„Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og það má vera skemmtilegt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. maí 2022 12:00 Listakonan Hildur Hermannsdóttir opnar sýningu í Núllinu í dag. Aðsend Listakonan Hildur Hermannsdóttir opnar sýninguna Guð minn góður! í Núllinu, Bankastræti 0, klukkan 18:00 í dag. Blaðamaður tók púlsinn á henni rétt fyrir opnun og fékk að heyra nánar frá sýningunni. Hildur er búsett í Osló og hélt sína fyrstu einkasýningu þar í nóvember. Hún er menntaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands og myndskreytir frá Høyskolen Kristiania í Osló. Hildur gekk í gegnum mikil andleg veikindi haustið 2020 og fann í kjölfarið betri tengingu við myndlistina. „Í byrjun ársins 2021 þegar mér var farið að líða betur þá áttaði ég mig á því að ég verð að fylgja hjartanu mínu og skapa myndlist. Þess vegna hef ég loksins byrjað að sýna listina mína, eitthvað sem ég þorði aldrei að gera áður. Ég ætla að halda áfram, þetta er fyrsta myndlistarsýningin mína á Íslandi og ég vona að ég fái að halda aðra hér í heimalandinu sem allra fyrst.“ Sýning Hildar ber nafnið Guð minn góður!Hildur Hermannsdóttir Hvaðan sækirðu innblástur í sýninguna og í þína listsköpun almennt? Innblásturinn að minni listsköpun er lífið mitt, það sem ég upplifi og er að læra hverju sinni. Þá sérstaklega varðandi andlegan þroska, ég hef átt við alls kyns andleg veikindi í gegnum tíðina eins og til dæmis þunglyndi, kvíða, alkóhólisma og ADHD. Ég nota list til þess að heila sjálfa mig og listin mín er svo kölluð autobiographical. Ég fjalla um hvað er að gerast innra með mér þá stundina. Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og að það má vera skemmtilegt. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessari sýningu síðan í desember en sýningin hefur farið í gegnum mörg ferli og þróast mikið á leiðinni. Ég til dæmis upplifði mjög krefjandi tímabil fyrir stuttu síðan þar sem ég þurfti að horfa í hreinskilni inn á við og sá sjálfa mig í öðru ljósi. Gekk í gegnum eitthvað sem myndi kallast svartnætti sálarinnar. En ég kom sterkari, frjálsari og bjartari út hinum megin og sá hvað ég hef verið að sækjast í allt utan við sjálfa mig til þess að finna friðinn og hamingjuna. Hefurðu komist nær andlegri lausn í gegnum listina? Listin fyrir mér er mjög andleg og frelsar mig. Ég fæ að vera nákvæmlega eins og ég er, hrá og viðkvæm. Ég hef gusað út reiði með listinni áður en núna hef ég löngun til þess að umbreyta myrkrinu í ljós. Nota mína reynslu af andlegum veikindum og erfiðleikum til þess að fegra heiminn. Hildur er búsett í Osló en heldur nú sína fyrstu einkasýningu hér á landi.Aðsend Sýningin opnar sem áður segir klukkan 18:00 í dag og stendur til næstkomandi sunnudags. Myndlist Menning Geðheilbrigði Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hildur er búsett í Osló og hélt sína fyrstu einkasýningu þar í nóvember. Hún er menntaður grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands og myndskreytir frá Høyskolen Kristiania í Osló. Hildur gekk í gegnum mikil andleg veikindi haustið 2020 og fann í kjölfarið betri tengingu við myndlistina. „Í byrjun ársins 2021 þegar mér var farið að líða betur þá áttaði ég mig á því að ég verð að fylgja hjartanu mínu og skapa myndlist. Þess vegna hef ég loksins byrjað að sýna listina mína, eitthvað sem ég þorði aldrei að gera áður. Ég ætla að halda áfram, þetta er fyrsta myndlistarsýningin mína á Íslandi og ég vona að ég fái að halda aðra hér í heimalandinu sem allra fyrst.“ Sýning Hildar ber nafnið Guð minn góður!Hildur Hermannsdóttir Hvaðan sækirðu innblástur í sýninguna og í þína listsköpun almennt? Innblásturinn að minni listsköpun er lífið mitt, það sem ég upplifi og er að læra hverju sinni. Þá sérstaklega varðandi andlegan þroska, ég hef átt við alls kyns andleg veikindi í gegnum tíðina eins og til dæmis þunglyndi, kvíða, alkóhólisma og ADHD. Ég nota list til þess að heila sjálfa mig og listin mín er svo kölluð autobiographical. Ég fjalla um hvað er að gerast innra með mér þá stundina. Ég vil sýna að það sé í lagi að tala um geðræn vandamál og að það má vera skemmtilegt. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Ég hef unnið að þessari sýningu síðan í desember en sýningin hefur farið í gegnum mörg ferli og þróast mikið á leiðinni. Ég til dæmis upplifði mjög krefjandi tímabil fyrir stuttu síðan þar sem ég þurfti að horfa í hreinskilni inn á við og sá sjálfa mig í öðru ljósi. Gekk í gegnum eitthvað sem myndi kallast svartnætti sálarinnar. En ég kom sterkari, frjálsari og bjartari út hinum megin og sá hvað ég hef verið að sækjast í allt utan við sjálfa mig til þess að finna friðinn og hamingjuna. Hefurðu komist nær andlegri lausn í gegnum listina? Listin fyrir mér er mjög andleg og frelsar mig. Ég fæ að vera nákvæmlega eins og ég er, hrá og viðkvæm. Ég hef gusað út reiði með listinni áður en núna hef ég löngun til þess að umbreyta myrkrinu í ljós. Nota mína reynslu af andlegum veikindum og erfiðleikum til þess að fegra heiminn. Hildur er búsett í Osló en heldur nú sína fyrstu einkasýningu hér á landi.Aðsend Sýningin opnar sem áður segir klukkan 18:00 í dag og stendur til næstkomandi sunnudags.
Myndlist Menning Geðheilbrigði Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira