Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2022 15:26 Séra Davíð Þór segir að í helvíti sé staður fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur og er hann þar að vísa til áforma ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að vísa úr landi um þrjú hundruð manns sem hingað hafa leitað undanfarna mánuði. vísir/vilhelm Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. „Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkisstjórnar gegn mannúð og góðu siðferði, þau eru enfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur,“ segir Davíð Þór í harðorðum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Málið hefur reynst afar umdeilt og var hart sótt að stjórnvöldum á þingi í gær vegna þess. Ekki síst hafa Vinstri grænum verið legið á hálsi að vera á skjön við sín stefnumál. Í gær brást til að mynda Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, illa við fyrirspurn Sigmars Guðmundssonar þingmanns Viðreisnar þess efnis hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei telja bjóðandi sér og sínum? Séra Davíð Þór beinir einnig spjótum að Vinstri grænum í pistli sínum. Segir að í fréttum sé það helst að „fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest” á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn (þ.e. einstaklinga yngri en 18 ára) í lögsögu hvers ríkis – óháð því með hvaða hætti þau komu þangað.“ Prestur segir að þar sé kveðið á um að allar ákvarðanir sem varði heill og hamingju barna beri að taka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Engu að síður eigi að senda fjölda barna úr langþráðu öryggi og skjóli hér á landi, þvert á það sem þeim er fyrir bestu, til að hafast við í fullkomnu reiðuleysi á götum úti á Grikklandi, jafnvel þótt Flóttamannahjálp SÞ hafi af mannúðarástæðum lagst eindregið gegn því að fólk sé flutt þangað. „Til að bíta höfuðið af skömminni er málsvörnin fólgin í innihaldslausu froðusnakki um „heildstæða stefnumótun í málaflokknum“ og því að væna formann Rauða krossins um lygar þegar hún lýsir ástandinu þar. Þetta er í beinni mótstöðu við það hvernig VG liðar töluðu um þessi mál þegar þeir voru í stjórnarandstöðu,“ segir séra Davíð Þór Jónsson. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Þjóðkirkjan Tjáningarfrelsi Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
„Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkisstjórnar gegn mannúð og góðu siðferði, þau eru enfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur,“ segir Davíð Þór í harðorðum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Málið hefur reynst afar umdeilt og var hart sótt að stjórnvöldum á þingi í gær vegna þess. Ekki síst hafa Vinstri grænum verið legið á hálsi að vera á skjön við sín stefnumál. Í gær brást til að mynda Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, illa við fyrirspurn Sigmars Guðmundssonar þingmanns Viðreisnar þess efnis hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei telja bjóðandi sér og sínum? Séra Davíð Þór beinir einnig spjótum að Vinstri grænum í pistli sínum. Segir að í fréttum sé það helst að „fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest” á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn (þ.e. einstaklinga yngri en 18 ára) í lögsögu hvers ríkis – óháð því með hvaða hætti þau komu þangað.“ Prestur segir að þar sé kveðið á um að allar ákvarðanir sem varði heill og hamingju barna beri að taka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Engu að síður eigi að senda fjölda barna úr langþráðu öryggi og skjóli hér á landi, þvert á það sem þeim er fyrir bestu, til að hafast við í fullkomnu reiðuleysi á götum úti á Grikklandi, jafnvel þótt Flóttamannahjálp SÞ hafi af mannúðarástæðum lagst eindregið gegn því að fólk sé flutt þangað. „Til að bíta höfuðið af skömminni er málsvörnin fólgin í innihaldslausu froðusnakki um „heildstæða stefnumótun í málaflokknum“ og því að væna formann Rauða krossins um lygar þegar hún lýsir ástandinu þar. Þetta er í beinni mótstöðu við það hvernig VG liðar töluðu um þessi mál þegar þeir voru í stjórnarandstöðu,“ segir séra Davíð Þór Jónsson.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Þjóðkirkjan Tjáningarfrelsi Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira