Bíða eftir ákvörðun dómsmálaráðherra um framtíð bálfara: „Það á ekki að þröngva fólki einhverja eina leið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. maí 2022 22:38 Sigríður Bylgja fundaði með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra fyrir rúmri viku síðan. Hún á von á ákvörðun von bráðar. Mynd/Aðsend Tré lífsins vill byggja nýja bálstofu hér á landi sem er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum en undanfarin 74 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) rekið einu bálstofu landsins. Stofnandi Trés lífsins vonast eftir ákvörðun frá dómsmálaráðherra á næstunni en hún segir mikilvægt að bjóða upp á fleiri valmöguleika við lífslok. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er stofnandi Tré lífsins en um er að ræða frumkvöðlaverkefni sem hún byrjaði að vinna að fyrir um sjö árum og hefur frá þeim tíma barist fyrir því að verkefnið verði að raunveruleika. Um er að ræða samfélagslega nýsköpun sem lítur heildrænt á áskoranir í þessum málaflokki og býður lausn við þeim að sögn Sigríðar. Nú er kominn tími til að ræða hlutina af alvöru þar sem bálstofan í Fossvogi er úr sér gengin. „Það er bara mjög eðlilegt að þessi þjónusta færist frá trúar- og lífsskoðunarfélagi yfir til óháðs aðila því það er í takt við fjölbreytileika samfélagsins okkar í dag og hvernig það mun þróast til framtíðar,“ segir Sigríður en þau áttu sinn fyrsta fund með dómsmálaráðuneytinu árið 2020 og hafa flakkað um í kerfinu frá þeim tíma. „Það hefur engin beðið um leyfi til að byggja bálstofu undanfarin 74 ár þannig þessi beiðni okkar hefur komið kannski svolítið flatt upp á kerfið og þá er ekki skrýtið að það hafi tekið langan tíma að fá svör,“ segir Sigríður. Rætt var við Sigríði Bylgju og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í desember 2019 um verkefnið en hægt er að horfa á innslagið hér fyrir neðan. Tímabært að taka ákvörðun til framtíðar Stjórnarmeðlimir Trés lífsins funduðu þó með dómsmálaráðherra fyrir rúmri viku til að ræða stöðu mála og á næstunni er von á niðurstöðum úr úttekt sem framkvæmd var af óháðum aðila á starfsemi Trés lífsins og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Bálstofan í Fossvogi fékk í fyrra starfsleyfi til fjögurra ára en í leyfinu kemur fram að skila þurfi áætlun til heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík innan árs um hvernig eigi að innleiða mengunarvarnir. Sá tímafrestur rennur út eftir tæplega mánuð, þann 11. júní, en ljóst er að ekki er hægt að innleiða mengunarvarnir við ofnana sem notaðir eru á bálstofunni sem nú er starfrækt í Fossvogi. „Þetta er virkilega stór spurning sem þarf að svara, það er verið að taka ákvörðun til næstu áratuga og þetta er ákveðin stefnumótun í bálfaramálum, hvernig við sem samfélag viljum hafa þetta,“ segir hún enn fremur aðspurð um væntanlega ákvörðun dómsmálaráðherra. „Viljum við hafa þetta óháð, rekið af aðilum sem eru ekki trúar eða lífsskoðunarfélag, eða viljum við að kirkjugarðarnir reki þetta, þrátt fyrir að hafa ekki lögbundið hlutverk til þess,“ segir Sigríður. Hún bendir enn fremur á rekstrarvanda kirkjugarðanna og hvernig það væri góð lausn við þeim vanda að Tré lífsins myndi taka við þessari þjónustu. Þriðji valmöguleikin væri að fara með þjónustuna á opinn markað en Sigríður telur það ekki skynsamlegt. Um sé að ræða þjónustu sem eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri heldur eigi að veita grunnþjónustu um allt land. Skynsamlegast sé að sjálfseignarstofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni taki við. Grunnurinn að fólk fái að velja „Fólk hefur í raun ekkert um þetta að segja í dag af því það eru engir aðrir valmöguleikar þegar bálför er valin. Þegar við höfum verið að segja frá Tré lífsins er fólk virkilega spennt fyrir því,“ segir Sigríður en líkt og nafnið gefur til kynna bjóða þau meðal annars upp á að gróðursetja tré ásamt ösku hins látna. „Áherslan hjá okkur er sú að einstaklingurinn og ástvinir eiga að fá að velja, það á ekki að þröngva fólki einhverja eina leið. Þannig að gróðursetning á tré í minningargarði er bara annar valmöguleiki til viðbótar við þá sem nú þegar eru í boði,“ segir Sigríður. Stefna Trés lífsins er að setja upp einn ofn í húsnæði þeirra sem byggt verður í Garðabæ og bæta síðan öðrum við. „Ofninn okkar mun anna þeirri eftirspurn sem er fyrirséð næstu áratugina og húsnæðið okkar verður líka byggt þannig að það verði auðvelt að skipta honum út fyrir stærri ofn,“ segir Sigríður. Þá er stefnt á að skipta húsinu í tvo hluta þannig að í einum hluta verði kveðjurými og bálstofa og í öðrum hluta verður athafnarými þar sem hver sem er getur haldið hvers kyns athöfn, óháð því hvaða trúar- eða lífsskoðunarfélagi þau tilheyra. „Tré lífsins vill taka við þjónustu við bálfarir á Íslandi en okkur þykir eðlilegt að slík þjónusta sé veitt af félagi sem er óháð trúarbrögðum, í óháðu rými og tekur tillit til fjölbreytileika samfélagsins,“ segir Sigríður. Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er stofnandi Tré lífsins en um er að ræða frumkvöðlaverkefni sem hún byrjaði að vinna að fyrir um sjö árum og hefur frá þeim tíma barist fyrir því að verkefnið verði að raunveruleika. Um er að ræða samfélagslega nýsköpun sem lítur heildrænt á áskoranir í þessum málaflokki og býður lausn við þeim að sögn Sigríðar. Nú er kominn tími til að ræða hlutina af alvöru þar sem bálstofan í Fossvogi er úr sér gengin. „Það er bara mjög eðlilegt að þessi þjónusta færist frá trúar- og lífsskoðunarfélagi yfir til óháðs aðila því það er í takt við fjölbreytileika samfélagsins okkar í dag og hvernig það mun þróast til framtíðar,“ segir Sigríður en þau áttu sinn fyrsta fund með dómsmálaráðuneytinu árið 2020 og hafa flakkað um í kerfinu frá þeim tíma. „Það hefur engin beðið um leyfi til að byggja bálstofu undanfarin 74 ár þannig þessi beiðni okkar hefur komið kannski svolítið flatt upp á kerfið og þá er ekki skrýtið að það hafi tekið langan tíma að fá svör,“ segir Sigríður. Rætt var við Sigríði Bylgju og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í desember 2019 um verkefnið en hægt er að horfa á innslagið hér fyrir neðan. Tímabært að taka ákvörðun til framtíðar Stjórnarmeðlimir Trés lífsins funduðu þó með dómsmálaráðherra fyrir rúmri viku til að ræða stöðu mála og á næstunni er von á niðurstöðum úr úttekt sem framkvæmd var af óháðum aðila á starfsemi Trés lífsins og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Bálstofan í Fossvogi fékk í fyrra starfsleyfi til fjögurra ára en í leyfinu kemur fram að skila þurfi áætlun til heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík innan árs um hvernig eigi að innleiða mengunarvarnir. Sá tímafrestur rennur út eftir tæplega mánuð, þann 11. júní, en ljóst er að ekki er hægt að innleiða mengunarvarnir við ofnana sem notaðir eru á bálstofunni sem nú er starfrækt í Fossvogi. „Þetta er virkilega stór spurning sem þarf að svara, það er verið að taka ákvörðun til næstu áratuga og þetta er ákveðin stefnumótun í bálfaramálum, hvernig við sem samfélag viljum hafa þetta,“ segir hún enn fremur aðspurð um væntanlega ákvörðun dómsmálaráðherra. „Viljum við hafa þetta óháð, rekið af aðilum sem eru ekki trúar eða lífsskoðunarfélag, eða viljum við að kirkjugarðarnir reki þetta, þrátt fyrir að hafa ekki lögbundið hlutverk til þess,“ segir Sigríður. Hún bendir enn fremur á rekstrarvanda kirkjugarðanna og hvernig það væri góð lausn við þeim vanda að Tré lífsins myndi taka við þessari þjónustu. Þriðji valmöguleikin væri að fara með þjónustuna á opinn markað en Sigríður telur það ekki skynsamlegt. Um sé að ræða þjónustu sem eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri heldur eigi að veita grunnþjónustu um allt land. Skynsamlegast sé að sjálfseignarstofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni taki við. Grunnurinn að fólk fái að velja „Fólk hefur í raun ekkert um þetta að segja í dag af því það eru engir aðrir valmöguleikar þegar bálför er valin. Þegar við höfum verið að segja frá Tré lífsins er fólk virkilega spennt fyrir því,“ segir Sigríður en líkt og nafnið gefur til kynna bjóða þau meðal annars upp á að gróðursetja tré ásamt ösku hins látna. „Áherslan hjá okkur er sú að einstaklingurinn og ástvinir eiga að fá að velja, það á ekki að þröngva fólki einhverja eina leið. Þannig að gróðursetning á tré í minningargarði er bara annar valmöguleiki til viðbótar við þá sem nú þegar eru í boði,“ segir Sigríður. Stefna Trés lífsins er að setja upp einn ofn í húsnæði þeirra sem byggt verður í Garðabæ og bæta síðan öðrum við. „Ofninn okkar mun anna þeirri eftirspurn sem er fyrirséð næstu áratugina og húsnæðið okkar verður líka byggt þannig að það verði auðvelt að skipta honum út fyrir stærri ofn,“ segir Sigríður. Þá er stefnt á að skipta húsinu í tvo hluta þannig að í einum hluta verði kveðjurými og bálstofa og í öðrum hluta verður athafnarými þar sem hver sem er getur haldið hvers kyns athöfn, óháð því hvaða trúar- eða lífsskoðunarfélagi þau tilheyra. „Tré lífsins vill taka við þjónustu við bálfarir á Íslandi en okkur þykir eðlilegt að slík þjónusta sé veitt af félagi sem er óháð trúarbrögðum, í óháðu rými og tekur tillit til fjölbreytileika samfélagsins,“ segir Sigríður.
Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira