fyrir okkar stefnu og okkar skoðun. Og gerði grein fyrir þessum málum og talaði fyrir þeim, bæði innan borðs ríkisstjórnarinnar sem og við fjölmiðla.“ Finnst þér þetta koma of seint? „Já, þetta er það. En betra seint en aldrei.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki jafnharðorð og Guðmundur Ingi í morgun. Finnst þér eitthvað vanta upp á hjá henni? „Já, hún mætti vera afdráttarlausari. En ég skil vel að það þurfi að hafa hörð tök við borðið. Og ég treysti því að þau séu við ríkisstjórnarborðið að segja sína skoðun þar.“ Sigrún segir að borið hafi á óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum innan ungliðahreyfingarinnar. Hreyfingin ítreki að ríkisstjórnarsamtarfið sé ekki mikilvægara en mannúð. Hælisleitendur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira
Í umræðu um brottvísanamál síðustu daga hefur félagshyggjuflokkurinn Vinstri græn einkum sætt gagnrýni, þar má nú síðast nefna séra Davíð Þór Jónsson sem hlaut formlegt tiltal frá biskupi fyrir að segja sérstakan stað í helvíti fyrir stjórnarliða flokksins. En það dró til tíðinda í gær þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, sagðist beinlínis óánægður með framgöngu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu. Þá hefði ekki verið samstaða um málið innan ríkisstjórnarinnar. Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður Ungra vinstri grænna tekur heilshugar undir með Guðmundi Inga. Yfirlýsingar hans í gær séu í takt við stefnu flokksins í útlendingamálum. „Það var mikið ákall og mikið rætt innan grasrótarinnar og kallað eftir því að forystufólk flokksins kæmi fram og gerði grein fyrir okkar stefnu og okkar skoðun. Og gerði grein fyrir þessum málum og talaði fyrir þeim, bæði innan borðs ríkisstjórnarinnar sem og við fjölmiðla.“ Finnst þér þetta koma of seint? „Já, þetta er það. En betra seint en aldrei.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki jafnharðorð og Guðmundur Ingi í morgun. Finnst þér eitthvað vanta upp á hjá henni? „Já, hún mætti vera afdráttarlausari. En ég skil vel að það þurfi að hafa hörð tök við borðið. Og ég treysti því að þau séu við ríkisstjórnarborðið að segja sína skoðun þar.“ Sigrún segir að borið hafi á óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum innan ungliðahreyfingarinnar. Hreyfingin ítreki að ríkisstjórnarsamtarfið sé ekki mikilvægara en mannúð.
Hælisleitendur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Sjá meira