Fyrirmælum reglugerðar ekki fylgt við kosningu utan kjörfundar Indriði Stefánsson skrifar 19. maí 2022 14:01 Á mikilvægi þess að traust sé á framkvæmd kosninga er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Ég bjóst við því að ef uppgötvaðist að framkvæmdin væri ekki í samræmi við forskrift yrði fljótt brugðist við annars yrði úr stórfrétt. Svo var ekki. Ítrekaðar athugasemdir við skort á framsetningu framboðslista Ég starfaði sem umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi við síðustu kosningar til sveitarstjórna og gerði sem slíkur margvíslegar athugasemdir við framkvæmdina. Við sumum var brugðist við sumum ekki. Eitt af því sem ég gerði athugasemd við var að upplýsingar um framboðslista og frambjóðendur héngu ekki uppi eins og er þó skýrt kveðið á um í reglugerð. Um þetta eru til bókanir. Brugðist við eftir umfjöllun fjölmiðla Ég reyndi að fá Kjörstjóra og svo Landskjörstjórn til að bregðast við án árangurs í fyrstu. Þá reyndi ég að benda fjölmiðlum á þetta og á endanum var fjallað um þetta í grein á Vísi en það var ekki fyrr en þá sem að brugðist var við með því að hengja upp upplýsingar um lista sem þó uppfyllir ekki reglugerð. Þá var svo einungis vika eftir af framkvæmd utankjörfundar og því stórir hópar þegar búnir að kjósa. Óvíst um áhrif Í Garðabæ munaði örfáum atkvæðum á því að Garðabæjarlistinn bætti við sig fulltrúa, svo litlum að atkvæði greidd Samfylkingunni utan kjörfundar hefðu nægt. Því má velta því upp hvort það að fara ekki eftir reglugerðinni hafi haft áhrif á niðurstöðuna í Garðabæ. Þetta ætti að sýna mikilvægi þess að taka umkvartanir umboðsmanna til greina og hversu mikilvægt er að fara eftir þeirri forskrift sem í lögum og reglugerðum liggur. Kjósendur voru margir í vandræðum með að finna upplýsingar um listana og óvíst að allir hafi áttað sig á hvernig kjósa ætti Garðarbæjarlistann þar sem notkun síma er óheimil í kjörklefa. Jafnframt var ekki hlaupið að því að leita uppi rétta lista og sé leitað að framboðum var allt eins hægt að finna eldri niðurstöður þar sem Samfylkingin var í framboði og þá kjósendum hennar eðlilegt að velja S. Vel má færa rök fyrir að atkvæðin ættu að vera gild Þegar meta á utan kjörfundaratkvæði og í raun öll atkvæði ætti fyrst og fremst að horfa til þess hvort vilji kjósandans sé skýr. Til dæmis er fullnægjandi við utankjörfund að skrifa nafn frambjóðanda á listanum til að atkvæðið sé gilt. Því mætti vel sjá fyrir sér að það að nýta staf stjórnmálasamtaka sem beint eða óbeint koma að framboðinu yrði tekið til greina. Það virðist nokkuð ljóst að kjósendur í Garðabæ sem settu stafi S, P eða V vildu styðja framboð þessarra lista. Sérstaklega þegar tekið er til greina að stjórnvöld fóru ekki eftir reglugerð hvað varðar upplýsingagjöf til kjósenda. Afar mismunandi hvernig tekið var í kvartanir umboðsmanna Það var mjög mismunandi hvernig umkvörtunum umboðsmanna var sinnt. Sumum var sinnt hratt og vel og brugðist við, öðrum var tekið fálega. Brotum á lögum um áróður á kjörstað var ekki sinnt. Um það eru til bókanir. Kvörtunum vegna brota á persónuverndarlögum var ekki heldur ansað og enduðu þau mál í kærum til lögreglu og Persónuverndar. Traust á kosningum eykur kjörsókn Í kjölfar klúðursins í Norðvesturkjördæmi í fyrra heyrði ég marga segjast aldrei ætla að kjósa aftur. Þrátt fyrir að telja mikilvægt að sem flestir kysu get ég vel skilið þá afstöðu. Kjörsókn nú var ein hin minnsta í íslandssögunni. Ég tel hlutverk umboðsmanna lista vera að auka traust á kosningum sem er gert með því að veita aðhald og benda sjálfstætt á það sem betur má fara. Þessum tilgangi verður þó ekki náð ef aðfinnslum umboðsmanna er ekki sinnt. Ég vil því hvetja yfirvöld til að taka til greina þær kvartanir sem fram hafa komið og framvegis taka meira mark á ábendingum umboðsmanna. Höfundur er umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi og verðandi varabæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Á mikilvægi þess að traust sé á framkvæmd kosninga er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Ég bjóst við því að ef uppgötvaðist að framkvæmdin væri ekki í samræmi við forskrift yrði fljótt brugðist við annars yrði úr stórfrétt. Svo var ekki. Ítrekaðar athugasemdir við skort á framsetningu framboðslista Ég starfaði sem umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi við síðustu kosningar til sveitarstjórna og gerði sem slíkur margvíslegar athugasemdir við framkvæmdina. Við sumum var brugðist við sumum ekki. Eitt af því sem ég gerði athugasemd við var að upplýsingar um framboðslista og frambjóðendur héngu ekki uppi eins og er þó skýrt kveðið á um í reglugerð. Um þetta eru til bókanir. Brugðist við eftir umfjöllun fjölmiðla Ég reyndi að fá Kjörstjóra og svo Landskjörstjórn til að bregðast við án árangurs í fyrstu. Þá reyndi ég að benda fjölmiðlum á þetta og á endanum var fjallað um þetta í grein á Vísi en það var ekki fyrr en þá sem að brugðist var við með því að hengja upp upplýsingar um lista sem þó uppfyllir ekki reglugerð. Þá var svo einungis vika eftir af framkvæmd utankjörfundar og því stórir hópar þegar búnir að kjósa. Óvíst um áhrif Í Garðabæ munaði örfáum atkvæðum á því að Garðabæjarlistinn bætti við sig fulltrúa, svo litlum að atkvæði greidd Samfylkingunni utan kjörfundar hefðu nægt. Því má velta því upp hvort það að fara ekki eftir reglugerðinni hafi haft áhrif á niðurstöðuna í Garðabæ. Þetta ætti að sýna mikilvægi þess að taka umkvartanir umboðsmanna til greina og hversu mikilvægt er að fara eftir þeirri forskrift sem í lögum og reglugerðum liggur. Kjósendur voru margir í vandræðum með að finna upplýsingar um listana og óvíst að allir hafi áttað sig á hvernig kjósa ætti Garðarbæjarlistann þar sem notkun síma er óheimil í kjörklefa. Jafnframt var ekki hlaupið að því að leita uppi rétta lista og sé leitað að framboðum var allt eins hægt að finna eldri niðurstöður þar sem Samfylkingin var í framboði og þá kjósendum hennar eðlilegt að velja S. Vel má færa rök fyrir að atkvæðin ættu að vera gild Þegar meta á utan kjörfundaratkvæði og í raun öll atkvæði ætti fyrst og fremst að horfa til þess hvort vilji kjósandans sé skýr. Til dæmis er fullnægjandi við utankjörfund að skrifa nafn frambjóðanda á listanum til að atkvæðið sé gilt. Því mætti vel sjá fyrir sér að það að nýta staf stjórnmálasamtaka sem beint eða óbeint koma að framboðinu yrði tekið til greina. Það virðist nokkuð ljóst að kjósendur í Garðabæ sem settu stafi S, P eða V vildu styðja framboð þessarra lista. Sérstaklega þegar tekið er til greina að stjórnvöld fóru ekki eftir reglugerð hvað varðar upplýsingagjöf til kjósenda. Afar mismunandi hvernig tekið var í kvartanir umboðsmanna Það var mjög mismunandi hvernig umkvörtunum umboðsmanna var sinnt. Sumum var sinnt hratt og vel og brugðist við, öðrum var tekið fálega. Brotum á lögum um áróður á kjörstað var ekki sinnt. Um það eru til bókanir. Kvörtunum vegna brota á persónuverndarlögum var ekki heldur ansað og enduðu þau mál í kærum til lögreglu og Persónuverndar. Traust á kosningum eykur kjörsókn Í kjölfar klúðursins í Norðvesturkjördæmi í fyrra heyrði ég marga segjast aldrei ætla að kjósa aftur. Þrátt fyrir að telja mikilvægt að sem flestir kysu get ég vel skilið þá afstöðu. Kjörsókn nú var ein hin minnsta í íslandssögunni. Ég tel hlutverk umboðsmanna lista vera að auka traust á kosningum sem er gert með því að veita aðhald og benda sjálfstætt á það sem betur má fara. Þessum tilgangi verður þó ekki náð ef aðfinnslum umboðsmanna er ekki sinnt. Ég vil því hvetja yfirvöld til að taka til greina þær kvartanir sem fram hafa komið og framvegis taka meira mark á ábendingum umboðsmanna. Höfundur er umboðsmaður lista Pírata í Kópavogi og verðandi varabæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun