Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 21:01 Mbappé skoraði þrjú í kvöld. EPA-EFE/Mohammed Badra Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Fyrr í dag bárust þær fregnir að Mbappé hefði ákveðið að gefa Real Madríd fingurinn og endursemja í París. Talið var öruggt mál að Mbappé myndi semja við Real er samningur hans rynni út í sumar. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist Paul Pogba vera á leiðinni til Juventus og Erling Braut Håland hefur samið við Manchester City. Sem stendur er þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger eini leikmaðurinn á leiðinni til Real í sumar. Mbappé hélt svo upp á nýja samninginn í París – sem hann á þó enn eftir að skrifa undir – með því að skora þrennu í þægilegum 5-0 sigri meistaraliðs PSG á Metz í kvöld. Mbappé hóf veisluna á 25. mínútu og bætti við öðru marki þremur mínútum síðar. Bæði mörkin lögð upp af Argentínumönnum, Angel Di María lagði upp fyrsta markið og Lionel nokkur Messi það síðara. Neymar bætti við þriðja marki PSG aðeins þremur mínútum eftir annað mark Mbappé og staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Mbappé fullkomnaði þrennu sína snemma í síðari hálfleik og varð útlitið bjartara fyrir Metz þegar Boubacar Traore lét reka sig út af átta mínútum síðar eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. Kylian Mbappé s Saturday: Rejects Real Madrid Signs huge new PSG contract Hat trick vs. Metz pic.twitter.com/VOztne4AfN— B/R Football (@brfootball) May 21, 2022 Di María skoraði fimmta mark PSG á 67. mínútu og þó nóg hafi verið eftir af leiknum þá urðu mörkin ekki fleiri, lokatölur 5-0. PSG endar tímabilið með 86 stig, fimmtán stigum meira en Monaco og Marseilla sem enda tímabilið í 2. og 3. sæti. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Fyrr í dag bárust þær fregnir að Mbappé hefði ákveðið að gefa Real Madríd fingurinn og endursemja í París. Talið var öruggt mál að Mbappé myndi semja við Real er samningur hans rynni út í sumar. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist Paul Pogba vera á leiðinni til Juventus og Erling Braut Håland hefur samið við Manchester City. Sem stendur er þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger eini leikmaðurinn á leiðinni til Real í sumar. Mbappé hélt svo upp á nýja samninginn í París – sem hann á þó enn eftir að skrifa undir – með því að skora þrennu í þægilegum 5-0 sigri meistaraliðs PSG á Metz í kvöld. Mbappé hóf veisluna á 25. mínútu og bætti við öðru marki þremur mínútum síðar. Bæði mörkin lögð upp af Argentínumönnum, Angel Di María lagði upp fyrsta markið og Lionel nokkur Messi það síðara. Neymar bætti við þriðja marki PSG aðeins þremur mínútum eftir annað mark Mbappé og staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Mbappé fullkomnaði þrennu sína snemma í síðari hálfleik og varð útlitið bjartara fyrir Metz þegar Boubacar Traore lét reka sig út af átta mínútum síðar eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. Kylian Mbappé s Saturday: Rejects Real Madrid Signs huge new PSG contract Hat trick vs. Metz pic.twitter.com/VOztne4AfN— B/R Football (@brfootball) May 21, 2022 Di María skoraði fimmta mark PSG á 67. mínútu og þó nóg hafi verið eftir af leiknum þá urðu mörkin ekki fleiri, lokatölur 5-0. PSG endar tímabilið með 86 stig, fimmtán stigum meira en Monaco og Marseilla sem enda tímabilið í 2. og 3. sæti.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira