Lampard: Ein besta stund fótboltaferilsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2022 23:00 Frank Lampard hfaði svo sannarlega ástæðu til að fagna í kvöld. Michael Regan/Getty Images Frank Lampart, þjálfari Everton, var skiljanlega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld. „Þetta er ein besta stund fótboltaferilsins,“ sagði Lampard kátur í leikslok. „Ég hef verið mjög heppinn og átt frábærar stundir, sérstaklega hjá Chelsea sem leikmaður og þjálfari. En þegar maður finnur þessar tilfinningar og þessa örvæntingu sem fallbaráttan færir þér þá er það allt annað. Þú þarft að grafa djúpt. Þú tapar leikjum, berst fyrir því að gera betur, en tapar svo öðrum leik. Fólk heldur að maður eigi að fljúga upp töfluna en það er aldrei þannig.“ „Að koma hingað með þetta magnaða starfslið, jákvætt fólk sem leggur svo mikið á sig, og reyna að breyta hlutunum og fá viðbrögð frá leikmönnum, frá stuðningsmönnum, og finna þessa samheldni þegar við litum út fyrir að vera sundraðir. Þessi klúbbur er sérstakur og ég er stoltur að vera þjálfari Everton í kvöld.“ Lampard var langt frá því að vera hættur og átti í stökustu vandræðum með að lýsa tilfinningum sínum. „Mér leið eins og ég væri að fara að gráta þegar leikurinn var flautaður af. Ég hélt að ég myndi hoppa út úr líkamanum. Það efast engin um fagnaðarlætin eftir leikinn. Það er auðvelt að segja: „En þú vannst ekki neitt,“ en vitiði hvað? Prófiði að koma að vinna fyrir þetta félag í nokkra mánuði og sjáið vandamálin og hvað það þýðir fyrir þetta fólk að halda sætinu í deildinni.“ „Sjáiði okkur þegar við erum 2-0 undir í hálfleik að spila ömurlega, fáum á okkur fáránlegt mark, en karakterinn sem við sýnum svo í seinni hálfleik. Sjáiði bara alla stuðningsmennina á vellinum að skemmta sér konunglega. Það voru þeir sem komu okkur yfir línuna. Þeir hafa verið meira en tólfti maðurinn. En leikmennirnir eiga líka skilið risastórt hrós. Þetta var magnað kvöld,“ sagði kampakátur Lampard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Þetta er ein besta stund fótboltaferilsins,“ sagði Lampard kátur í leikslok. „Ég hef verið mjög heppinn og átt frábærar stundir, sérstaklega hjá Chelsea sem leikmaður og þjálfari. En þegar maður finnur þessar tilfinningar og þessa örvæntingu sem fallbaráttan færir þér þá er það allt annað. Þú þarft að grafa djúpt. Þú tapar leikjum, berst fyrir því að gera betur, en tapar svo öðrum leik. Fólk heldur að maður eigi að fljúga upp töfluna en það er aldrei þannig.“ „Að koma hingað með þetta magnaða starfslið, jákvætt fólk sem leggur svo mikið á sig, og reyna að breyta hlutunum og fá viðbrögð frá leikmönnum, frá stuðningsmönnum, og finna þessa samheldni þegar við litum út fyrir að vera sundraðir. Þessi klúbbur er sérstakur og ég er stoltur að vera þjálfari Everton í kvöld.“ Lampard var langt frá því að vera hættur og átti í stökustu vandræðum með að lýsa tilfinningum sínum. „Mér leið eins og ég væri að fara að gráta þegar leikurinn var flautaður af. Ég hélt að ég myndi hoppa út úr líkamanum. Það efast engin um fagnaðarlætin eftir leikinn. Það er auðvelt að segja: „En þú vannst ekki neitt,“ en vitiði hvað? Prófiði að koma að vinna fyrir þetta félag í nokkra mánuði og sjáið vandamálin og hvað það þýðir fyrir þetta fólk að halda sætinu í deildinni.“ „Sjáiði okkur þegar við erum 2-0 undir í hálfleik að spila ömurlega, fáum á okkur fáránlegt mark, en karakterinn sem við sýnum svo í seinni hálfleik. Sjáiði bara alla stuðningsmennina á vellinum að skemmta sér konunglega. Það voru þeir sem komu okkur yfir línuna. Þeir hafa verið meira en tólfti maðurinn. En leikmennirnir eiga líka skilið risastórt hrós. Þetta var magnað kvöld,“ sagði kampakátur Lampard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira