Segir að stressaðir eigi að vera heima og að liðið eigi Meistaradeildina ekki skilið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2022 18:46 Granit Xhaka var allt annað en kátur eftir tap Arsenal gegn Newcastle í gærkvöldi. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, gagnrýndi liðsfélaga sína eftir 2-0 tap liðsins gegn Newcastle í gærkvöldi. Hann segir að stressaðir leikmenn eigi að vera heima hjá sér og að liðið eigi ekki skilið að fara í Meistaradeildina miðað við frammistöðuna í leiknum. Miðjumaðurinn var greinilega sár og svekktur eftir tapið, en sigur hefði lyft liðinu aftur upp fyrir erkifjendur þeirra í Tottenham í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Hann segir þó að frammistaða gærkvöldsins sýni að liðið hafi ekki ráðið við pressuna. „Ef einhver er ekki tilbúinn í leikinn, vertu þá heima,“ sagði Svisslendingurinn. „Það skiptir ekki máli hvað þú ert gamall. Ef þú ert stressaður, vertu þá á bekknum eða heima hjá þér. Við þurfum menn sem mæta til að spila. Þetta var einn mikilvægasti leikur tímabilsins fyrir okkur og við erum mjög vonsviknir fyrir hönd þeirra sem gerðu sér ferð á völlinn.“ "If someone isn't ready for this game, stay at home" Granit Xhaka says the Arsenal players didn't deserve to be on the pitch today 😓 pic.twitter.com/OdC37x3TAG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022 Vonir Arsenal um Meistaradeildarsæti hanga nú á bláþræði, en liðið þarf sigur gegn Everton í lokaumferðinni og treysta á að á sama tíma tapi Tottenham gegn föllnu liði Norwich. Xhaka gerir sér grein fyrir því að vonin er veik, en hann er þó ekki tilbúinn að gefast upp alveg strax. „Við vildum sýna flotta frammistöðu en það gerðist ekki. Fólk talar alltaf um leiðtoga. Við erum ekki að spila tennis, við erum að spila fótbolta. Ef einhver ræður ekki við pressuna á hann að vera heima hjá sér.“ „Við getum ekki mætt og spilað eins og við gerðum. Við litum mjög illa út. Skipulagið var allt annað en við spiluðum.“ „Þeir keyrðu yfir okkur frá fyrstu mínútu. Þegar þú spilar svona áttu ekki skilið að spila í Meistaradeildinni,“ sagði Xhaka. „Ef Tottenham tapar og við vinnum. Maður veit aldrei í fótbolta. Við eigum enn von. Fyrir leikinn var þetta í okkar höndum, en nú er þetta allt annar leikur,“ sagði Xhaka að lokum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig Sjá meira
Miðjumaðurinn var greinilega sár og svekktur eftir tapið, en sigur hefði lyft liðinu aftur upp fyrir erkifjendur þeirra í Tottenham í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Hann segir þó að frammistaða gærkvöldsins sýni að liðið hafi ekki ráðið við pressuna. „Ef einhver er ekki tilbúinn í leikinn, vertu þá heima,“ sagði Svisslendingurinn. „Það skiptir ekki máli hvað þú ert gamall. Ef þú ert stressaður, vertu þá á bekknum eða heima hjá þér. Við þurfum menn sem mæta til að spila. Þetta var einn mikilvægasti leikur tímabilsins fyrir okkur og við erum mjög vonsviknir fyrir hönd þeirra sem gerðu sér ferð á völlinn.“ "If someone isn't ready for this game, stay at home" Granit Xhaka says the Arsenal players didn't deserve to be on the pitch today 😓 pic.twitter.com/OdC37x3TAG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022 Vonir Arsenal um Meistaradeildarsæti hanga nú á bláþræði, en liðið þarf sigur gegn Everton í lokaumferðinni og treysta á að á sama tíma tapi Tottenham gegn föllnu liði Norwich. Xhaka gerir sér grein fyrir því að vonin er veik, en hann er þó ekki tilbúinn að gefast upp alveg strax. „Við vildum sýna flotta frammistöðu en það gerðist ekki. Fólk talar alltaf um leiðtoga. Við erum ekki að spila tennis, við erum að spila fótbolta. Ef einhver ræður ekki við pressuna á hann að vera heima hjá sér.“ „Við getum ekki mætt og spilað eins og við gerðum. Við litum mjög illa út. Skipulagið var allt annað en við spiluðum.“ „Þeir keyrðu yfir okkur frá fyrstu mínútu. Þegar þú spilar svona áttu ekki skilið að spila í Meistaradeildinni,“ sagði Xhaka. „Ef Tottenham tapar og við vinnum. Maður veit aldrei í fótbolta. Við eigum enn von. Fyrir leikinn var þetta í okkar höndum, en nú er þetta allt annar leikur,“ sagði Xhaka að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti