Sjáðu Selfoss-heimsókn Helenu: „Ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2022 14:00 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir getur tekið út úr reynslubanka Sifjar Atladóttur. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, skellti sér á Selfoss á dögunum og afraksturinn var sýndur í þætti gærkvöldsins. Helena ræddi við hjónin Sif Atladóttur og Björn Sigurbjörnsson og hinar ungu og bráðefnilegu Barbáru Sól Gísladóttur og Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur. Sif sneri aftur til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku, þar af ellefu hjá Kristianstad í Svíþjóð. Þar var eiginmaðurinn Björn aðstoðarþjálfari. Sif segir að deildin hérna heima sé sterkari nú en þegar hún fór út 2009. „Stærsti hluturinn er að líkamlegt ástand leikmanna er betra. Leikmenn hugsa betur um sig. Þótt það sé ekki hægt að tala um þetta sem atvinnumannadeild hugsa flestir leikmenn í deildinni það vel um sig að það er hægt að titla hana þannig,“ sagði Sif. Klippa: Bestu mörkin - heimsókn Helenu á Selfoss „Leikmenn hugsa mikið um íþróttina 24/7 og það er alltaf næsti leikur sem er ekkert ósvipað og úti, nema ég finn það að leikmenn hérna á Íslandi hafa miklu fleiri bolta á lofti en þeir sem eru úti.“ Gullið tækifæri að koma aftur Barbára lék hálft tímabil með Bröndby í Danmörku á láni en ákvað að snúa aftur í Selfoss fyrir þetta tímabil. „Það eru bara spennandi tímar framundan á Selfossi. Þetta er uppeldisfélagið mitt og mér fannst bara gullið tækifæri til að koma aftur,“ sagði Barbára sem er nokkuð sátt með hvernig Selfoss hefur byrjað tímabilið. Liðið er ósigrað í 2. sæti Bestu deildarinnar. „Ég átti alveg von á þessu og hafði fulla trú á liðinu okkar.“ Áslaug Dóra spilar með Sif í hjarta varnar Selfoss og nýtur þess í botn. Átján ár eru á milli þeirra en þær ná samt vel saman. „Þetta er draumastaða og það ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu. Þetta er gefandi og það er mikill leiðtogi í henni,“ sagði Áslaug. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Helena ræddi við hjónin Sif Atladóttur og Björn Sigurbjörnsson og hinar ungu og bráðefnilegu Barbáru Sól Gísladóttur og Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur. Sif sneri aftur til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku, þar af ellefu hjá Kristianstad í Svíþjóð. Þar var eiginmaðurinn Björn aðstoðarþjálfari. Sif segir að deildin hérna heima sé sterkari nú en þegar hún fór út 2009. „Stærsti hluturinn er að líkamlegt ástand leikmanna er betra. Leikmenn hugsa betur um sig. Þótt það sé ekki hægt að tala um þetta sem atvinnumannadeild hugsa flestir leikmenn í deildinni það vel um sig að það er hægt að titla hana þannig,“ sagði Sif. Klippa: Bestu mörkin - heimsókn Helenu á Selfoss „Leikmenn hugsa mikið um íþróttina 24/7 og það er alltaf næsti leikur sem er ekkert ósvipað og úti, nema ég finn það að leikmenn hérna á Íslandi hafa miklu fleiri bolta á lofti en þeir sem eru úti.“ Gullið tækifæri að koma aftur Barbára lék hálft tímabil með Bröndby í Danmörku á láni en ákvað að snúa aftur í Selfoss fyrir þetta tímabil. „Það eru bara spennandi tímar framundan á Selfossi. Þetta er uppeldisfélagið mitt og mér fannst bara gullið tækifæri til að koma aftur,“ sagði Barbára sem er nokkuð sátt með hvernig Selfoss hefur byrjað tímabilið. Liðið er ósigrað í 2. sæti Bestu deildarinnar. „Ég átti alveg von á þessu og hafði fulla trú á liðinu okkar.“ Áslaug Dóra spilar með Sif í hjarta varnar Selfoss og nýtur þess í botn. Átján ár eru á milli þeirra en þær ná samt vel saman. „Þetta er draumastaða og það ættu allir að vilja hafa eina Sif í liðinu sínu. Þetta er gefandi og það er mikill leiðtogi í henni,“ sagði Áslaug. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 0-0 | Selfyssingar misstu toppsætið Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fyrir leik var Selfoss á toppi deildarinnar með 10 stig en Keflavík í því sjöunda með 6. 19. maí 2022 22:33
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti