Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 16:22 Um er að ræða eina fárra afsteypa sem til er af getnaðarlim Hendrix. Walter Iooss Jr./Getty Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. Albritton lést 21. apríl síðastliðinn, 74 ára að aldri. Albritton vann sér það til frægðar að hafa sankað að sér tugum reðurafsteypa, allar afsteypur af getnaðarlimum víðfrægra manna. Fram kemur í frétt Loudwire um málið að auk þess að eiga afsteypu af stinnum getnaðarlim Hendrix hafi Albritton átt afsteypu af getnaðarlimum ýmissa frægra rokkara, þar á meðal Wayne Kramer gítarleikara MC5, Jello Biafra söngvara Dead Kennedys og Pete Shelley söngvara og gítarleikara Buzzcocks. Samkvæmt Loudwire verður afsteypan sett upp á safninu í júní, svo allir fái að sjá. Jimi Hendrix er þekktur sem einn áhrifamesti gítarleikari rokktónlistarinnar en hann lést í Lundúnum í september 1970, þá aðeins 27 ára gamall. https://t.co/5bB3AHU2KL— Phallological Museum (@Phallusmuseum) May 24, 2022 Hendrix var fyrsta rokkstjarnan sem leyfði Albritton að gera afsteypu af getnaðarlim sínum en hún sagði í viðtali við Rock Scene fyrir áratugi síðan að hún hafi æft sig að gera reðurafsteypur af „almennum borgurum“ áður en hún mætti Hendrix. „Jimi Hendrix var að koma í bæinn. Hann var fyrsta alvöru rokkstjarnan mín, sem ég fékk að taka afsteypu af og það var ótrúlegt. Við vorum þeir aðdáendur sem komumst fyrstir á hótelið og við vorum einar á herberginu hjá Hendrix. Þetta var ekki fyrsta afsteypan mín, ég hafði æft mig á nokkrum almennum borgurum til þess að vera tilbúin fyrir Jimi,“ sagði Albritton í viðtalinu. „Hann er minn stærsti. Nei, ekki minn stærsti. Það eru aðrir sem eru eiginlega stærri. En ég get ekki sagt til um það hvort hann sé sá sem var mest spennandi. Vegna þess að þeir eru allir börnin mín og ég er mamma þeirra og ég geri ekki upp á milli barnanna minna. Ég á engan uppáhalds. Ég elska þá alla. Allar mínar upplifanir voru jafn spennandi og skrítnar og engin eins,“ sagði Albritton. Söfn Tónlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira
Albritton lést 21. apríl síðastliðinn, 74 ára að aldri. Albritton vann sér það til frægðar að hafa sankað að sér tugum reðurafsteypa, allar afsteypur af getnaðarlimum víðfrægra manna. Fram kemur í frétt Loudwire um málið að auk þess að eiga afsteypu af stinnum getnaðarlim Hendrix hafi Albritton átt afsteypu af getnaðarlimum ýmissa frægra rokkara, þar á meðal Wayne Kramer gítarleikara MC5, Jello Biafra söngvara Dead Kennedys og Pete Shelley söngvara og gítarleikara Buzzcocks. Samkvæmt Loudwire verður afsteypan sett upp á safninu í júní, svo allir fái að sjá. Jimi Hendrix er þekktur sem einn áhrifamesti gítarleikari rokktónlistarinnar en hann lést í Lundúnum í september 1970, þá aðeins 27 ára gamall. https://t.co/5bB3AHU2KL— Phallological Museum (@Phallusmuseum) May 24, 2022 Hendrix var fyrsta rokkstjarnan sem leyfði Albritton að gera afsteypu af getnaðarlim sínum en hún sagði í viðtali við Rock Scene fyrir áratugi síðan að hún hafi æft sig að gera reðurafsteypur af „almennum borgurum“ áður en hún mætti Hendrix. „Jimi Hendrix var að koma í bæinn. Hann var fyrsta alvöru rokkstjarnan mín, sem ég fékk að taka afsteypu af og það var ótrúlegt. Við vorum þeir aðdáendur sem komumst fyrstir á hótelið og við vorum einar á herberginu hjá Hendrix. Þetta var ekki fyrsta afsteypan mín, ég hafði æft mig á nokkrum almennum borgurum til þess að vera tilbúin fyrir Jimi,“ sagði Albritton í viðtalinu. „Hann er minn stærsti. Nei, ekki minn stærsti. Það eru aðrir sem eru eiginlega stærri. En ég get ekki sagt til um það hvort hann sé sá sem var mest spennandi. Vegna þess að þeir eru allir börnin mín og ég er mamma þeirra og ég geri ekki upp á milli barnanna minna. Ég á engan uppáhalds. Ég elska þá alla. Allar mínar upplifanir voru jafn spennandi og skrítnar og engin eins,“ sagði Albritton.
Söfn Tónlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira