Hátíðin fer fram dagana sautjánda til tuttugasta og áttunda maí. Heimildamyndin Mannvirki eftir Gústav Geir Bollason, stuttmyndirnar Hex eftir Katrínu Helgu Andrésdóttur og Mitt draumaland eftir Sigga Kjartan verða einnig sýndar í markaðshluta hátíðarinnar.

Volaða land
Myndin Voðlaða land er um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands til þess að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar undir lok 19. aldar. Það er sérvitur leiðsögumaður sem leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki í félagsskap heimamanna. Með tímanum fer presturinn að missa tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og siðgæðum sínum.
Elliot Crosset Hove fer með aðalhlutverk en Ingvar E. Sigurðsson, Vic Carmen Sonne, Hilmar Guðjónsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir fara meðal annars einnig með hlutverk í myndinni. Ingvar og Ída léku einnig í Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn sem var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2019.
Benedikt Erlingsson í dómnefnd
Íslendingar eiga einni fulltrúa í dómnefns eða Semaine de la Critique, þar sem Benedikt Erlingsson, leikari og kvikmyndagerðarmaður er með sess í henni. Myndin hans Kona fer í stríð var sýnd á hátíðinni árið 2018.
Einnig erlendar stjörnur
Stjörnur á borð við Idris Elba, Kristen Stewart, Anne Hathaway, Jeremy Strong, Tildu Swinton, Marion Cotillard og Viggo Mortensen eru einnig á svæðinu.




