Hefur endað tíu ára bið eftir titli tvö tímabil í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 17:00 Mike Maignan fagnar sigri á útivelli á móti Sassuolo en þar tryggði AC Milan sér titilinn í lokaumferðinni. EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI Franski markvörðurinn Mike Maignan er kannski ekki sá þekktasti í boltanum en frammistaða hans undanfarin ár er langt komin með að breyta því. Maignan hefur fagnað titli í tveimur löndum á síðustu tveimur leiktíðum og báðir voru það titlar sem hafa ekki verið að vinnast á hverjum degi. Maignan varð franskur meistari með Lille í fyrravetur og nú ítalskur meistari með AC Milan í vetur. AC Milan var að enda ellefu ára við eftir ítalska meistaratitlinum og Lille hafði ekki unnið franska meistaratitilinn í tíu ár. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Maignan hélt oftast hreinu af öllum markvörðum beggja deilda á þessum meistaratímabilum. Hann hélt marki Lille hreinu í 21 leik sem var aðeins einum leik frá metinu. Liðinu tókst líka að vinna stjörnum prýtt lið Paris Saint Germain í baráttunni um titilinn. Maignan átti líka mikinn þátt í sigri AC Milan, hann varði meðal annars nokkrum sinnum frábærlega í innbyrðis leiknum á móti Internazionale í febrúar og þá lagði hann upp eina mark leiksins í sigri AC Milan á Sampdoria viku síðar. Maignan er 26 ára gamall og kemur upp úr unglingastarfi Paris Saint-Germain. Hann fékk aftur á móti aldrei að spreyta sig með aðalliði félagsins og skipti yfir í Lille. Hann lék með Lille í sex tímabil en varð ekki aðalmarkvörður liðsins fyrr en 2017-18 tímabilið. Hann fór til AC Milan sumarið 2021 fyrir 14,4 milljónir evra og gerði þá fimm ára samning við ítalska félagið. Maignan hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir Frakka og var í EM-hóp Frakka í fyrra. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Ítalski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Maignan hefur fagnað titli í tveimur löndum á síðustu tveimur leiktíðum og báðir voru það titlar sem hafa ekki verið að vinnast á hverjum degi. Maignan varð franskur meistari með Lille í fyrravetur og nú ítalskur meistari með AC Milan í vetur. AC Milan var að enda ellefu ára við eftir ítalska meistaratitlinum og Lille hafði ekki unnið franska meistaratitilinn í tíu ár. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Maignan hélt oftast hreinu af öllum markvörðum beggja deilda á þessum meistaratímabilum. Hann hélt marki Lille hreinu í 21 leik sem var aðeins einum leik frá metinu. Liðinu tókst líka að vinna stjörnum prýtt lið Paris Saint Germain í baráttunni um titilinn. Maignan átti líka mikinn þátt í sigri AC Milan, hann varði meðal annars nokkrum sinnum frábærlega í innbyrðis leiknum á móti Internazionale í febrúar og þá lagði hann upp eina mark leiksins í sigri AC Milan á Sampdoria viku síðar. Maignan er 26 ára gamall og kemur upp úr unglingastarfi Paris Saint-Germain. Hann fékk aftur á móti aldrei að spreyta sig með aðalliði félagsins og skipti yfir í Lille. Hann lék með Lille í sex tímabil en varð ekki aðalmarkvörður liðsins fyrr en 2017-18 tímabilið. Hann fór til AC Milan sumarið 2021 fyrir 14,4 milljónir evra og gerði þá fimm ára samning við ítalska félagið. Maignan hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir Frakka og var í EM-hóp Frakka í fyrra. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Ítalski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira