Fótbolti

Jafnt hjá Spánar­meisturum Real og bikar­meisturum Betis

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vinícius Jr. og félagar komust lítt áleiðis gegn varnarmúr Real Betis í kvöld.
Vinícius Jr. og félagar komust lítt áleiðis gegn varnarmúr Real Betis í kvöld. EPA-EFE/Rodrigo Jimenez

Lokaumferð La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, hófst í kvöld. Levante vann 4-2 útisigur á Rayo Vallecano og þá gerðu Spánarmeistarar Real Madríd markalaust jafntefli við bikarmeistara Real Betis.

Carlo Ancelotti, þjálfari Real, stillti upp sem gott sínu sterkasta byrjunarliði. Það var hins vegar ljóst að leikmenn Real voru með hugann við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer næstu helgi en leikurinn var frekar tíðindalítill.

Ekkert mark, ekkert spjald og aðeins fimm skot á markið allt í allt.

Real Madríd endar tímabilið með 86 stig á toppi deildarinnar á meðan Real Betis er í 5. sæti með 5. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×