Dóttir Mo Salah heldur áfram að skora fyrir framan Kop-stúkuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 13:00 Mohamed Salah leikur sér við dóttur sína Makka á Anfield en eiginkonan Maggi og yngri dóttirin Kayan fylgjast með. EPA-EFE/PETER POWELL Liverpool stuðningsmenn fengu ekki að fagna titlinum eftir lokaleikinn á Anfield en misstu ekki af tækifærinu að hylla elstu dóttur markahetjunnar sinnar. Mohamed Salah átti magnað tímabil þótt að hann hafi ekki verið kosinn leikmaður ársins eða orðið enskur meistari. Egypski framherjinn var bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá sem gaf flestar stoðsendingar á tímabilinu. Salah skoraði eitt marka Liverpool í lokaleiknum þar sem liðið vann 3-1 sigur á Úlfunum á Anfield. Eftir leikinn þökkuðu leikmenn Liverpool stuðningsmönnum sínum fyrir tímabilið og þeir voru þar að venju með fjölskyldum sínum. Some things never changed with makka Mohamed salah Between 2019 till 2022 pic.twitter.com/jXusjqtH2t— safa kadhim (@safakadhim87) May 23, 2022 Það þýddi náttúrulega bara eitt en þar að dóttir Mohamed Salah var mætt á svæðið til að halda við hefð sinni. Makka er elsta barn Salah, fædd árið 2014 og skírð í höfuðið á borginni Mekka, sem er heilagur staður Múslima. Makka byrjaði á þessu eftir sigur á Brighton í lokaleiknum á 2017-18 tímabilinu og endurtók það eftir sigur á Wolves í lokaleik 2018-19 tímabilsins. Kórónuveiran var síðan eitthvað að trufla en Makka var á sínum stað á sunnudaginn. Makka rakti boltann upp að markinu og skoraði fyrir framan Kop-stúkuna við gríðarlegan fönguð stuðningsmannanna. Hún er nú orðin átta ára gömul og hefur greinilega gaman af því að fá orku og gleði frá hörðustu stuðningsmönnum Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá lokadeginum, bæði aðdraganda leiksins, önnur sjónarhorn á mörkin sem og hátíðina eftir leikinn. Það varð ekki sigurhátíð eins og flestir voru að vonast til en mikil gleði engu að síður. Atvikið með Makka og markið má sjá eftir 16 mínútur og 45 sekúndur um það bil. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kn5qaeZW96g">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Mohamed Salah átti magnað tímabil þótt að hann hafi ekki verið kosinn leikmaður ársins eða orðið enskur meistari. Egypski framherjinn var bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá sem gaf flestar stoðsendingar á tímabilinu. Salah skoraði eitt marka Liverpool í lokaleiknum þar sem liðið vann 3-1 sigur á Úlfunum á Anfield. Eftir leikinn þökkuðu leikmenn Liverpool stuðningsmönnum sínum fyrir tímabilið og þeir voru þar að venju með fjölskyldum sínum. Some things never changed with makka Mohamed salah Between 2019 till 2022 pic.twitter.com/jXusjqtH2t— safa kadhim (@safakadhim87) May 23, 2022 Það þýddi náttúrulega bara eitt en þar að dóttir Mohamed Salah var mætt á svæðið til að halda við hefð sinni. Makka er elsta barn Salah, fædd árið 2014 og skírð í höfuðið á borginni Mekka, sem er heilagur staður Múslima. Makka byrjaði á þessu eftir sigur á Brighton í lokaleiknum á 2017-18 tímabilinu og endurtók það eftir sigur á Wolves í lokaleik 2018-19 tímabilsins. Kórónuveiran var síðan eitthvað að trufla en Makka var á sínum stað á sunnudaginn. Makka rakti boltann upp að markinu og skoraði fyrir framan Kop-stúkuna við gríðarlegan fönguð stuðningsmannanna. Hún er nú orðin átta ára gömul og hefur greinilega gaman af því að fá orku og gleði frá hörðustu stuðningsmönnum Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá lokadeginum, bæði aðdraganda leiksins, önnur sjónarhorn á mörkin sem og hátíðina eftir leikinn. Það varð ekki sigurhátíð eins og flestir voru að vonast til en mikil gleði engu að síður. Atvikið með Makka og markið má sjá eftir 16 mínútur og 45 sekúndur um það bil. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kn5qaeZW96g">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira