Guðrún Brá sótti milljón til Taílands Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 15:01 Guðrún Brá Björgvinsdóttir fer næst til Frakklands eftir mótið í Taílandi. Getty/Charles McQuillan Guðrún Brá Björgvinsdóttir uppskar tæplega eina milljón króna á stóru golfmóti í Taílandi um helgina. Fyrst var keppt í liðakeppni þar sem Guðrún lék með kylfingum frá Svíþjóð og Noregi auk áhugakylfings frá Bandaríkjunum. Þær enduðu í 10. sæti og það skilaði Guðrúnu 5.358 evrum eða um 750.000 krónum. Guðrún tók svo skorið sitt með áfram í einstaklingskeppnina sem lauk á laugardag og endaði í 55.-57. sæti sem skilaði henni 230.000 krónum til viðbótar. Guðrún var í 33. sæti fyrir þriðja og síðasta hringinn en þar fóru fyrstu tvær holurnar illa með hana. Fyrst fékk hún fjórfaldan skolla og svo tvöfaldan skolla en hún lék hringinn samtals á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún hafði leikið fyrsta hring á 74 höggum og annan hring á 71 höggi, og var því samtals á átta höggum yfir pari. Manon De Roey frá Belgíu vann einstaklingskeppnina með frábærum lokahring sem hún fór á 66 höggum. Hún endaði á samtals 13 höggum undir pari, þremur höggum fyrir ofan Johönnu Gustavsson frá Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Ladies European Tour (@letgolf) De Roey fékk að launum 71.857 evrur, eða jafnvirði rúmlega 10 milljóna króna, fyrir sigurinn í einstaklingskeppninni og hafði áður fengið 915.000 krónur fyrir að lenda í 6. sæti í liðakeppninni. Keppni á Evrópumótaröðinni færist nú til Frakklands þar sem næsta mót hefst á fimmtudaginn. Guðrún Brá verður þar á meðal keppenda sem og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem snýr aftur til keppni eftir að hafa eignast son á síðasta ári. Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Fyrst var keppt í liðakeppni þar sem Guðrún lék með kylfingum frá Svíþjóð og Noregi auk áhugakylfings frá Bandaríkjunum. Þær enduðu í 10. sæti og það skilaði Guðrúnu 5.358 evrum eða um 750.000 krónum. Guðrún tók svo skorið sitt með áfram í einstaklingskeppnina sem lauk á laugardag og endaði í 55.-57. sæti sem skilaði henni 230.000 krónum til viðbótar. Guðrún var í 33. sæti fyrir þriðja og síðasta hringinn en þar fóru fyrstu tvær holurnar illa með hana. Fyrst fékk hún fjórfaldan skolla og svo tvöfaldan skolla en hún lék hringinn samtals á 79 höggum eða sjö höggum yfir pari. Hún hafði leikið fyrsta hring á 74 höggum og annan hring á 71 höggi, og var því samtals á átta höggum yfir pari. Manon De Roey frá Belgíu vann einstaklingskeppnina með frábærum lokahring sem hún fór á 66 höggum. Hún endaði á samtals 13 höggum undir pari, þremur höggum fyrir ofan Johönnu Gustavsson frá Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Ladies European Tour (@letgolf) De Roey fékk að launum 71.857 evrur, eða jafnvirði rúmlega 10 milljóna króna, fyrir sigurinn í einstaklingskeppninni og hafði áður fengið 915.000 krónur fyrir að lenda í 6. sæti í liðakeppninni. Keppni á Evrópumótaröðinni færist nú til Frakklands þar sem næsta mót hefst á fimmtudaginn. Guðrún Brá verður þar á meðal keppenda sem og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem snýr aftur til keppni eftir að hafa eignast son á síðasta ári.
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira