Anníe Mist og félagar tóku „gulldansinn“ eftir fullkomna helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 11:31 Anníe Mist Þórisdóttir, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo fagna sigri með skemmtilegum hætti í gær. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í CrossFit Reykjavik liðinu tryggðu sér sæti á heimsleikunum um helgina og það eins sannfærandi og hægt er. Þetta gerðu þau á undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Amsterdam. Björgvin Karl Guðmundsson varð síðan fyrstur Íslendinga í einstaklingskeppni til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einu sæti frá því að tryggja sig á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það voru 600 stig í boði í liðakeppninni og það komu 600 stig í hús hjá Anníe Mist Þórisdóttur, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Ekki nóg með að þau unnu allar sex greinarnar heldur unnu þau þær flestar með miklum yfirburðum. CrossFit Reykjavik fékk 95 stigum meira en næsta lið var CrossFit Zarautz frá Spáni. Hin þrjú liðin sem komust áfram voru CrossFit Portti frá Finnlandi, CrossFit Oslo Purple Red frá Noregi og CrossFit 2150 Team Norce frá Danmörku. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti í karlakeppninni, 32 stigum á eftir Lazar Dukic frá Serbíu. Uldis Upenieks frá Lettlandi, Moritz Fiebig frá Þýskalandi og Enrico Zenoni frá Ítalíu tryggðu sér líka farseðil á heimsleikana. Haraldur Holgersson stóð sig vel en varð að sætta sig við tíunda sætið. Björgvin Karl var mjög öflugur í seinni hluta keppninnar en í síðustu þremur greinunum var hann tvisvar í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Sara Sigmundsdóttir endaði í sjötta sæti hjá konunum og vantaði 56 stig til að ná fimmta og síðasta sætinu sem gaf sæti á heimsleikanna. Laura Horvath frá Ungverjalandi, Karin Freyová frá Slóvakíu, Gabriela Migala frá Póllandi. Matilde Garnes frá Noregi, Lucy Campbell frá Bretlandi eru komnar á heimsleikana. Sara gaf sér smá von með því að vinna fimmtu og næstsíðustu greinina en endaði síðan tólfta í þeirri síðustu og sat því eftir. Oddrún Eik Gylfadottir var líka með og endaði í 22. sætinu. Lið helgarinnar fögnuðu sigri með því að taka gulldansinn í blíðunni í Amsterdam í gær og má sjá hann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson varð síðan fyrstur Íslendinga í einstaklingskeppni til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einu sæti frá því að tryggja sig á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það voru 600 stig í boði í liðakeppninni og það komu 600 stig í hús hjá Anníe Mist Þórisdóttur, Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Ekki nóg með að þau unnu allar sex greinarnar heldur unnu þau þær flestar með miklum yfirburðum. CrossFit Reykjavik fékk 95 stigum meira en næsta lið var CrossFit Zarautz frá Spáni. Hin þrjú liðin sem komust áfram voru CrossFit Portti frá Finnlandi, CrossFit Oslo Purple Red frá Noregi og CrossFit 2150 Team Norce frá Danmörku. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í öðru sæti í karlakeppninni, 32 stigum á eftir Lazar Dukic frá Serbíu. Uldis Upenieks frá Lettlandi, Moritz Fiebig frá Þýskalandi og Enrico Zenoni frá Ítalíu tryggðu sér líka farseðil á heimsleikana. Haraldur Holgersson stóð sig vel en varð að sætta sig við tíunda sætið. Björgvin Karl var mjög öflugur í seinni hluta keppninnar en í síðustu þremur greinunum var hann tvisvar í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Sara Sigmundsdóttir endaði í sjötta sæti hjá konunum og vantaði 56 stig til að ná fimmta og síðasta sætinu sem gaf sæti á heimsleikanna. Laura Horvath frá Ungverjalandi, Karin Freyová frá Slóvakíu, Gabriela Migala frá Póllandi. Matilde Garnes frá Noregi, Lucy Campbell frá Bretlandi eru komnar á heimsleikana. Sara gaf sér smá von með því að vinna fimmtu og næstsíðustu greinina en endaði síðan tólfta í þeirri síðustu og sat því eftir. Oddrún Eik Gylfadottir var líka með og endaði í 22. sætinu. Lið helgarinnar fögnuðu sigri með því að taka gulldansinn í blíðunni í Amsterdam í gær og má sjá hann hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Sjá meira